Volkswagen hættir við framleiðslu minni dísilvéla Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2017 16:36 Smærri dísilvélar Volkswagen hverfa brátt. Mikil umskipti urðu í stefnu Vokswagen í framleiðslu- og umhverfismálum í kjölfar dísilvélasvindlsins þarsíðasta haust. Framleiðsla fyrirtækisins hefur öll verið endurhugsuð með grænum formerkjum og aukinni rafmagnsvæðingu bíla þeirra. Síðasta birtingarmynd þess er nýleg ákvörðun Volkswagen að hætta við nýsmíði 1,5 lítra dísilvélar sem leysa átti af hólmi núverandi 1,6 lítra dísilvél. Í staðinn verða þeir bílar sem vélin átti að fara í knúnir bensínvél með Hybrid-kerfi. Búast má við því að fleiri bílaframleiðendur feti í sömu spor hvað dísilvélar varðar og búast má við mjög hröðu undanhaldi hennar vegna aukinnar vitneskju um mikla mengun dísilvéla. Það hjálpaði til við ákvörðun Volkswagen að mikill þróunarkostnaður fylgir sköpun nýrra véla og einnig að kostnaðurinn við mengunarvarnarbúnað sem búa þarf dísilvélar með í dag er líka dýr, eða á bilinu 600 til 800 evrur á hverja vél. Volkswagen mun einnig hætta að framleiða 1,6 lítra dísilvélina eftir 3-4 ár og sama á við um 1,4 lítra dísilvélina. Því má segja að Volkswagen sé að hverfa frá öllum minni dísilvélum í sínum bílum. Það á þó ekki við 2,0 og 3,0 lítra dísilvélarnar sem virðast ætla að eiga lengra líf í bílum Volkswagen bílasamstæðunnar. Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent
Mikil umskipti urðu í stefnu Vokswagen í framleiðslu- og umhverfismálum í kjölfar dísilvélasvindlsins þarsíðasta haust. Framleiðsla fyrirtækisins hefur öll verið endurhugsuð með grænum formerkjum og aukinni rafmagnsvæðingu bíla þeirra. Síðasta birtingarmynd þess er nýleg ákvörðun Volkswagen að hætta við nýsmíði 1,5 lítra dísilvélar sem leysa átti af hólmi núverandi 1,6 lítra dísilvél. Í staðinn verða þeir bílar sem vélin átti að fara í knúnir bensínvél með Hybrid-kerfi. Búast má við því að fleiri bílaframleiðendur feti í sömu spor hvað dísilvélar varðar og búast má við mjög hröðu undanhaldi hennar vegna aukinnar vitneskju um mikla mengun dísilvéla. Það hjálpaði til við ákvörðun Volkswagen að mikill þróunarkostnaður fylgir sköpun nýrra véla og einnig að kostnaðurinn við mengunarvarnarbúnað sem búa þarf dísilvélar með í dag er líka dýr, eða á bilinu 600 til 800 evrur á hverja vél. Volkswagen mun einnig hætta að framleiða 1,6 lítra dísilvélina eftir 3-4 ár og sama á við um 1,4 lítra dísilvélina. Því má segja að Volkswagen sé að hverfa frá öllum minni dísilvélum í sínum bílum. Það á þó ekki við 2,0 og 3,0 lítra dísilvélarnar sem virðast ætla að eiga lengra líf í bílum Volkswagen bílasamstæðunnar.
Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent