Er líf eftir Janus Daða? | Olís-deild karla hefst aftur í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2017 15:00 Janus Daði hefur kvatt Hauka og er genginn í raðir Aalborg í Danmörku. vísir/anton Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefst á ný í kvöld eftir 47 daga frí vegna HM í Frakklandi. Sautjánda umferð deildarinnar fer fram í heild sinni í kvöld. Haukar mæta botnliði Stjörnunnar á heimavelli. Þetta er fyrsti leikur Hauka eftir brotthvarf Janusar Daða Smárasonar sem hefur verið besti leikmaður deildarinnar undanfarin tímabil. Í staðinn fengu Haukar króatíska risann Ivan Ivokovic. Um er að ræða tvítuga örvhenta skyttu sem telur 207 sentímetrar og vegur 115 kíló. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, hitti Ivokovic á dögunum og afraksturinn má sjá með því að smella hér. Stjarnan byrjaði tímabilið vel og var komið með átta stig eftir sjö umferðir. En svo hallaði undan fæti hjá Garðbæingum sem hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum.Árni Bragi Eyjólfsson er langmarkahæsti leikmaður Aftureldingar í vetur með 103 mörk.vísir/hannaÍ Mosfellsbænum tekur topplið Aftureldingar á móti ÍBV. Mosfellingar sýndu mikinn stöðugleika fyrir áramót og náðu í 24 stig þrátt fyrir mikil meiðslavandræði. Eyjamönnum, sem var spáð 2. sæti í spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara Olís-deildarinnar fyrir tímabilið, ollu vonbrigðum fyrir áramót. ÍBV situr í 6. sætinu með 16 stig, og er nær botninum en toppnum. FH sækir Fram heim í Safamýrina. FH-ingar sýndu góða takta fyrir áramót og sitja í 3. sæti deildarinnar. Þá unnu þeir deildarbikarinn milli jóla og nýárs. Fram, sem missti nánast heilt lið í sumar, hefur komið nokkuð óvart og er búið að safna 13 stigum og situr í 7. sæti deildarinnar. Fram vann tvo síðustu leiki sína fyrir HM-fríið.Sverre Jakobsson og lærisveinar hans fá Valsmenn í heimsókn.vísir/hannaValsmenn fara norður yfir heiðar og mæta Akureyri í KA-heimilinu. Akureyringar byrjuðu liða verst og töpuðu sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Árangurinn í næstu sex leikjum var hins vegar mjög góður; þrír sigrar og þrjú jafntefli. Töp í síðustu tveimur leikjunum fyrir áramót þýddi hins vegar að Akureyringar fóru inn í HM-fríið í fallsæti. Valsmenn hafa verið upp og ofan og eru í 4. sætinu með 18 stig, jafnmörg og FH sem er í sætinu fyrir ofan. Á Selfossi mæta heimamenn Gróttu. Hið unga lið Selfoss hefur unnið átta leiki og tapað átta. Varnarleikurinn hefur verið aðalhöfuðverkur Selfyssinga en aðeins Fram hefur fengið á sig fleiri mörk. Hins vegar eru Haukar eina liðið í deildinni sem hefur skorað meira en Selfoss. Grótta vann fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu en síðan hafa Seltirningar aðeins unnið tvo af 13 leikjum.Leikir kvöldsins: 18:00 Akureyri - Valur 19:30 Afturelding - ÍBV 19:30 Haukar - Stjarnan 19:30 Fram - FH 19:30 Selfoss - Grótta Olís-deild karla Tengdar fréttir Matthías Daðason kominn heim í Fram Safamýrarfélagið styrkir sig fyrir seinni hluta Olís-deildar karla. 1. febrúar 2017 10:49 Morkunas fer frá Haukum og til Cocks í Finnlandi Giedrius Morkunas mun yfirgefa Hauka í vor en þessi snjalli markvörður hefur spilað með Hafnarfjarðarliðinu frá árinu 2012. 31. janúar 2017 20:34 Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Einar Andri framlengir um þrjú ár Einar Andri Einarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Aftureldingu. 2. febrúar 2017 10:57 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefst á ný í kvöld eftir 47 daga frí vegna HM í Frakklandi. Sautjánda umferð deildarinnar fer fram í heild sinni í kvöld. Haukar mæta botnliði Stjörnunnar á heimavelli. Þetta er fyrsti leikur Hauka eftir brotthvarf Janusar Daða Smárasonar sem hefur verið besti leikmaður deildarinnar undanfarin tímabil. Í staðinn fengu Haukar króatíska risann Ivan Ivokovic. Um er að ræða tvítuga örvhenta skyttu sem telur 207 sentímetrar og vegur 115 kíló. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, hitti Ivokovic á dögunum og afraksturinn má sjá með því að smella hér. Stjarnan byrjaði tímabilið vel og var komið með átta stig eftir sjö umferðir. En svo hallaði undan fæti hjá Garðbæingum sem hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum.Árni Bragi Eyjólfsson er langmarkahæsti leikmaður Aftureldingar í vetur með 103 mörk.vísir/hannaÍ Mosfellsbænum tekur topplið Aftureldingar á móti ÍBV. Mosfellingar sýndu mikinn stöðugleika fyrir áramót og náðu í 24 stig þrátt fyrir mikil meiðslavandræði. Eyjamönnum, sem var spáð 2. sæti í spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara Olís-deildarinnar fyrir tímabilið, ollu vonbrigðum fyrir áramót. ÍBV situr í 6. sætinu með 16 stig, og er nær botninum en toppnum. FH sækir Fram heim í Safamýrina. FH-ingar sýndu góða takta fyrir áramót og sitja í 3. sæti deildarinnar. Þá unnu þeir deildarbikarinn milli jóla og nýárs. Fram, sem missti nánast heilt lið í sumar, hefur komið nokkuð óvart og er búið að safna 13 stigum og situr í 7. sæti deildarinnar. Fram vann tvo síðustu leiki sína fyrir HM-fríið.Sverre Jakobsson og lærisveinar hans fá Valsmenn í heimsókn.vísir/hannaValsmenn fara norður yfir heiðar og mæta Akureyri í KA-heimilinu. Akureyringar byrjuðu liða verst og töpuðu sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Árangurinn í næstu sex leikjum var hins vegar mjög góður; þrír sigrar og þrjú jafntefli. Töp í síðustu tveimur leikjunum fyrir áramót þýddi hins vegar að Akureyringar fóru inn í HM-fríið í fallsæti. Valsmenn hafa verið upp og ofan og eru í 4. sætinu með 18 stig, jafnmörg og FH sem er í sætinu fyrir ofan. Á Selfossi mæta heimamenn Gróttu. Hið unga lið Selfoss hefur unnið átta leiki og tapað átta. Varnarleikurinn hefur verið aðalhöfuðverkur Selfyssinga en aðeins Fram hefur fengið á sig fleiri mörk. Hins vegar eru Haukar eina liðið í deildinni sem hefur skorað meira en Selfoss. Grótta vann fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu en síðan hafa Seltirningar aðeins unnið tvo af 13 leikjum.Leikir kvöldsins: 18:00 Akureyri - Valur 19:30 Afturelding - ÍBV 19:30 Haukar - Stjarnan 19:30 Fram - FH 19:30 Selfoss - Grótta
Olís-deild karla Tengdar fréttir Matthías Daðason kominn heim í Fram Safamýrarfélagið styrkir sig fyrir seinni hluta Olís-deildar karla. 1. febrúar 2017 10:49 Morkunas fer frá Haukum og til Cocks í Finnlandi Giedrius Morkunas mun yfirgefa Hauka í vor en þessi snjalli markvörður hefur spilað með Hafnarfjarðarliðinu frá árinu 2012. 31. janúar 2017 20:34 Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Einar Andri framlengir um þrjú ár Einar Andri Einarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Aftureldingu. 2. febrúar 2017 10:57 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Matthías Daðason kominn heim í Fram Safamýrarfélagið styrkir sig fyrir seinni hluta Olís-deildar karla. 1. febrúar 2017 10:49
Morkunas fer frá Haukum og til Cocks í Finnlandi Giedrius Morkunas mun yfirgefa Hauka í vor en þessi snjalli markvörður hefur spilað með Hafnarfjarðarliðinu frá árinu 2012. 31. janúar 2017 20:34
Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15
Einar Andri framlengir um þrjú ár Einar Andri Einarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Aftureldingu. 2. febrúar 2017 10:57
Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48