Skora á stjórnvöld að koma að lausn sjómannadeilunnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 12:42 Bæjarstjórarnir lýsa yfir þungum áhyggjum. Vísir/Vilhelm Skaðinn af verkfalli sjómanna er orðinn meiri en ásættanlegt er og því verða deiluaðilar að ná saman og semja fljótt, segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Sturlu Böðvarssyni, bæjarstjóra Stykkishólms og Þorsteini Steinssyni, bæjarstjóra Grundarfjarðar, um verkfall sjómanna. Þeir skora á stjórnvöld að koma að lausn deilunnar. Þeir lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og segja að stjórnvöld verði að koma með lausn mála með öllum tiltækum ráðum svo samningar náist fljótt. Ástand af þessu tagi geti ekki gengið mikið lengur. „Afkoma margra fyrirtækja í sjávarútvegi og þjónustugreinum við hann hefur orðið fyrir verulegum samdrætti og jafnvel erfiðleikum í rekstri sem beint tengist verkfallinu. Ekki síður reynir ástand þetta á almennan launþega sem hefur atvinnu af fiskvinnslu og veiðum. Kostnaður heimilanna stöðvast ekki þó verkfall sé í gangi,“ segir í yfirlýsingunni. Rekstur sjávarþorpa vítt og breytt um landið finni einnig verulega fyrir samdrætti í tekjum vegna minni útsvarstekna en áætlað hafði verið miðað við eðlilegt atvinnuástand. Þá sé líklegt að markaðir sem íslenskur fiskur hefur verið seldur á skaðist verði verkfallið ekki leyst. „Tjón landsins alls er því mikið vegna áframhaldandi verkfalls.“ Að lokum skora bæjarstjórarnir á stjórnvöld að bregðast við. „Ráðherra sjávarútvegsmála og ríkisstjórnin verður að koma að lausn deilunnar takist samningsaðilum ekki að ná lendingu í samningum sín á milli næstu daga. Skorað er á deiluaðila og stjórnvöld að vinna hratt að samkomulagi í yfirstandandi kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.“ Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Skaðinn af verkfalli sjómanna er orðinn meiri en ásættanlegt er og því verða deiluaðilar að ná saman og semja fljótt, segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Sturlu Böðvarssyni, bæjarstjóra Stykkishólms og Þorsteini Steinssyni, bæjarstjóra Grundarfjarðar, um verkfall sjómanna. Þeir skora á stjórnvöld að koma að lausn deilunnar. Þeir lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og segja að stjórnvöld verði að koma með lausn mála með öllum tiltækum ráðum svo samningar náist fljótt. Ástand af þessu tagi geti ekki gengið mikið lengur. „Afkoma margra fyrirtækja í sjávarútvegi og þjónustugreinum við hann hefur orðið fyrir verulegum samdrætti og jafnvel erfiðleikum í rekstri sem beint tengist verkfallinu. Ekki síður reynir ástand þetta á almennan launþega sem hefur atvinnu af fiskvinnslu og veiðum. Kostnaður heimilanna stöðvast ekki þó verkfall sé í gangi,“ segir í yfirlýsingunni. Rekstur sjávarþorpa vítt og breytt um landið finni einnig verulega fyrir samdrætti í tekjum vegna minni útsvarstekna en áætlað hafði verið miðað við eðlilegt atvinnuástand. Þá sé líklegt að markaðir sem íslenskur fiskur hefur verið seldur á skaðist verði verkfallið ekki leyst. „Tjón landsins alls er því mikið vegna áframhaldandi verkfalls.“ Að lokum skora bæjarstjórarnir á stjórnvöld að bregðast við. „Ráðherra sjávarútvegsmála og ríkisstjórnin verður að koma að lausn deilunnar takist samningsaðilum ekki að ná lendingu í samningum sín á milli næstu daga. Skorað er á deiluaðila og stjórnvöld að vinna hratt að samkomulagi í yfirstandandi kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.“
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira