Faðir Lewis Hamilton, Anthony, segir að sonur hans stefni nú á hápunkt ferilsins. Hann varar Bottas við og telur að ef Bottas er ekki reiðubúinn gæti samanburðurinn gert út af við feril Bottas.
Bottas kom til Mercedes þegar liðið var þvingað í uppstokkun vegna þess að heimsmeistari ökumanna, Nico Rosberg tilkynnti að hann væri hættur í Formúlu 1.
Bottas mun aka við hlið þrefalda heimsmeistarans, Hamilton.
„Hver sem ætlar að reyna að mæta Lewis þarf að hafa skipulagt feril sinn rétt því það gæti gert út um ferilinn að lenda í samanburði við Lewis,“ sagði Hamilton eldri í samtali við Sky Sports News.
„Persónulega held ég að þrátt fyrir að Lewis sé að þroskast og eldast þá eigi hann enn eftir að toppa. Svo Lewis verður gríðarlega öflugur í ár,“ bætti Hamilton eldri við.
Aðrir eru ekki eins vissir. Jolyon Palmer, ökumaður Renault telur að Bottas geti ógnað Hamilton:
„Valtteri mun standa sig vel og hann mun jafnvel ögra Lewis meira en flestir halda.“
Faðir Lewis Hamilton sendir Bottas varnaðarorð

Tengdar fréttir

Berger: Vettel vanmat áhrif Michael Schumacher á Ferrari
Gerhard Berger, fyrrum ökumaður og liðsstjóri í Formúlu 1 telur að Sebastian Vettel hafi vanmetið vandamál Ferrari og áhrifin sem Michael Schumacher hafði á liðið.

Rosberg vildi fá Alonso til Mercedes
Þegar heimsmeistarinn í Formúlu 1, Nico Rosberg, hætti óvænt í lok síðasta tímabils var hann með sterkar skoðanir á því hver ætti að taka sætið hans hjá Mercedes.

Bílskúrinn: Hvernig eru Formúlu 1 bílarnir að breytast í ár?
Tæknireglur Formúlu 1 breytast talsvert fyrir tímabilið og því er tilefni til að rannsaka hverjar breytingarnar eru og hvaða áhrif þær munu hafa.

Valtteri Bottas kynntur sem ökumaður Mercedes
Mercedes hefur staðfest að Valtteri Bottas mun aka Formúlu 1 bíl liðsins á komandi tímabili. Bottas verður þar með liðsfélagi þrefalda heimsmeistarans Lewis Hamilton.