Hlé á morðherferð gegn fíkniefnum Guðsteinn Bjarnason skrifar 31. janúar 2017 07:00 Rodrigo Duterte forseti ásamt Ronald dela Rosa lögreglustjóra á blaðamannafundi í Maníla í gær. vísir/epa Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. Þessi ákvörðun var tekin eftir að hópur lögreglumanna rændi suður-kóreskum kaupsýslumanni og myrti hann á lögreglustöð. Þessi hópur lögreglumanna hefur tekið þátt í herferð forsetans gegn fíkniefnum, sem felst í því að elta uppi fíkniefnasala og fíkniefnaneytendur og taka þá af lífi án dóms og laga. Frá því þessi herferð hófst í sumar hafa meira en sjö þúsund manns verið myrtir af lögreglunni. Það var eitt helsta loforð Dutertes í kosningabaráttunni á síðasta ári að taka af fullri hörku á fíkniefnavandanum, með því hreinlega að láta lögregluna drepa fólk af miskunnarleysi. Þessari stefnu hafði hann áður fylgt sem borgarstjóri í Davao árum saman. Duterte segir það óþægilegt að lögreglumennirnir hafi misnotað aðstöðu sína til að drepa kaupsýslumanninn frá Suður-Kóreu. Hins vegar ætli hann ótrauður að halda áfram herferðinni gegn fíkniefnum, strax og hreinsað hefur verið til í lögreglunni. „Við munum hreinsa til í okkar ranni,“ sagði Ronald dela Rosa lögreglustjóri við fjölmiðla í gær. „Eftir það getum við kannski haldið áfram stríði okkar gegn fíkniefnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur ákveðið að stöðva tímabundið herferð lögreglunnar gegn fíkniefnum. Áður en haldið verður áfram þurfi að uppræta spillingu innan lögreglunnar. Þessi ákvörðun var tekin eftir að hópur lögreglumanna rændi suður-kóreskum kaupsýslumanni og myrti hann á lögreglustöð. Þessi hópur lögreglumanna hefur tekið þátt í herferð forsetans gegn fíkniefnum, sem felst í því að elta uppi fíkniefnasala og fíkniefnaneytendur og taka þá af lífi án dóms og laga. Frá því þessi herferð hófst í sumar hafa meira en sjö þúsund manns verið myrtir af lögreglunni. Það var eitt helsta loforð Dutertes í kosningabaráttunni á síðasta ári að taka af fullri hörku á fíkniefnavandanum, með því hreinlega að láta lögregluna drepa fólk af miskunnarleysi. Þessari stefnu hafði hann áður fylgt sem borgarstjóri í Davao árum saman. Duterte segir það óþægilegt að lögreglumennirnir hafi misnotað aðstöðu sína til að drepa kaupsýslumanninn frá Suður-Kóreu. Hins vegar ætli hann ótrauður að halda áfram herferðinni gegn fíkniefnum, strax og hreinsað hefur verið til í lögreglunni. „Við munum hreinsa til í okkar ranni,“ sagði Ronald dela Rosa lögreglustjóri við fjölmiðla í gær. „Eftir það getum við kannski haldið áfram stríði okkar gegn fíkniefnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira