Kóreski uppvakningurinn með frábæra endurkomu Pétur Marinó Jónsson skrifar 5. febrúar 2017 06:59 Vísir/Getty Chan Sung Jung átti frábæra endurkomu í nótt þegar hann snéri aftur eftir langa fjarveru. Jung kláraði Dennis Bermudez með rothöggi strax í 1. lotu. Chan Sung Jung, betur þekktur sem „The Korean Zombie“, hafði ekki barist í þrjú og hálft ár þar til hann snéri aftur í búrið í nótt. Jung var frá vegna meiðsla og þurfti að sinna tveggja ára herskyldu í heimalandi sínu, Suður-Kóreu. Jung virtist ekkert vera ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru og rotaði Bermudez eftir vel tímasett upphögg um miðbik 1. lotu. Þar með er Jung aftur kominn meðal þeirra tíu bestu í fjaðurvigtinni og eru margir spennandi valkostir fyrir þennan skemmtilega bardagamann. Ein af vonarstjörnum Mexíkó í MMA, Alexa Grasso, þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap á ferlinum þegar hún tapaði fyrir Felice Herrig. Sú bandaríska átti afar góða frammistöðu en þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá hinni ungu Grasso.Marcel Fortuna átti eina af frammistöðum kvöldsins þegar hann rotaði Anthony Hamilton í 1. lotu. Þetta var frumraun Fortuna í UFC en hann tók bardagann með skömmum fyrirvara. Fortuna var aðeins 95 kg í vigtuninni í gær á meðan Hamilton var 117 kg. Fortuna berst venjulega í léttþungavigt en stökk á tækifærið þegar UFC bauð honum að berjast við Hamilton í þungavigt. Fortuna laug að UFC og sagðist vera talsvert þyngri eða u.þ.b. 104 kg þegar hann samþykkti bardagann. Fortuna er sennilega einn sá léttasti sem barist hefur í þungavigt UFC en hann mun nú berjast í sínum rétta þyngdarflokki héðan af í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Chan Sung Jung átti frábæra endurkomu í nótt þegar hann snéri aftur eftir langa fjarveru. Jung kláraði Dennis Bermudez með rothöggi strax í 1. lotu. Chan Sung Jung, betur þekktur sem „The Korean Zombie“, hafði ekki barist í þrjú og hálft ár þar til hann snéri aftur í búrið í nótt. Jung var frá vegna meiðsla og þurfti að sinna tveggja ára herskyldu í heimalandi sínu, Suður-Kóreu. Jung virtist ekkert vera ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru og rotaði Bermudez eftir vel tímasett upphögg um miðbik 1. lotu. Þar með er Jung aftur kominn meðal þeirra tíu bestu í fjaðurvigtinni og eru margir spennandi valkostir fyrir þennan skemmtilega bardagamann. Ein af vonarstjörnum Mexíkó í MMA, Alexa Grasso, þurfti að sætta sig við sitt fyrsta tap á ferlinum þegar hún tapaði fyrir Felice Herrig. Sú bandaríska átti afar góða frammistöðu en þessi bardagi fer beint í reynslubankann hjá hinni ungu Grasso.Marcel Fortuna átti eina af frammistöðum kvöldsins þegar hann rotaði Anthony Hamilton í 1. lotu. Þetta var frumraun Fortuna í UFC en hann tók bardagann með skömmum fyrirvara. Fortuna var aðeins 95 kg í vigtuninni í gær á meðan Hamilton var 117 kg. Fortuna berst venjulega í léttþungavigt en stökk á tækifærið þegar UFC bauð honum að berjast við Hamilton í þungavigt. Fortuna laug að UFC og sagðist vera talsvert þyngri eða u.þ.b. 104 kg þegar hann samþykkti bardagann. Fortuna er sennilega einn sá léttasti sem barist hefur í þungavigt UFC en hann mun nú berjast í sínum rétta þyngdarflokki héðan af í UFC. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sjá meira
Endurkoma kóreska uppvakningsins Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé. 4. febrúar 2017 22:45