Hundruð þúsunda leita að beinu flugi frá Asíu til Íslands Svavar Hávarðsson skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Á áttundu milljón manna búa í Hong Kong sem er í kallfæri við Kína – eins og myndin sýnir. vísir/epa Markaðsrannsókn sýnir mikinn áhuga asískra ferðamanna á beinu flugi til Íslands. Ferðavefritið Anna.aero valdi flugleiðina Keflavík-Hong Kong sem „óflognu flugleið vikunnar“ nýlega og byggði á leitarniðurstöðum frá ferðabókunarrisanum SkyScanner. Þessi niðurstaða er þannig tilkomin að Anna.aero leitaði til Isavia og fór þess á leit að listaðar yrðu upp nokkrar flugleiðir sem Isavia renndi hýru auga til. Þegar sá listi lá fyrir var hann borinn undir SkyScanner sem nýtti gögn sín til að kanna áhuga ferðalanga. Niðurstaðan var að mesti áhuginn var á leggnum á milli milljónaborgarinnar Hong Kong og Íslands, og var leitað 230.000 sinnum að þessari leið á nýliðnu ári. Þess má geta að ferðabókunarsíðan þjónustar rúmlega 60 milljónir manna á hverjum mánuði.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ekkert launungarmál að Isavia hafi sett sér það markmið að reyna að fá flugfélög til að fljúga beint frá Asíu til Íslands. Finnair hefur bráðlega beint flug á milli Helsinki og Keflavíkur sem mun bæta samgöngurnar til Asíu mikið, en beint flug sé vissulega lokatakmarkið. Niðurstaða könnunarinnar staðfesti greinilegan áhuga á Íslandi hjá ferðamönnum í Asíu, en eins megi líta til þeirra tækifæra sem flugleið sem þessi myndi gefa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við að opna nýja ferskfiskmarkaði – og þá jafnvel í Hong Kong. Leiðin yrði alltaf farin á langdrægum breiðþotum, sem geta auðveldlega flutt mikið magn af fiski í beinu farþegaflugi. Í grein Anna.aero er talið líklegast að flugfélagið Cathay Pacific myndi bæta flugleiðinni við leiðakerfi sitt, en félagið flýgur nú þegar til 13 áfangastaða í Evrópu. Eins er minnst á Icelandair. Í því sambandi er þó vert að minnast á yfirlýstan áhuga Skúla Mogensen á því að WOW air tengi Ísland við Asíu – nokkuð sem hann segir að sé „aðeins spurning um tíma“, og verði að veruleika á allra næstu árum. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, víkur að því í viðtali við Anna.aero að nú þegar fjölgi ferðamönnum frá Asíu hratt hérlendis. Hlynur bendir á að þegar flugleiðir frá Asíu eru bornar saman þá tekur aðeins klukkustund lengur að fljúga til Keflavíkur en til Kaupmannahafnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Markaðsrannsókn sýnir mikinn áhuga asískra ferðamanna á beinu flugi til Íslands. Ferðavefritið Anna.aero valdi flugleiðina Keflavík-Hong Kong sem „óflognu flugleið vikunnar“ nýlega og byggði á leitarniðurstöðum frá ferðabókunarrisanum SkyScanner. Þessi niðurstaða er þannig tilkomin að Anna.aero leitaði til Isavia og fór þess á leit að listaðar yrðu upp nokkrar flugleiðir sem Isavia renndi hýru auga til. Þegar sá listi lá fyrir var hann borinn undir SkyScanner sem nýtti gögn sín til að kanna áhuga ferðalanga. Niðurstaðan var að mesti áhuginn var á leggnum á milli milljónaborgarinnar Hong Kong og Íslands, og var leitað 230.000 sinnum að þessari leið á nýliðnu ári. Þess má geta að ferðabókunarsíðan þjónustar rúmlega 60 milljónir manna á hverjum mánuði.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir það ekkert launungarmál að Isavia hafi sett sér það markmið að reyna að fá flugfélög til að fljúga beint frá Asíu til Íslands. Finnair hefur bráðlega beint flug á milli Helsinki og Keflavíkur sem mun bæta samgöngurnar til Asíu mikið, en beint flug sé vissulega lokatakmarkið. Niðurstaða könnunarinnar staðfesti greinilegan áhuga á Íslandi hjá ferðamönnum í Asíu, en eins megi líta til þeirra tækifæra sem flugleið sem þessi myndi gefa íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við að opna nýja ferskfiskmarkaði – og þá jafnvel í Hong Kong. Leiðin yrði alltaf farin á langdrægum breiðþotum, sem geta auðveldlega flutt mikið magn af fiski í beinu farþegaflugi. Í grein Anna.aero er talið líklegast að flugfélagið Cathay Pacific myndi bæta flugleiðinni við leiðakerfi sitt, en félagið flýgur nú þegar til 13 áfangastaða í Evrópu. Eins er minnst á Icelandair. Í því sambandi er þó vert að minnast á yfirlýstan áhuga Skúla Mogensen á því að WOW air tengi Ísland við Asíu – nokkuð sem hann segir að sé „aðeins spurning um tíma“, og verði að veruleika á allra næstu árum. Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, víkur að því í viðtali við Anna.aero að nú þegar fjölgi ferðamönnum frá Asíu hratt hérlendis. Hlynur bendir á að þegar flugleiðir frá Asíu eru bornar saman þá tekur aðeins klukkustund lengur að fljúga til Keflavíkur en til Kaupmannahafnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira