Róbert Sigurðsson var öflugur í vörn Akureyrarliðsins allan leikinn en í þeim fyrri fór hann líka á kostum í sóknarleiknum.
Róbert Sigurðsson skoraði þá fjögur mörk þar af eitt þeirra beint úr aukakasti þegar leiktíminn var runninn út.
Markið hjá Róberti minnti á frægt mark Guðjóns Vals Sigurðssonar í úrslitakeppninni árið 2001. Guðjón Valur skoraði það einmitt beint úr aukaspyrnu úr horninu í KA-heimilinu en reyndar hinum megin á vellinum.
Strákurinn fagnaði markinu vel þótt í fyrstu virtist það koma honum svolítið á óvart að boltinn hafi farið í markið.
Hér fyrir neðan má sjá myndband með þessu flotta marki hjá stráknum.
Ágúst Stefánsson, KA-maður í Reykjavík, sem stundar nám á tæknideild í Kvikmyndaskóla Íslands, setti markið inn á Twitter-síðu sína, stoltur af sínum manni.
Þvílíkur sigur hjá Akureyri í kvöld! Lokamark fyrri hálfleiks eitt af mörkum ársins ekki spurning! #handbolti #olisdeildin pic.twitter.com/ZLMbIFGFrn
— Ágúst Stefánsson (@aguststefans) February 2, 2017