Íslenskum ríkisborgara meinað að fara til Bandaríkjanna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2017 19:32 Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í gær vegna þess að hann er fæddur í Íran Vísir/Skjáskot Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í dagvegna þess að hann er fæddur í Íran. Meisam greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Meisam er fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins taekwondo og þá var hann einnig Norðurlandameistari í íþróttinni á síðasta ári. Hann hafði ætlað að fara til Bandaríkjanna til að keppa fyrir hönd Íslands á opnu móti í taekwondo. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Í samtali við Vísi segir Meisam að allt hafi verið með felldu þar til á síðustu stundu. Hann hafi verið kominn um borð í flugvélina þegar starfsmaður WOW Air tilkynnti honum að hann fengi ekki að fljúga til Bandaríkjanna. Hann segist hafa verið sleginn, enda hafi hann hlakkað mikið til ferðarinnar. Hann hefur meðal annars verið virkur í stjórnmálum hér á landi og var í 17. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar í október síðastliðnum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra sem tjáir sig um mál Rafiei á Facebook. „Meisam er íslenskur ríkisborgari, virkur í samfélaginu, frábær tækvondomaður og þjálfari, var á lista okkar Vinstri-grænna fyrir síðustu kosningar. Það er verið að brjóta á honum eins og öllum öðrum þeim sem fá nú ekki að fara ferða sinna vegna tilskipunar Trumps. Íslensk stjórnvöld verða að fordæma þessa tilskipun og koma því með formlegum hætti til bandarískra stjórnvalda,“ skrifar Katrín. Ástæðan fyrir því að Rafiei fær ekki að ferðast til Bandaríkjanna er tilskipun Donalds Trump, bandaríkjaforseta um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til landsins. Tilskipunin hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim og í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöldsagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hana dapurlega. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. 30. janúar 2017 18:42 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara, var meinað að fara til Bandaríkjanna í dagvegna þess að hann er fæddur í Íran. Meisam greinir frá þessu á Facebook síðu sinni. Meisam er fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins taekwondo og þá var hann einnig Norðurlandameistari í íþróttinni á síðasta ári. Hann hafði ætlað að fara til Bandaríkjanna til að keppa fyrir hönd Íslands á opnu móti í taekwondo. Meisam er íslenskur ríkisborgari og fékk ríkisborgararétt fyrir um fimm árum síðan. Í samtali við Vísi segir Meisam að allt hafi verið með felldu þar til á síðustu stundu. Hann hafi verið kominn um borð í flugvélina þegar starfsmaður WOW Air tilkynnti honum að hann fengi ekki að fljúga til Bandaríkjanna. Hann segist hafa verið sleginn, enda hafi hann hlakkað mikið til ferðarinnar. Hann hefur meðal annars verið virkur í stjórnmálum hér á landi og var í 17. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningarnar í október síðastliðnum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, er ein þeirra sem tjáir sig um mál Rafiei á Facebook. „Meisam er íslenskur ríkisborgari, virkur í samfélaginu, frábær tækvondomaður og þjálfari, var á lista okkar Vinstri-grænna fyrir síðustu kosningar. Það er verið að brjóta á honum eins og öllum öðrum þeim sem fá nú ekki að fara ferða sinna vegna tilskipunar Trumps. Íslensk stjórnvöld verða að fordæma þessa tilskipun og koma því með formlegum hætti til bandarískra stjórnvalda,“ skrifar Katrín. Ástæðan fyrir því að Rafiei fær ekki að ferðast til Bandaríkjanna er tilskipun Donalds Trump, bandaríkjaforseta um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til landsins. Tilskipunin hefur vakið hörð viðbrögð víða um heim og í kvöldfréttum Stöðvar tvö í kvöldsagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hana dapurlega.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11 Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. 30. janúar 2017 18:42 Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Trump þvertekur fyrir að tilskipun hans hafi valdið ringulreið á flugvöllum Segir að bilun í kerfi flugfélagsins Delta og mótmælendur hafi skapað ástandið. 30. janúar 2017 15:11
Forsætisráðherra Íslands segir tilskipun Bandaríkjaforseta dapurlega Tilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um að banna komu allra ríkisborgara frá Írak, Íran, Líbýu, Sómalíu, Sýrlands, Súdan og Jemen, til Bandaríkjanna hefur vakið hörð viðbrögð. 30. janúar 2017 18:42
Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, mun koma áleiðis skýrum skilaboðum stjórnvalda sem fordæma tilskipun forseta Bandaríkjanna sem bannar ríkisborgurum sjö þjóða að koma til landsins. 30. janúar 2017 05:00