Fram endurheimti toppsætið í Olís-deild kvenna með stórsigri á Gróttu, 33-23, í kvöld.
Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði níu mörk fyrir Fram sem er með jafn mörg stig og Stjarnan en betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna.
Grótta er áfram í 6. sæti deildarinnar með 13 stig. Liðið er þremur stigum frá 4. sætinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var markahæst í liði Gróttu með sex mörk.
Mörk Fram:
Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Hildur Þorgeirsdóttir 6, Marthe Sördal 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Hafdís Shizuka Iura 3, Steinunn Björnsdóttir 3, Arna Þyrí Ólafsdóttir 2.
Mörk Gróttu:
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Lovísa Thompson 4, Sunna María Einarsdóttir 4, Laufey Ásta Guðmundsdóttir 4, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 1, Emma Havin Sardardóttir 1.
Fram rústaði Íslandsmeisturunum og fór aftur á toppinn

Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Haukar 24-23 | Stjarnan í toppsætið eftir spennuleik
Stjarnan er komin á topp Olís-deildar kvenna í handknattleik eftir sigur á Haukum í spennuleik í Garðabænum í dag. Lokatölur 24-23 og fer Stjarnan því uppfyrir Fram í töflunni.

Frábær endasprettur skilaði Eyjakonum tveimur stigum á Selfossi
Selfyssingar fóru afar illa að ráði sínu gegn Eyjakonum í 16. umferð Olís-deildar kvenna í dag. Lokatölur 31-32, ÍBV í vil.

Diana mögnuð þegar Valur fór upp í 3. sætið
Diana Satkauskeite skoraði 14 mörk þegar Valur vann Fylki, 31-26, í 16. umferð Olís-deildar kvenna í dag.