Besti vallarstjóri Íslands í dag: Mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2017 19:01 Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi völdu Sigmund Pétur Ástþórsson, vallarstjóra í Kaplakrika, vallarstjóra ársins. Guðjón Guðmundsson skellti sér í Krikann, ræddi við besta vallarstjóra Íslands í dag og var með skemmtilegt innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Völlurinn í Kaplakrika hefur skartað sínu fegursta síðustu ár og verið í toppstandi sem útheimtir mikla vinnu og natni. „Báðir meistaraflokkarnir æfa hérna allar sína æfingar yfir sumartímann auk leikjaálags. Ég myndi halda að þetta væri tvöfalt álag miðað við marga aðalvelli á landinu. Þetta krefst því mikillar vinnu og álagsstýringar,“ sagði Sigmundur Pétur Ástþórsson. „Ég hef verið það heppinn að völlurinn er tiltölulega nýr miðað við marga velli á landinu. Hann er samt að vera fjórtán til fimmtán ára gamall í ár. Ef ég myndi bera það saman við gervigras þá væri það ansi gamalt,“ sagði Sigmundur Pétur. Það er ekki sjálfgefið í íslensku veðurfari að halda úti grasvelli í hæsta gæðaflokki. Á undangengnum árum hafa margir vellir sem leikið er á í Pepsi-deild karla verið til vandræða. „Það eru mjög margir vellir sem eru orðnir of gamlir. Við erum að tala um velli sem eru með 30 ára undirlag. Með betri kunnáttu og tækni er hægt að gera mun betri velli en við sjáum á mörgum stöðum í Pepsi-deildinni til dæmis. Með því má auka álag og lengja tímabil,“ sagði Sigmundur Pétur. Mikil gervigrasvæðing hefur átt sér stað hér á Íslandi síðustu ár og því haldið fram að þar sé viðhald ódýrara og gervigrasið því ódýrara í rekstri fyrir félögin. „Kostnaðurinn við viðhaldið og tíminn er nánast nákvæmlega það sama. Oft finnst mér umræðan vera röng því það er verið að bera saman gamla grasvelli við glænýja gervigrasvelli. Gervigrasvellirnir nota nýjustu tækni og eru oftast mun dýrari en grasvellirnir. Ef umræðan fær að vera jafnréttisgrundvelli þá gerir það bara gott. Það er pláss fyrir gervigras,“ sagði Sigmundur. „Á Norðurlandi væri þetta eðlileg þróun miðað við veðurfar en hérna á suðurlandinu finnst mér að það mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert“ sagði Sigmundur. Það má sjá allt innslagið frá Guðjóni Guðmundssyni um vallarstjóra ársins í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Samtök Íþrótta- og Golfvallastarfsmanna á Íslandi völdu Sigmund Pétur Ástþórsson, vallarstjóra í Kaplakrika, vallarstjóra ársins. Guðjón Guðmundsson skellti sér í Krikann, ræddi við besta vallarstjóra Íslands í dag og var með skemmtilegt innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Völlurinn í Kaplakrika hefur skartað sínu fegursta síðustu ár og verið í toppstandi sem útheimtir mikla vinnu og natni. „Báðir meistaraflokkarnir æfa hérna allar sína æfingar yfir sumartímann auk leikjaálags. Ég myndi halda að þetta væri tvöfalt álag miðað við marga aðalvelli á landinu. Þetta krefst því mikillar vinnu og álagsstýringar,“ sagði Sigmundur Pétur Ástþórsson. „Ég hef verið það heppinn að völlurinn er tiltölulega nýr miðað við marga velli á landinu. Hann er samt að vera fjórtán til fimmtán ára gamall í ár. Ef ég myndi bera það saman við gervigras þá væri það ansi gamalt,“ sagði Sigmundur Pétur. Það er ekki sjálfgefið í íslensku veðurfari að halda úti grasvelli í hæsta gæðaflokki. Á undangengnum árum hafa margir vellir sem leikið er á í Pepsi-deild karla verið til vandræða. „Það eru mjög margir vellir sem eru orðnir of gamlir. Við erum að tala um velli sem eru með 30 ára undirlag. Með betri kunnáttu og tækni er hægt að gera mun betri velli en við sjáum á mörgum stöðum í Pepsi-deildinni til dæmis. Með því má auka álag og lengja tímabil,“ sagði Sigmundur Pétur. Mikil gervigrasvæðing hefur átt sér stað hér á Íslandi síðustu ár og því haldið fram að þar sé viðhald ódýrara og gervigrasið því ódýrara í rekstri fyrir félögin. „Kostnaðurinn við viðhaldið og tíminn er nánast nákvæmlega það sama. Oft finnst mér umræðan vera röng því það er verið að bera saman gamla grasvelli við glænýja gervigrasvelli. Gervigrasvellirnir nota nýjustu tækni og eru oftast mun dýrari en grasvellirnir. Ef umræðan fær að vera jafnréttisgrundvelli þá gerir það bara gott. Það er pláss fyrir gervigras,“ sagði Sigmundur. „Á Norðurlandi væri þetta eðlileg þróun miðað við veðurfar en hérna á suðurlandinu finnst mér að það mætti gera mun betur með grasvellina en hefur verið gert“ sagði Sigmundur. Það má sjá allt innslagið frá Guðjóni Guðmundssyni um vallarstjóra ársins í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti