Blönduð einkavæðing Stjórnarmaðurinn skrifar 6. febrúar 2017 15:15 Um áramót stóðu hreinar skuldir ríkissjóðs í rúmum 750 milljörðum króna samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu. Heildarskuldastaðan var hins vegar um 1.100 milljarðar króna. Á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs námu vaxtagreiðslur ríkissjóðs tæpum 70 milljörðum. Ísland er lítið skuldsett land í sjálfu sér en hreinar skuldir ríkissjóðs nema rétt ríflega 30% af vergri landsframleiðslu sem telst hóflegt í alþjóðlegu samhengi. Engu að síður er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig hagræða mætti í ríkisrekstrinum og mæta þannig æ háværari og sanngjörnum kröfum um aukin framlög til heilbrigðismála og annarra innviða sem þurfa að þola aukinn átroðning með sívaxandi ferðamannastraumi. Í því samhengi er athyglisvert að þær sömu raddir og krefjast aukinna framlaga til heilbrigðismála og annarrar grunnþjónustu mega alls ekki heyra minnst á sölu ríkiseigna og beita gjarnan fyrir sig skammaryrðinu „einkavæðing“. Það er aftur á móti ekki hið sama að aðhyllast hreina einkavæðingu annars vegar eða skynsamlega aðkomu einkaaðila að ríkisrekstri hins vegar. Þannig hefur norski olíurisinn Statoil verið skráður á markað að hluta um áratugaskeið. Félagið er 70% í eigu norska ríkisins og afgangurinn í eigu fjárfesta á markaði. Ekki hefur annað heyrst en að þessi blanda hafi reynst vel. Einkafjárfestarnir veita aðhald og koma með sérþekkingu að borðinu, auk þess sem almenningur á greiðan aðgang að félaginu sem fjárfestingarkosti gegnum hlutabréfamarkaðinn. Ríkið veitir svo kjölfestu. Ríkið á margar seljanlegar eignir. Má þar nefna hluti í bönkunum, Landsvirkjun og Isavia. Einhverjar þessara eigna mætti vafalaust selja að fullu. Aðrar eignir, eins og t.d. Landsvirkjun, mætti selja að hluta eftir norsku leiðinni. Þannig mætti kannski sætta sjónarmið og finna hinn gullna meðalveg. Greiða skuldir ríkissjóðs niður að allt að því fullu, og nota þann vaxtakostnað sem sparast til að styrkja grunnstoðirnar. Það telst varla mikil hægrimennska að vilja styrkja velferðarkerfið. Eða hvað?Uppfært kl. 16:42: Í upphaflegri útgáfu pistilsins sagði að vaxtagreiðslur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum síðasta árs hefðu numið tæpum 200 milljörðum króna. Það er ekki rétt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Um áramót stóðu hreinar skuldir ríkissjóðs í rúmum 750 milljörðum króna samkvæmt tölum frá fjármálaráðuneytinu. Heildarskuldastaðan var hins vegar um 1.100 milljarðar króna. Á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs námu vaxtagreiðslur ríkissjóðs tæpum 70 milljörðum. Ísland er lítið skuldsett land í sjálfu sér en hreinar skuldir ríkissjóðs nema rétt ríflega 30% af vergri landsframleiðslu sem telst hóflegt í alþjóðlegu samhengi. Engu að síður er áhugavert að velta því fyrir sér hvernig hagræða mætti í ríkisrekstrinum og mæta þannig æ háværari og sanngjörnum kröfum um aukin framlög til heilbrigðismála og annarra innviða sem þurfa að þola aukinn átroðning með sívaxandi ferðamannastraumi. Í því samhengi er athyglisvert að þær sömu raddir og krefjast aukinna framlaga til heilbrigðismála og annarrar grunnþjónustu mega alls ekki heyra minnst á sölu ríkiseigna og beita gjarnan fyrir sig skammaryrðinu „einkavæðing“. Það er aftur á móti ekki hið sama að aðhyllast hreina einkavæðingu annars vegar eða skynsamlega aðkomu einkaaðila að ríkisrekstri hins vegar. Þannig hefur norski olíurisinn Statoil verið skráður á markað að hluta um áratugaskeið. Félagið er 70% í eigu norska ríkisins og afgangurinn í eigu fjárfesta á markaði. Ekki hefur annað heyrst en að þessi blanda hafi reynst vel. Einkafjárfestarnir veita aðhald og koma með sérþekkingu að borðinu, auk þess sem almenningur á greiðan aðgang að félaginu sem fjárfestingarkosti gegnum hlutabréfamarkaðinn. Ríkið veitir svo kjölfestu. Ríkið á margar seljanlegar eignir. Má þar nefna hluti í bönkunum, Landsvirkjun og Isavia. Einhverjar þessara eigna mætti vafalaust selja að fullu. Aðrar eignir, eins og t.d. Landsvirkjun, mætti selja að hluta eftir norsku leiðinni. Þannig mætti kannski sætta sjónarmið og finna hinn gullna meðalveg. Greiða skuldir ríkissjóðs niður að allt að því fullu, og nota þann vaxtakostnað sem sparast til að styrkja grunnstoðirnar. Það telst varla mikil hægrimennska að vilja styrkja velferðarkerfið. Eða hvað?Uppfært kl. 16:42: Í upphaflegri útgáfu pistilsins sagði að vaxtagreiðslur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum síðasta árs hefðu numið tæpum 200 milljörðum króna. Það er ekki rétt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira