Fjórfalt meiri tekjur vegna Super Bowl Haraldur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2017 14:00 „Ég hef horft á Super Bowl í mörg ár og maður hefur ekki séð teljandi mun á umfangi leiksins en þetta hefur tvöfaldast að stærð frá árinu 2010,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, um nýjan pistil sinn sem birtist á vef Íslandsbanka og fjallar um fjármálahlið 51. Ofurskálarinnar eða Super Bowl. „Kostnaðurinn við hverja auglýsingu, tónleikarnir í hálfleik og eyðsla almennings í kringum leikina hefur allt stækkað mikið að umfangi síðustu ár,“ segir Björn Berg.Auglýsa fyrir 44 milljarða New England Patriots og Atlanta Falcons mætast í úrslitaleiknum í Houston í Texas á sunnudag. Í pistli Björns er bent á að Ofurskálin er „árshátíð auglýsenda“ og að þriðjungur áhorfenda kjósi frekar að fara á klósettið á meðan á leik stendur en í auglýsingahléi. Fjórðungur segir auglýsingarnar mikilvægari hluta viðburðarins en leikinn sjálfan. „Heildartekjur bandarískra fjölmiðla vegna auglýsinga í tilefni dagsins eru áætlaðar um 44 milljarðar króna, eða um fjórum sinnum meira en allar auglýsingar á Íslandi, í öllum miðlum, á heilu ári. Þannig hefur kostnaður við 30 sekúndna auglýsingu ríflega tvöfaldast frá árinu 2010 og kostar í dag um 600 milljónir króna,“ skrifar Björn.„Alvöru veisla“ Í pistlinum er einnig bent á þá staðreynd að tónlistarkonan Lady Gaga, sem tekur nokkur lög í hálfleik, fær ekki greitt fyrir vinnu sína. Það þyki nóg að vera fyrir augunum á 100 milljónum áhorfenda um allan heim enda hafi NFL-deildin reynt að fá tónlistarfólk til að borga fyrir „þennan mikla heiður“. Það hafi aftur á móti ekki gengið. „Þó Gaga fái ekki greitt kosta tónleikarnir sitt, en reiknað er með að heildarkostnaðurinn gæti farið yfir milljarð króna í ár. Herlegheitin verða sögð í boði Pepsi, sem greiðir fyrir þau um 800 milljónir,“ segir í pistlinum og þar er bent á að eyðsla áhorfenda í leikinn hafi einnig aukist mikið. „Frá 2010 hafa útgjöld einstaklinga vegna Ofurskálarinnar tæplega tvöfaldast og ekki þarf að koma á óvart að langmestu er eytt í veitingar. Áætlað er að 650 milljónir hænsna þurfi til að skaffa þá vængi sem þarf í maga Bandaríkjamanna meðan á leiknum stendur og þeir skoli þeim niður með yfir milljarði lítra af bjór. Þeir innbyrða fleiri kaloríur en um jólin. Þetta er alvöru veisla.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál Íslenskur bjór Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
„Ég hef horft á Super Bowl í mörg ár og maður hefur ekki séð teljandi mun á umfangi leiksins en þetta hefur tvöfaldast að stærð frá árinu 2010,“ segir Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri VÍB, um nýjan pistil sinn sem birtist á vef Íslandsbanka og fjallar um fjármálahlið 51. Ofurskálarinnar eða Super Bowl. „Kostnaðurinn við hverja auglýsingu, tónleikarnir í hálfleik og eyðsla almennings í kringum leikina hefur allt stækkað mikið að umfangi síðustu ár,“ segir Björn Berg.Auglýsa fyrir 44 milljarða New England Patriots og Atlanta Falcons mætast í úrslitaleiknum í Houston í Texas á sunnudag. Í pistli Björns er bent á að Ofurskálin er „árshátíð auglýsenda“ og að þriðjungur áhorfenda kjósi frekar að fara á klósettið á meðan á leik stendur en í auglýsingahléi. Fjórðungur segir auglýsingarnar mikilvægari hluta viðburðarins en leikinn sjálfan. „Heildartekjur bandarískra fjölmiðla vegna auglýsinga í tilefni dagsins eru áætlaðar um 44 milljarðar króna, eða um fjórum sinnum meira en allar auglýsingar á Íslandi, í öllum miðlum, á heilu ári. Þannig hefur kostnaður við 30 sekúndna auglýsingu ríflega tvöfaldast frá árinu 2010 og kostar í dag um 600 milljónir króna,“ skrifar Björn.„Alvöru veisla“ Í pistlinum er einnig bent á þá staðreynd að tónlistarkonan Lady Gaga, sem tekur nokkur lög í hálfleik, fær ekki greitt fyrir vinnu sína. Það þyki nóg að vera fyrir augunum á 100 milljónum áhorfenda um allan heim enda hafi NFL-deildin reynt að fá tónlistarfólk til að borga fyrir „þennan mikla heiður“. Það hafi aftur á móti ekki gengið. „Þó Gaga fái ekki greitt kosta tónleikarnir sitt, en reiknað er með að heildarkostnaðurinn gæti farið yfir milljarð króna í ár. Herlegheitin verða sögð í boði Pepsi, sem greiðir fyrir þau um 800 milljónir,“ segir í pistlinum og þar er bent á að eyðsla áhorfenda í leikinn hafi einnig aukist mikið. „Frá 2010 hafa útgjöld einstaklinga vegna Ofurskálarinnar tæplega tvöfaldast og ekki þarf að koma á óvart að langmestu er eytt í veitingar. Áætlað er að 650 milljónir hænsna þurfi til að skaffa þá vængi sem þarf í maga Bandaríkjamanna meðan á leiknum stendur og þeir skoli þeim niður með yfir milljarði lítra af bjór. Þeir innbyrða fleiri kaloríur en um jólin. Þetta er alvöru veisla.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál
Íslenskur bjór Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira