Er alltaf að setja sér áskoranir Stefán Þór Hjartarson skrifar 31. janúar 2017 10:00 Hildur verður á fullu núna næstu mánuðina við ýmist að hugleiða, teygja, syngja og ferðast. Vísir/Stefán „Ég elska áskoranir og mér finnst geðveikt gaman að gera eitthvað sem ég býst við að geta ekki, það er svona mín pæling. Ég er líka alltaf að setja mér áskoranir hvort sem er, þannig að það er mjög fínt að gera það núna með öðru fólki, það er fínt að fá peppið sem því fylgir,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona sem ekki bara stendur í ströngu við að undirbúa sitt framlag til Söngvakeppninnar um þessar mundir heldur er hún einnig að undirbúa þátttöku sína í meistaramánuði.Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt? „Ég hef tekið þátt tvisvar áður, en þá í bæði skiptin var ég svolítið mikið að fókusa á að breyta mataræðinu, en núna hef ég verið vinna svo mikið í að breyta mataræðinu mínu, að markmiðin tengjast ekki mataræði í þetta sinn, þó að ég ætli auðvitað að halda áfram að borða hollt. En í síðasta skiptið var fókusinn minn bara þar, þannig að núna er þetta svolítið öðruvísi.“ Hildur hefur einmitt leyft fólki að fylgjast með breyttu mataræði á bloggsíðunni sinni hipaleo.com.Hvernig gekk að halda þetta út síðast? „Tja, ég held að í bæði skiptin hafi ég „beilað“ eftir um þrjár vikur, ég náði minnir mig ekki að halda út allar vikurnar. En núna eftir tvö feiluð skipti er þriðja skiptið augljóslega „the charm“.Munu markmiðin þín nýtast þér í Söngvakeppninni? „Já, ég ætla að bæta fimleikum inn í atriðið, held að það selji fólki þetta – síðan tek ég líklega hugleiðslu á sviðinu áður en ég byrja að syngja,“ svarar Hildur hlæjandi. Aðspurð hvað annað sé á döfinni deilir hún með blaðamanni að hún sé um þessar mundir að klára EP- plötu og að hún komi út á næstu mánuðum, án þess að vilja greina nánar frá hvenær nákvæmlega það verði. Einnig er Hildur á leiðinni til Slóvakíu að spila, en þar á hún aðdáendahóp og kom sú uppgötvun henni skemmtilega á óvart. Hildur er með þrjú aðalmarkmið, þau eru:1. Byrja að hugleiða á hverjum degi. „Þetta er eitthvað sem ég hef ætlað að gera mjög lengi. Ég held að það myndi hjálpa mér mjög mikið.“2. Ég ætla að reyna að verða liðugri. „Kannski svolítið opið markmið, en ég er ógeðslega stirð og ég ætla til dæmis að reyna að ná höndunum niður í gólf standandi með beina fætur, ég bara get það ekki núna, til þess er ég allt of stirð. Ég ætla að gera smá jóga daglega og teygjuæfingar sem hjálpa mér að liðka mig. Ég er alveg dugleg í ræktinni en ég er ekki nógu dugleg að teygja,“ segir Hildur en svarar, spurð hvort hún eigi ekki bara að fara alla leið og þjálfa sig upp í að geta dottið í splitt, að hún telji mánuð kannski eilítið of stuttan tíma í það. Gott og vel.3. Vakna í síðasta lagi klukkan átta á hverjum morgni. Ég er svolítið mikil B-manneskja og þar sem ég er að vinna sem tónlistarkona þá þarf ég oft ekkert að vakna sjúklega snemma og ræð dögunum mínum sjálf en ég finn það alltaf þegar ég þarf að vakna snemma, til dæmis ef ég er að fara til tannlæknis eða eitthvað þannig, að þá verða dagarnir mínir miklu betri þannig að ég ætla að prófa hvort ég geti alltaf vaknað klukkan átta. Meistaramánuður Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
„Ég elska áskoranir og mér finnst geðveikt gaman að gera eitthvað sem ég býst við að geta ekki, það er svona mín pæling. Ég er líka alltaf að setja mér áskoranir hvort sem er, þannig að það er mjög fínt að gera það núna með öðru fólki, það er fínt að fá peppið sem því fylgir,“ segir Hildur Kristín Stefánsdóttir söngkona sem ekki bara stendur í ströngu við að undirbúa sitt framlag til Söngvakeppninnar um þessar mundir heldur er hún einnig að undirbúa þátttöku sína í meistaramánuði.Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt? „Ég hef tekið þátt tvisvar áður, en þá í bæði skiptin var ég svolítið mikið að fókusa á að breyta mataræðinu, en núna hef ég verið vinna svo mikið í að breyta mataræðinu mínu, að markmiðin tengjast ekki mataræði í þetta sinn, þó að ég ætli auðvitað að halda áfram að borða hollt. En í síðasta skiptið var fókusinn minn bara þar, þannig að núna er þetta svolítið öðruvísi.“ Hildur hefur einmitt leyft fólki að fylgjast með breyttu mataræði á bloggsíðunni sinni hipaleo.com.Hvernig gekk að halda þetta út síðast? „Tja, ég held að í bæði skiptin hafi ég „beilað“ eftir um þrjár vikur, ég náði minnir mig ekki að halda út allar vikurnar. En núna eftir tvö feiluð skipti er þriðja skiptið augljóslega „the charm“.Munu markmiðin þín nýtast þér í Söngvakeppninni? „Já, ég ætla að bæta fimleikum inn í atriðið, held að það selji fólki þetta – síðan tek ég líklega hugleiðslu á sviðinu áður en ég byrja að syngja,“ svarar Hildur hlæjandi. Aðspurð hvað annað sé á döfinni deilir hún með blaðamanni að hún sé um þessar mundir að klára EP- plötu og að hún komi út á næstu mánuðum, án þess að vilja greina nánar frá hvenær nákvæmlega það verði. Einnig er Hildur á leiðinni til Slóvakíu að spila, en þar á hún aðdáendahóp og kom sú uppgötvun henni skemmtilega á óvart. Hildur er með þrjú aðalmarkmið, þau eru:1. Byrja að hugleiða á hverjum degi. „Þetta er eitthvað sem ég hef ætlað að gera mjög lengi. Ég held að það myndi hjálpa mér mjög mikið.“2. Ég ætla að reyna að verða liðugri. „Kannski svolítið opið markmið, en ég er ógeðslega stirð og ég ætla til dæmis að reyna að ná höndunum niður í gólf standandi með beina fætur, ég bara get það ekki núna, til þess er ég allt of stirð. Ég ætla að gera smá jóga daglega og teygjuæfingar sem hjálpa mér að liðka mig. Ég er alveg dugleg í ræktinni en ég er ekki nógu dugleg að teygja,“ segir Hildur en svarar, spurð hvort hún eigi ekki bara að fara alla leið og þjálfa sig upp í að geta dottið í splitt, að hún telji mánuð kannski eilítið of stuttan tíma í það. Gott og vel.3. Vakna í síðasta lagi klukkan átta á hverjum morgni. Ég er svolítið mikil B-manneskja og þar sem ég er að vinna sem tónlistarkona þá þarf ég oft ekkert að vakna sjúklega snemma og ræð dögunum mínum sjálf en ég finn það alltaf þegar ég þarf að vakna snemma, til dæmis ef ég er að fara til tannlæknis eða eitthvað þannig, að þá verða dagarnir mínir miklu betri þannig að ég ætla að prófa hvort ég geti alltaf vaknað klukkan átta.
Meistaramánuður Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira