ÍBV gerði góða ferð í Safamýrina í dag og vann fimm marka sigur, 25-30, á Fram í lokaleik 19. umferðar Olís-deildar karla.
Eyjamenn hafa fengið fimm stig úr þremur leikjum eftir áramót og eru búnir að jafna Val að stigum. ÍBV er þó enn í 5. sætinu.
Fram er hins vegar búið að tapa öllum þremur leikjum sínum á árinu 2017. Safamýrarpiltar eru í níunda og næstneðsta sæti deildarinnar með 13 stig.
Theodór Sigurbjörnsson skoraði níu mörk fyrir ÍBV sem leiddi allan leikinn. Staðan í hálfleik var 12-15 og á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 25-30.
Andri Þór Helgason skoraði sex mörk fyrir lið Fram sem lítur ekki nógu vel út þessa dagana.
Mörk Fram:
Andri Þór Helgason 6, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 4, Bjartur Guðmundsson 3/1, Arnar Birkir Hálfdánsson 3, Valdimar Sigurðsson 2, Guðjón Andri Jónsson 2, Þorgeir Bjarki Davíðsson 2, Sigurður Örn Þorsteinsson 1, Matthías Daðason 1, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 1.
Mörk ÍBV:
Theodór Sigurbjörnsson 9/4, Agnar Smári Jónsson 5, Sigurbergur Sveinsson 5, Grétar Þór Eyþórsson 3, Sindri Haraldsson 2, Róbert Aron Hostert 2, Ágúst Emil Grétarsson 1, Magnús Stefánsson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1, Stephen Nielsen 1.
Eyjamenn sóttu tvö stig í Safamýrina
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag
Enski boltinn





KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace
Íslenski boltinn

Sjö lið skiptust á sex leikmönnum
Körfubolti