Íslendingar byrja Meistaramánuðinn með látum Stefán Árni Pálsson skrifar 1. febrúar 2017 16:00 Allt að verða vitlaust á Instagram. Meistaramánuðurinn hefst í dag. Framundan eru 28 dagar þar sem Íslendingar ætla að setja sér markmið og reyna allt til að ná þeim. Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari og fyrirlesari, leiðir Meistaramánuð Íslandsbanka í ár og er óhætt að segja að febrúarmánuður verði ansi líflegur og viðburðaríkur hjá þessum kraftmikla unga manni. Meðal verkefna Pálmars er umsjón með sjónvarpsþáttum um Meistaramánuðinn á Stöð 2, hann mun kynna átakið á ýmsum útvarpsstöðvum og í blaðaviðtölum og halda fjölda fyrirlestra. Einnig mun hann halda utan um samfélagsmiðla átaksins ásamt góðu fólki þar sem hann mun m.a. taka stutt viðtöl við ýmsa aðila sem eru að gera skemmtilega hluti á þessu tímabili. Sjónvarpsþættirnir um Meistaramánuðinn verða sýndir á Stöð 2 og hófust miðvikudaginn 25. janúar. Næsti þáttur verður í kvöld og verður hægt að sjá hann í opinni dagskrá á Stöð 2 og á Vísi á morgun. Meistaramánuðurinn er greinilega hafinn ef marka má Instagram en hér að neðan má sjá ótal margar myndir frá Íslendingum undir kassamerkinu #meistaram Meistaramánuður Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið
Meistaramánuðurinn hefst í dag. Framundan eru 28 dagar þar sem Íslendingar ætla að setja sér markmið og reyna allt til að ná þeim. Pálmar Ragnarsson, körfuboltaþjálfari og fyrirlesari, leiðir Meistaramánuð Íslandsbanka í ár og er óhætt að segja að febrúarmánuður verði ansi líflegur og viðburðaríkur hjá þessum kraftmikla unga manni. Meðal verkefna Pálmars er umsjón með sjónvarpsþáttum um Meistaramánuðinn á Stöð 2, hann mun kynna átakið á ýmsum útvarpsstöðvum og í blaðaviðtölum og halda fjölda fyrirlestra. Einnig mun hann halda utan um samfélagsmiðla átaksins ásamt góðu fólki þar sem hann mun m.a. taka stutt viðtöl við ýmsa aðila sem eru að gera skemmtilega hluti á þessu tímabili. Sjónvarpsþættirnir um Meistaramánuðinn verða sýndir á Stöð 2 og hófust miðvikudaginn 25. janúar. Næsti þáttur verður í kvöld og verður hægt að sjá hann í opinni dagskrá á Stöð 2 og á Vísi á morgun. Meistaramánuðurinn er greinilega hafinn ef marka má Instagram en hér að neðan má sjá ótal margar myndir frá Íslendingum undir kassamerkinu #meistaram
Meistaramánuður Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið