Fjórða handtakan vegna morðsins á Kim Jong-nam Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 09:48 Kim Jong-nam árið 2007. Vísir/AFP Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. Um er að ræða fjórðu handtökuna í tengslum við málið en Kim Jong-nam var myrtur á flugvelli fyrr í vikunni. Maðurinn heitir Ri Jong Chol og er 46 ára, en hann er fyrsti norðurkóreski ríkisborgarinn sem er handtekinn vegna málsins. Tvær konur eru í haldi lögreglu, önnur frá Indónesíu og hin frá Víetnam. Malasískur kærasti þeirrar síðarnefndu er jafnframt í haldi. Óstaðfestar fregnir herma að sú indónesíska hafi sagt lögreglu að hún hafi talið sig vera að taka þátt í sjónvarpsþætti þar sem hún hafi átt að hrekkja manninn, að því er greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Hún hafi jafnframt fengið greitt fyrir „hrekkinn“. Talið er líklegt að konurnar séu útsendarar Norður-Kóreustjórnar og að mennirnir tveir séu samverkamenn þeirra. Þær eru sagðar hafa sprautað eitri í vit mannsins þar sem hann var á flugvellinum í Kuala Lumpur að bíða þess að komast um borð í flugvél á leið til Macau. Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína, sérstaklega eftir að faðir hans, Kim Jong-il, tók yngri hálfbróður hans fram yfir hann þegar hann útnefndi eftirmann sinn á valdastóli. Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Grunuð um að myrða Kim Jong-nam: Hélt hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. 17. febrúar 2017 20:58 Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Suður-Kóreustjórn staðfestir að hálfbróðir Kim Jong-un hafi verið drepinn Starfandi forseti Suður-Kóreu segir að ef í ljós komi að Norður-Kóreustjórn beri ábyrgð á árásinni myndi það varpa ljósi á "hrottalegt og ómanneskulegt“ eðli hennar. 15. febrúar 2017 08:39 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Malasíska lögreglan handtók í gærkvöldi norðurkóreskan ríkisborgara í tengslum við morðið á Kim Jong-nam, hálfbróður einræðisherrans Kim Jong-un. Um er að ræða fjórðu handtökuna í tengslum við málið en Kim Jong-nam var myrtur á flugvelli fyrr í vikunni. Maðurinn heitir Ri Jong Chol og er 46 ára, en hann er fyrsti norðurkóreski ríkisborgarinn sem er handtekinn vegna málsins. Tvær konur eru í haldi lögreglu, önnur frá Indónesíu og hin frá Víetnam. Malasískur kærasti þeirrar síðarnefndu er jafnframt í haldi. Óstaðfestar fregnir herma að sú indónesíska hafi sagt lögreglu að hún hafi talið sig vera að taka þátt í sjónvarpsþætti þar sem hún hafi átt að hrekkja manninn, að því er greint er frá á vef breska ríkisútvarpsins. Hún hafi jafnframt fengið greitt fyrir „hrekkinn“. Talið er líklegt að konurnar séu útsendarar Norður-Kóreustjórnar og að mennirnir tveir séu samverkamenn þeirra. Þær eru sagðar hafa sprautað eitri í vit mannsins þar sem hann var á flugvellinum í Kuala Lumpur að bíða þess að komast um borð í flugvél á leið til Macau. Kim Jong-nam var í litlu sambandi við fjölskyldu sína, sérstaklega eftir að faðir hans, Kim Jong-il, tók yngri hálfbróður hans fram yfir hann þegar hann útnefndi eftirmann sinn á valdastóli.
Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Grunuð um að myrða Kim Jong-nam: Hélt hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. 17. febrúar 2017 20:58 Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Suður-Kóreustjórn staðfestir að hálfbróðir Kim Jong-un hafi verið drepinn Starfandi forseti Suður-Kóreu segir að ef í ljós komi að Norður-Kóreustjórn beri ábyrgð á árásinni myndi það varpa ljósi á "hrottalegt og ómanneskulegt“ eðli hennar. 15. febrúar 2017 08:39 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Grunuð um að myrða Kim Jong-nam: Hélt hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. 17. febrúar 2017 20:58
Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09
Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00
Suður-Kóreustjórn staðfestir að hálfbróðir Kim Jong-un hafi verið drepinn Starfandi forseti Suður-Kóreu segir að ef í ljós komi að Norður-Kóreustjórn beri ábyrgð á árásinni myndi það varpa ljósi á "hrottalegt og ómanneskulegt“ eðli hennar. 15. febrúar 2017 08:39