Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Svavar Hávarðsson skrifar 30. janúar 2017 06:00 Berta Daníelsdóttir Eitt stærsta hagsmunamál íslensks sjávarútvegs á komandi árum kann að vera bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu. Sterk samkeppnisstaða Íslands á rætur í öflugu flutningsneti og fjölda áfangastaða – sem á sér fáar hliðstæður. Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, gerir þetta að umtalsefni í nýrri greiningu sjávarklasans. Blikur eru á lofti, skrifar Berta, því að sjávarútvegurinn, og aðrir framleiðendur matvæla sem hyggja á útflutning, standa frammi fyrir þeirri staðreynd „að þeir markaðir, sem íslensk flutningsfyrirtæki og um leið útflytjendur sjávarafurða hafa þjónað um hundruð ára eru sumpart hnignandi.“ Berta bendir á að í samanburði við Asíu sé hagvöxtur í Vesturheimi rýr og fólksfjölgun lítil. „Á evrópsku og bandarísku markaðina verður mögulega erfiðara að selja eina vönduðustu sjávarafurð sem til er við Atlantshaf, Atlantshafsþorskinn. Það sama má segja um önnur íslensk matvæli sem áhugi er á að markaðssetja sem einhver hreinustu matvæli heims; skyr, vatn, bjór, lamb og áfram mætti telja. Á sama tíma og hágæðamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum fækkar fer þeim ört fjölgandi í löndum eins og Kína og Suður-Kóreu,“ segir Berta. Í þessu ljósi segir Berta bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu vera stórt hagsmunamál. Stóra breytingin, sem er líkleg til að opna dyr inn á áhugaverða markaði fyrir íslensk matvæli í Asíu, er beint flug frá Íslandi en líklegt telur Berta að af því verði innan nokkurra ára. Skemmst er að minnast orða Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Fréttablaðinu fyrir skömmu: „Það er ekkert launungarmál að við horfum til Asíu og annarra fjarlægra landa. Ég sé bæði tækifæri í flugi til og frá þessum löndum til Íslands, en jafnframt endurspeglar þetta fyrst og fremst þá sýn að Ísland geti orðið mjög stór alþjóðleg tengimiðstöð fyrir flug. Miðstöðin myndi þá tengja saman Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu.“ Berta hvetur til þess að öflugu klasasamstarfi, sem teygi sig inn í stjórnkerfi, atvinnulíf og menntastofnanir, verði komið á og unnin verði heildstæð stefnu- og framkvæmdaáætlun. „Íslendingar hafa nú um árabil aðallega beint athygli og umræðu að staðsetningu Reykjavíkurflugvallar þegar rætt er um flutningskerfið. Alþjóðlegar flugtengingar og uppbygging alls flutningskerfisins, sem opna mikil tækifæri fyrir Ísland, verða að komast betur að í umræðu og stefnumörkun stjórnvalda,“ ályktar Berta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Íslenskur bjór WOW Air Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Eitt stærsta hagsmunamál íslensks sjávarútvegs á komandi árum kann að vera bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu. Sterk samkeppnisstaða Íslands á rætur í öflugu flutningsneti og fjölda áfangastaða – sem á sér fáar hliðstæður. Berta Daníelsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, gerir þetta að umtalsefni í nýrri greiningu sjávarklasans. Blikur eru á lofti, skrifar Berta, því að sjávarútvegurinn, og aðrir framleiðendur matvæla sem hyggja á útflutning, standa frammi fyrir þeirri staðreynd „að þeir markaðir, sem íslensk flutningsfyrirtæki og um leið útflytjendur sjávarafurða hafa þjónað um hundruð ára eru sumpart hnignandi.“ Berta bendir á að í samanburði við Asíu sé hagvöxtur í Vesturheimi rýr og fólksfjölgun lítil. „Á evrópsku og bandarísku markaðina verður mögulega erfiðara að selja eina vönduðustu sjávarafurð sem til er við Atlantshaf, Atlantshafsþorskinn. Það sama má segja um önnur íslensk matvæli sem áhugi er á að markaðssetja sem einhver hreinustu matvæli heims; skyr, vatn, bjór, lamb og áfram mætti telja. Á sama tíma og hágæðamörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum fækkar fer þeim ört fjölgandi í löndum eins og Kína og Suður-Kóreu,“ segir Berta. Í þessu ljósi segir Berta bættar samgöngur og uppbygging tengslaneta við Asíu vera stórt hagsmunamál. Stóra breytingin, sem er líkleg til að opna dyr inn á áhugaverða markaði fyrir íslensk matvæli í Asíu, er beint flug frá Íslandi en líklegt telur Berta að af því verði innan nokkurra ára. Skemmst er að minnast orða Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Fréttablaðinu fyrir skömmu: „Það er ekkert launungarmál að við horfum til Asíu og annarra fjarlægra landa. Ég sé bæði tækifæri í flugi til og frá þessum löndum til Íslands, en jafnframt endurspeglar þetta fyrst og fremst þá sýn að Ísland geti orðið mjög stór alþjóðleg tengimiðstöð fyrir flug. Miðstöðin myndi þá tengja saman Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu.“ Berta hvetur til þess að öflugu klasasamstarfi, sem teygi sig inn í stjórnkerfi, atvinnulíf og menntastofnanir, verði komið á og unnin verði heildstæð stefnu- og framkvæmdaáætlun. „Íslendingar hafa nú um árabil aðallega beint athygli og umræðu að staðsetningu Reykjavíkurflugvallar þegar rætt er um flutningskerfið. Alþjóðlegar flugtengingar og uppbygging alls flutningskerfisins, sem opna mikil tækifæri fyrir Ísland, verða að komast betur að í umræðu og stefnumörkun stjórnvalda,“ ályktar Berta.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Íslenskur bjór WOW Air Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira