"Ég næ ekki til þín“ Óttar Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Fræg er sagan í Íslenskri fyndni af bónda nokkrum sem stóð í brakandi þerri í heyflekknum. Skyndilega tók að hellirigna. Hann reiddist ógurlega, skók hrífuna til himins og öskraði: „Þú nýtur þess Guð, að ég næ ekki til þín.“ Í marsmánuði í fyrra var ég staddur í Bandaríkjunum. Forval flokkanna vegna forsetakosninga var í fullum gangi og Donald Trump fór hamförum gegn andstæðingum sínum. Frambjóðandinn viðraði ófeiminn öfgakenndar og róttækar skoðanir sínar á bandarískum og alþjóðlegum stjórnmálum. Heimsmyndin var einföld og svart-hvít eins og í Hollywood-mynd. Mestu skipti að ráða niðurlögum múslíma, Mexikóa og allra annarra sem sátu á svikráðum við amerískan almenning. Hann lék meistaralega á strengi þjóðerniskenndar og lagði áherslu á meðfædda yfirburði og sérstöðu Bandaríkjamanna. Trump vann ágætan sigur og hóf umsvifalaust að hrinda í framkvæmd helstu kosningaloforðum sínum. Hann lokaði landamærum, lofaði að byggja múr, hótaði að beita pyntingum og sendi evrópskum stjórnmálamönnum tóninn. Fjölmargir út um víða veröld hafa mótmælt áætlunum forsetans. Ekki er þó að sjá að það hafi nokkur áhrif á hinn yfirlýsingaglaða Trump. Væntanlega verður þó breyting á þegar honum berast fregnir af viðbrögðum Alþingis Íslendinga. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum steytti hnefann í ræðustól og jós svívirðingum yfir þjóðhöfðingjann. Hann var kallaður fasisti, kvenhatari, rasisti og sitthvað fleira. Þingmennirnir minntu á bóndann í sögunni hér að ofan. „Þú nýtur þess Trump að við náum ekki til þín.“ Hann mun væntanlega sjá villu síns vegar, breyta um stefnu og taka fagnandi á móti sýrlenskum flóttamönnum. Enginn heilvita stjórnmálamaður vill liggja undir því að vera kallaður fasisti á Pírataspjallinu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Óttar Guðmundsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun
Fræg er sagan í Íslenskri fyndni af bónda nokkrum sem stóð í brakandi þerri í heyflekknum. Skyndilega tók að hellirigna. Hann reiddist ógurlega, skók hrífuna til himins og öskraði: „Þú nýtur þess Guð, að ég næ ekki til þín.“ Í marsmánuði í fyrra var ég staddur í Bandaríkjunum. Forval flokkanna vegna forsetakosninga var í fullum gangi og Donald Trump fór hamförum gegn andstæðingum sínum. Frambjóðandinn viðraði ófeiminn öfgakenndar og róttækar skoðanir sínar á bandarískum og alþjóðlegum stjórnmálum. Heimsmyndin var einföld og svart-hvít eins og í Hollywood-mynd. Mestu skipti að ráða niðurlögum múslíma, Mexikóa og allra annarra sem sátu á svikráðum við amerískan almenning. Hann lék meistaralega á strengi þjóðerniskenndar og lagði áherslu á meðfædda yfirburði og sérstöðu Bandaríkjamanna. Trump vann ágætan sigur og hóf umsvifalaust að hrinda í framkvæmd helstu kosningaloforðum sínum. Hann lokaði landamærum, lofaði að byggja múr, hótaði að beita pyntingum og sendi evrópskum stjórnmálamönnum tóninn. Fjölmargir út um víða veröld hafa mótmælt áætlunum forsetans. Ekki er þó að sjá að það hafi nokkur áhrif á hinn yfirlýsingaglaða Trump. Væntanlega verður þó breyting á þegar honum berast fregnir af viðbrögðum Alþingis Íslendinga. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum steytti hnefann í ræðustól og jós svívirðingum yfir þjóðhöfðingjann. Hann var kallaður fasisti, kvenhatari, rasisti og sitthvað fleira. Þingmennirnir minntu á bóndann í sögunni hér að ofan. „Þú nýtur þess Trump að við náum ekki til þín.“ Hann mun væntanlega sjá villu síns vegar, breyta um stefnu og taka fagnandi á móti sýrlenskum flóttamönnum. Enginn heilvita stjórnmálamaður vill liggja undir því að vera kallaður fasisti á Pírataspjallinu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun