Honda og GM þróa saman vetnisdrifbúnað Finnur Thorlacius skrifar 31. janúar 2017 09:44 Samstarf General Motors og Honda handsalað og vonandi styttist í ódýrari vetnisbíla fyrir vikið. Margir bílaframleiðendur horfa mjög til vetnis sem framtíðarorkugjafa bíla sinna og mikið er fjárfest í þróun þeirra þessa dagana. Meðal þeirra eru Honda og General Motors, sem tekið hafa höndum saman við þróun á vetnisdrifrás í bíla sína. Þetta hafa fyrirtækin reyndar gert í 3 ár og markmiðið er að þróa ódýrari vetnisdrifrás en áður þekkist til fjöldaframleiðslu í báðum fyrirtækjunum. Honda og GM hafa sett umtalsvert fé í þessa þróun og nú 85 milljónir dollara í viðbót í þetta verkefni, eða um 10 milljarða króna. Fjárfestingin nú kallar á 100 ný störf og verða þau til í Bandaríkjunum. Honda hefur nú þegar sett á markað vetnisbílinn Honda Clarity FCV og er vetnisdrifrásin í honum flóknari en í þeirri sem Honda og GM eru að þróa nú. Sú nýja verður af einfaldari gerð og með færri íhlutum. Ódýrara verður að framleiða hana, en hún er ámóta fyrirferðamikil. Þessi þróun ætti að leiða til lægra verðs vetnisbíla Honda og GM, en fram að þessu hafa vetnisbílar verið fremur dýrir. Munurinn á Honda og GM er sá að Honda hefur hafið sölu á vetnisbílum en GM ekki. GM er hinsvegar aðeins að hugsa út fyrir boxið með vetnisdrifbúnaðinn og horfir einnig til flugvéla og báta hvað drifrásina varðar. Helsti þröskuldurinn við uppbyggingu vetnisbílaflota er einna helst talinn í vandanum við dreifingu á eldsneytinu í bílana. Uppbyggingin mun þó vafalaust eiga sér stað hratt, því margir hafa trú á framtíð vetnisbíla. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent
Margir bílaframleiðendur horfa mjög til vetnis sem framtíðarorkugjafa bíla sinna og mikið er fjárfest í þróun þeirra þessa dagana. Meðal þeirra eru Honda og General Motors, sem tekið hafa höndum saman við þróun á vetnisdrifrás í bíla sína. Þetta hafa fyrirtækin reyndar gert í 3 ár og markmiðið er að þróa ódýrari vetnisdrifrás en áður þekkist til fjöldaframleiðslu í báðum fyrirtækjunum. Honda og GM hafa sett umtalsvert fé í þessa þróun og nú 85 milljónir dollara í viðbót í þetta verkefni, eða um 10 milljarða króna. Fjárfestingin nú kallar á 100 ný störf og verða þau til í Bandaríkjunum. Honda hefur nú þegar sett á markað vetnisbílinn Honda Clarity FCV og er vetnisdrifrásin í honum flóknari en í þeirri sem Honda og GM eru að þróa nú. Sú nýja verður af einfaldari gerð og með færri íhlutum. Ódýrara verður að framleiða hana, en hún er ámóta fyrirferðamikil. Þessi þróun ætti að leiða til lægra verðs vetnisbíla Honda og GM, en fram að þessu hafa vetnisbílar verið fremur dýrir. Munurinn á Honda og GM er sá að Honda hefur hafið sölu á vetnisbílum en GM ekki. GM er hinsvegar aðeins að hugsa út fyrir boxið með vetnisdrifbúnaðinn og horfir einnig til flugvéla og báta hvað drifrásina varðar. Helsti þröskuldurinn við uppbyggingu vetnisbílaflota er einna helst talinn í vandanum við dreifingu á eldsneytinu í bílana. Uppbyggingin mun þó vafalaust eiga sér stað hratt, því margir hafa trú á framtíð vetnisbíla.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent