Ekki bara frábær fimleikakona heldur blómstrar líka í söngtímum í skólanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. febrúar 2017 07:30 Eyþóra Elísabet Þórsdóttir í Laugardalshöllinni um helgina. Vísir/Hanna Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir vissulega fyrir Holland en hún var samt komin heim í Laugardalshöllinni um helgina þegar hún tryggði sér sigur í fimleikakeppni Reykjavíkurleikanna fyrir framan ömmu og fjölskyldu sína í stúkunni og fjölda ungra aðdáenda með „Áfram Eyþóra“ í fremstu röð. „Það var mjög gaman að keppa á Íslandi og yndislegt að sjá að það eru svo margir sem höfðu áhuga á þessu og studdu við bakið á mér. Það voru sem dæmi fullt af litlum stelpum sem voru með plakat sem á stóð Eyþóra. Það var mjög skemmtilegt að sjá það að allir standa með mér,“ sagði Eyþóra Þórsdóttir kát með daginn. Eyþóra var að keppa í fyrsta sinn á Íslandi og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir útkomunni. Hún vann glæsilegan sigur en hennar helstu keppninautar voru hin rússneska Daria Spiridonova og hin bandaríska Sydney Johnson-Scharpf.Vísir/HannaAuðvitað var pínu pressa „Þetta í fyrsta sinn sem fjölskylda mín gat séð mig með eigin augum sem og allir á Íslandi. Auðvitað var pínu pressa en það er bara að breyta henni í eitthvað jákvætt og halda áfram. Það gekk vel og það var mjög gaman að geta sýnt fólkinu mínu hvað ég get gert. Spiridonova og Johnson-Scharpf voru báðar fyrir ofan hana eftir stökkið og æfingar á tvíslá en Eyþóra átti tvær bestu greinar sýnar eftir og æfingar á jafnvægisslánni og á gólfi skiluðu henni yfirburðasigri. Eyþóra endaði með 56.350 stig eða 1.750 stigum meira en Daria Spiridonova sem var önnur.Var að prófa nýja hluti „Ég var sátt með frammistöðuna. Við fórum í þessa keppni með það í huga að prófa nýja hluti því það er búið að uppfæra leikreglurnar í fimleikum. Það þarf því að breyta æfingunum út frá því. Við gerðum ekki mikið af breytingum en við prófuðum nokkra nýja hluti. Þetta var því ekki alveg sama prógramm og á Ólympíuleikunum. Það var flott að ég náði 56 punktum í nýja frammistöðumatinu sem hefði kannski gefið mér næstum því 58 punkta í gamla matinu. Það er mjög fínt að sjá að þetta skili sér svona vel hjá mér inn í nýja matið, segir Eyþóra. Það er mikið í gangi hjá henni utan fimleikanna því í haust hóf hún nám við Lucia Marthas Institute for Performing Art. „Ég byrjaði í nýjum skóla, sviðslistaháskóla, þar sem ég er að syngja, dansa og leika allskonar hluti. Það er erfitt að gera það samhliða fimleikunum þó að það sé mjög gaman. Ég hef mikinn áhuga á þessu en ég er alltaf að hreyfa mig. Ég er að dansa, í ballett eða í steppdansi í skólanum og svo fer ég á æfingu. Þjálfarinn minn er að hjálpa mér og reyna að koma þessu öllu saman inn í æfingarnar mínar þannig að ég geti farið í skólann og búið til framtíð við hliðina á fimleikunum,“ segir Eyþóra. En er hún þá líka góð söngkona? „Ég er með rödd en það þarf alltaf að þjálfa hana. Mér finnst mjög gaman að syngja og bestu fögin mín í skólanum eru tengd söngnum,“ segir Eyþóra og þá er mikið sagt enda leyna dans- og balletthæfileikar hennar sér ekkert þegar hún keppir í fimleikunum.Vísir/HannaSetur stefnuna á Tókýó 2020 Hún ætlar sér að samtvinna skólann og fimleikana áfram. „Ég hef sett stefnuna á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Það er langt þangað til en við sjáum bara til hvað gerist. Aðalmálið er að mér finnst gaman í fimleikum og ég held áfram eins lengi og ég get og vil. Ég hef mikla ástríðu fyrir bæði skólanum og fimleikunum. Þetta er hörku vinna og það er ekki alltaf auðvelt að gera þetta bæði í einu,“ segir Eyþóra. Hún fékk mjög flott verðlaun á dögunum þegar hún var kosin bjartasta vonin í hollenskum íþróttum. „Það gerði mér mjög gott. Ég vissi ekki að ég væri að fá þessi verðlaun.Ég var í skólanum og í söngprófinu mínu. Ég var frekar stressuð yfir því en var nýbúin að klára síðustu nótuna mína og þá kom bara einhver inn í stofuna. Ég vissi ekki hver það var og fékk svolítið sjokk af því að ég vissi ekkert hvað hann ætlaði að gera. Þetta er frægur tónlistarmaður í Hollandi og mjög gaman að þeir ákváðu að afhenda verðlaunin svona, segir Eyþóra. En munum við sjá hana oftar á fimleikagólfi á Íslandi. „Ég væri alveg til í að keppa oftar á Íslandi og það er mjög gaman að vera hérna. Það er alltaf spurningin um hvernig þetta passar í dagskrána í kringum önnur mót. Núna passaði þetta vel í undirbúninginn minn fyrir Evrópumótið. Við sjáum bara til í framtíðinni ef Ísland býður mér aftur að koma,“ segir Eyþóra. Hún fékk líka nokkra aukadaga á landinu.Bætti nokkrum dögum við „Ég kom á fimmtudaginn og fer á þriðjudagsmorgun. Ég verð því ekki lengi á Íslandi en ég nota tímann vel. Ég ætla að hitta ömmu, fjölskylduna og vinafólkið mitt. Þjálfarinn minn fer strax en ég vildi bæta nokkrum dögum við því maður er ekki svo oft á Íslandi. Síðast kom ég til Íslands um jólin fyrir ári síðan og það er gott að fá tækifæri til að heimsækja allt fólkið sem manni þykir vænt um,“ sagði Eyþóra.Eyþóra á ferðinni í Laugardalshöllinni um helgina.Vísir/Hanna Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Eyþóra Elísabet Þórsdóttir keppir vissulega fyrir Holland en hún var samt komin heim í Laugardalshöllinni um helgina þegar hún tryggði sér sigur í fimleikakeppni Reykjavíkurleikanna fyrir framan ömmu og fjölskyldu sína í stúkunni og fjölda ungra aðdáenda með „Áfram Eyþóra“ í fremstu röð. „Það var mjög gaman að keppa á Íslandi og yndislegt að sjá að það eru svo margir sem höfðu áhuga á þessu og studdu við bakið á mér. Það voru sem dæmi fullt af litlum stelpum sem voru með plakat sem á stóð Eyþóra. Það var mjög skemmtilegt að sjá það að allir standa með mér,“ sagði Eyþóra Þórsdóttir kát með daginn. Eyþóra var að keppa í fyrsta sinn á Íslandi og það er ekki hægt að kvarta mikið yfir útkomunni. Hún vann glæsilegan sigur en hennar helstu keppninautar voru hin rússneska Daria Spiridonova og hin bandaríska Sydney Johnson-Scharpf.Vísir/HannaAuðvitað var pínu pressa „Þetta í fyrsta sinn sem fjölskylda mín gat séð mig með eigin augum sem og allir á Íslandi. Auðvitað var pínu pressa en það er bara að breyta henni í eitthvað jákvætt og halda áfram. Það gekk vel og það var mjög gaman að geta sýnt fólkinu mínu hvað ég get gert. Spiridonova og Johnson-Scharpf voru báðar fyrir ofan hana eftir stökkið og æfingar á tvíslá en Eyþóra átti tvær bestu greinar sýnar eftir og æfingar á jafnvægisslánni og á gólfi skiluðu henni yfirburðasigri. Eyþóra endaði með 56.350 stig eða 1.750 stigum meira en Daria Spiridonova sem var önnur.Var að prófa nýja hluti „Ég var sátt með frammistöðuna. Við fórum í þessa keppni með það í huga að prófa nýja hluti því það er búið að uppfæra leikreglurnar í fimleikum. Það þarf því að breyta æfingunum út frá því. Við gerðum ekki mikið af breytingum en við prófuðum nokkra nýja hluti. Þetta var því ekki alveg sama prógramm og á Ólympíuleikunum. Það var flott að ég náði 56 punktum í nýja frammistöðumatinu sem hefði kannski gefið mér næstum því 58 punkta í gamla matinu. Það er mjög fínt að sjá að þetta skili sér svona vel hjá mér inn í nýja matið, segir Eyþóra. Það er mikið í gangi hjá henni utan fimleikanna því í haust hóf hún nám við Lucia Marthas Institute for Performing Art. „Ég byrjaði í nýjum skóla, sviðslistaháskóla, þar sem ég er að syngja, dansa og leika allskonar hluti. Það er erfitt að gera það samhliða fimleikunum þó að það sé mjög gaman. Ég hef mikinn áhuga á þessu en ég er alltaf að hreyfa mig. Ég er að dansa, í ballett eða í steppdansi í skólanum og svo fer ég á æfingu. Þjálfarinn minn er að hjálpa mér og reyna að koma þessu öllu saman inn í æfingarnar mínar þannig að ég geti farið í skólann og búið til framtíð við hliðina á fimleikunum,“ segir Eyþóra. En er hún þá líka góð söngkona? „Ég er með rödd en það þarf alltaf að þjálfa hana. Mér finnst mjög gaman að syngja og bestu fögin mín í skólanum eru tengd söngnum,“ segir Eyþóra og þá er mikið sagt enda leyna dans- og balletthæfileikar hennar sér ekkert þegar hún keppir í fimleikunum.Vísir/HannaSetur stefnuna á Tókýó 2020 Hún ætlar sér að samtvinna skólann og fimleikana áfram. „Ég hef sett stefnuna á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Það er langt þangað til en við sjáum bara til hvað gerist. Aðalmálið er að mér finnst gaman í fimleikum og ég held áfram eins lengi og ég get og vil. Ég hef mikla ástríðu fyrir bæði skólanum og fimleikunum. Þetta er hörku vinna og það er ekki alltaf auðvelt að gera þetta bæði í einu,“ segir Eyþóra. Hún fékk mjög flott verðlaun á dögunum þegar hún var kosin bjartasta vonin í hollenskum íþróttum. „Það gerði mér mjög gott. Ég vissi ekki að ég væri að fá þessi verðlaun.Ég var í skólanum og í söngprófinu mínu. Ég var frekar stressuð yfir því en var nýbúin að klára síðustu nótuna mína og þá kom bara einhver inn í stofuna. Ég vissi ekki hver það var og fékk svolítið sjokk af því að ég vissi ekkert hvað hann ætlaði að gera. Þetta er frægur tónlistarmaður í Hollandi og mjög gaman að þeir ákváðu að afhenda verðlaunin svona, segir Eyþóra. En munum við sjá hana oftar á fimleikagólfi á Íslandi. „Ég væri alveg til í að keppa oftar á Íslandi og það er mjög gaman að vera hérna. Það er alltaf spurningin um hvernig þetta passar í dagskrána í kringum önnur mót. Núna passaði þetta vel í undirbúninginn minn fyrir Evrópumótið. Við sjáum bara til í framtíðinni ef Ísland býður mér aftur að koma,“ segir Eyþóra. Hún fékk líka nokkra aukadaga á landinu.Bætti nokkrum dögum við „Ég kom á fimmtudaginn og fer á þriðjudagsmorgun. Ég verð því ekki lengi á Íslandi en ég nota tímann vel. Ég ætla að hitta ömmu, fjölskylduna og vinafólkið mitt. Þjálfarinn minn fer strax en ég vildi bæta nokkrum dögum við því maður er ekki svo oft á Íslandi. Síðast kom ég til Íslands um jólin fyrir ári síðan og það er gott að fá tækifæri til að heimsækja allt fólkið sem manni þykir vænt um,“ sagði Eyþóra.Eyþóra á ferðinni í Laugardalshöllinni um helgina.Vísir/Hanna
Fimleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira