Einar Árni: Stór partur þjóðarinnar vill taka þátt í því með okkur að vinna KR Smári Jökull Jónsson skrifar 9. febrúar 2017 22:26 Einar Árni gefur sínum mönnum fyrirmæli í leiknum í kvöld vísir/anton Einar Árni Jóhansson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var afar sáttur með sigurinn gegn Grindavík í kvöld þar sem Þór tryggði sér sæti í úrslitum Maltbikarsins gegn KR. „Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir lokuðu þessum leik. Þetta var gríðarlega erfiður leikur eins og við vissum og varð mjög harður hér undir lokin. Ég er stoltur af því hvernig við kláruðum þetta,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi strax eftir leik. Þór leiddi lengst af í leiknum en Grindvíkingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir og virtust vera að detta í gírinn. „Ég var mjög smeykur og mér fannst við hafa spilað það vel á lokakafla þriðja leikhluta og inn í þann fjórða að það var svekkjandi að þetta væri allt í einu orðinn jafn leikur. Við gerum ákveðin mistök í varnarleiknum sem gefa þeim góð skot. En ég gef þeim líka hrós fyrir að setja þessi stóru skot. Við náðum að bregðast vel við og setja niður víti sem var gríðarlega mikilvægt.“ Tobin Carberry leikmaður Þórs var magnaður í leiknum í kvöld. Hann skoraði 44 stig og setti niður mikilvæg vítaskot á lokasekúndunum. „Hann var ótrúlega flottur og dró vagninn sóknarlega. Ég var líka ánægður með það hvað hann sem leikstjórnandi var líka að finna menn eins og Ragnar og Maciej á blokkinni sem reyndist þeim erfitt.“ Þórsarar eru nú á leið í bikarúrslit gegn KR-ingum annað árið í röð en þeir biðu lægri hlut í fyrra. Einar Árni sagðist telja að liðið væri betur undirbúið í ár heldur en í fyrra. „Mér finnst Þórsliðið betra í dag, reynslunni ríkara og við erum kannski, eftir mannabreytingar, með fjölhæfara lið. Það sést á strákunum í aðstæðunum í dag hverju það hefur skilað að hafa verið hér áður. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna í fyrra en ég held að trúin sé meiri núna,“ sagði Einar Árni en bætti við að þeir væru ekki að fara að mæta neinum aukvisum. "Við erum að fara að spila við besta lið landsins sem átti ekki góðan leik í dag, við fáum þá beitta. Við spiluðum við þá á föstudaginn var í hörkuleik og við þurfum að gera ákveðna hluti betur í leiknum á laugardag til að ná í sigur en við höfum fulla trú á verkefninu,“ bætti Einar Andri við og kallaði eftir því að hver einasti maður í Ölfusi myndi mæta á úrslitaleikinn á laugardag. „Það voru töluvert fleiri úr Þorlákshöfn fyrir ári síðan en voru hér í dag. Ég kalla eftir því að hver einasti maður mæti og ég reyndar trúi því að það sé ansi stór partur þjóðarinnar sem væri til í að taka þátt í því með okkur að vinna KR,“ sagði Einar Árni að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira
Einar Árni Jóhansson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var afar sáttur með sigurinn gegn Grindavík í kvöld þar sem Þór tryggði sér sæti í úrslitum Maltbikarsins gegn KR. „Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir lokuðu þessum leik. Þetta var gríðarlega erfiður leikur eins og við vissum og varð mjög harður hér undir lokin. Ég er stoltur af því hvernig við kláruðum þetta,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi strax eftir leik. Þór leiddi lengst af í leiknum en Grindvíkingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir og virtust vera að detta í gírinn. „Ég var mjög smeykur og mér fannst við hafa spilað það vel á lokakafla þriðja leikhluta og inn í þann fjórða að það var svekkjandi að þetta væri allt í einu orðinn jafn leikur. Við gerum ákveðin mistök í varnarleiknum sem gefa þeim góð skot. En ég gef þeim líka hrós fyrir að setja þessi stóru skot. Við náðum að bregðast vel við og setja niður víti sem var gríðarlega mikilvægt.“ Tobin Carberry leikmaður Þórs var magnaður í leiknum í kvöld. Hann skoraði 44 stig og setti niður mikilvæg vítaskot á lokasekúndunum. „Hann var ótrúlega flottur og dró vagninn sóknarlega. Ég var líka ánægður með það hvað hann sem leikstjórnandi var líka að finna menn eins og Ragnar og Maciej á blokkinni sem reyndist þeim erfitt.“ Þórsarar eru nú á leið í bikarúrslit gegn KR-ingum annað árið í röð en þeir biðu lægri hlut í fyrra. Einar Árni sagðist telja að liðið væri betur undirbúið í ár heldur en í fyrra. „Mér finnst Þórsliðið betra í dag, reynslunni ríkara og við erum kannski, eftir mannabreytingar, með fjölhæfara lið. Það sést á strákunum í aðstæðunum í dag hverju það hefur skilað að hafa verið hér áður. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna í fyrra en ég held að trúin sé meiri núna,“ sagði Einar Árni en bætti við að þeir væru ekki að fara að mæta neinum aukvisum. "Við erum að fara að spila við besta lið landsins sem átti ekki góðan leik í dag, við fáum þá beitta. Við spiluðum við þá á föstudaginn var í hörkuleik og við þurfum að gera ákveðna hluti betur í leiknum á laugardag til að ná í sigur en við höfum fulla trú á verkefninu,“ bætti Einar Andri við og kallaði eftir því að hver einasti maður í Ölfusi myndi mæta á úrslitaleikinn á laugardag. „Það voru töluvert fleiri úr Þorlákshöfn fyrir ári síðan en voru hér í dag. Ég kalla eftir því að hver einasti maður mæti og ég reyndar trúi því að það sé ansi stór partur þjóðarinnar sem væri til í að taka þátt í því með okkur að vinna KR,“ sagði Einar Árni að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Fer frá KA í haust Íslenski boltinn Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Fótbolti Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Handbolti Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Enski boltinn Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Sjá meira