Gátu loks ferðast til Bandaríkjanna þegar tilskipun Trumps var felld úr gildi: „Áttaði mig á því að mig væri ekki að dreyma“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. febrúar 2017 23:30 Fuad Zharef og Nael Zanor eru meðal þeirra þúsunda einstaklinga sem tilskipun Trump hafði áhrif á. Vísir/EPA Þúsundir einstaklinga gátu ekki ferðast til Bandaríkjanna í rúmlega viku, á meðan tilskipun Donalds Trumps um bann við komu fólks frá sjö ríkjum til Bandaríkjanna var í gildi.Fuad Sharef er einn þeirra, en hann vann sem verktaki fyrir bandaríska herinn í Írak og vildi flytja til Bandaríkjanna í von um betra líf fyrir sig, konu sína og þrjú börn þeirra. Þau fengu að fara um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna, einungis klukkustundum eftir að alríkisdómari, úrskurðaði að tilskipun Trumps stæðist ekki lög. Sharef hafði eytt tveimur árum í að útvega sér og fjölskyldu sinni vegabréfsáritanir til þess að eiga möguleika á að flytja til Bandaríkjanna. Vikan sem leið var því afar spennuþrungin fyrir Sharef, sem segist þó hafa lært mikilvæga lexíu vegna þessa. „Líf mitt breyttist á dramatískan hátt. En ég lærði þó þá lexíu, að ef þú átt rétt á einhverju, áttu aldrei að gefast upp,“ sagði Sharef, rétt áður en fjölskyldan hans hélt til Bandaríkjanna.Gat ekki hitt nýfæddan son sinnNael Zaino, sýrlenskur flóttamaður, er annar einstaklingur sem tilskipun Trump náði til. Hann vinnur fyrir alþjóðleg hjálparsamtök fyrir flóttamenn og var staddur í Tyrklandi þegar Trump skrifaði undir tilskipunina. Hann býr þó í Bandaríkjunum, þar sem hann á konu og nýfæddan dreng í Los Angeles. Hann nýtti sér úrskurð dómarans til þess að fljúga til Bandaríkjanna. Hann lýsir stundinni þar sem öryggisvörður á flugvellinum í Bandaríkjunum stimplaði vegabréfið hans og gaf honum þar með leyfi til að fara inn í landið, sem ótrúlegri. „Hann sagði við mig: „Haltu áfram, nú skaltu hefja líf þitt og njóta tímans með syni þínum,“ segir Zaino, sem segist ekki hafa trúað þessu fyrr en hann gekk út af flugvellinum. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á því að mig væri ekki að dreyma.“ Flóttamenn Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Þúsundir einstaklinga gátu ekki ferðast til Bandaríkjanna í rúmlega viku, á meðan tilskipun Donalds Trumps um bann við komu fólks frá sjö ríkjum til Bandaríkjanna var í gildi.Fuad Sharef er einn þeirra, en hann vann sem verktaki fyrir bandaríska herinn í Írak og vildi flytja til Bandaríkjanna í von um betra líf fyrir sig, konu sína og þrjú börn þeirra. Þau fengu að fara um borð í flugvél á leið til Bandaríkjanna, einungis klukkustundum eftir að alríkisdómari, úrskurðaði að tilskipun Trumps stæðist ekki lög. Sharef hafði eytt tveimur árum í að útvega sér og fjölskyldu sinni vegabréfsáritanir til þess að eiga möguleika á að flytja til Bandaríkjanna. Vikan sem leið var því afar spennuþrungin fyrir Sharef, sem segist þó hafa lært mikilvæga lexíu vegna þessa. „Líf mitt breyttist á dramatískan hátt. En ég lærði þó þá lexíu, að ef þú átt rétt á einhverju, áttu aldrei að gefast upp,“ sagði Sharef, rétt áður en fjölskyldan hans hélt til Bandaríkjanna.Gat ekki hitt nýfæddan son sinnNael Zaino, sýrlenskur flóttamaður, er annar einstaklingur sem tilskipun Trump náði til. Hann vinnur fyrir alþjóðleg hjálparsamtök fyrir flóttamenn og var staddur í Tyrklandi þegar Trump skrifaði undir tilskipunina. Hann býr þó í Bandaríkjunum, þar sem hann á konu og nýfæddan dreng í Los Angeles. Hann nýtti sér úrskurð dómarans til þess að fljúga til Bandaríkjanna. Hann lýsir stundinni þar sem öryggisvörður á flugvellinum í Bandaríkjunum stimplaði vegabréfið hans og gaf honum þar með leyfi til að fara inn í landið, sem ótrúlegri. „Hann sagði við mig: „Haltu áfram, nú skaltu hefja líf þitt og njóta tímans með syni þínum,“ segir Zaino, sem segist ekki hafa trúað þessu fyrr en hann gekk út af flugvellinum. „Á þeirri stundu áttaði ég mig á því að mig væri ekki að dreyma.“
Flóttamenn Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira