Grunuð um að myrða Kim Jong-nam: Hélt hún væri að taka þátt í sjónvarpshrekk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. febrúar 2017 20:58 Kim Jong-nam hneig niður á flugvellinum á mánudag og var fyrst fluttur á heilsugæslustöð flugvallarins. Hann lést svo á leiðinni á sjúkrahús. vísir/epa Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. „Hrekkurinn“ fór úr böndunum þar sem hann endaði með morði á flugvelli í Kuala Lumpur í Malasíu.Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið og er haft eftir lögreglustjóranum í Indónesíu, Tito Karnavian, sem kveðst hafa fengið þessar upplýsingar frá yfirvöldum í Malasíu. Konan heitir Siti Aisyah og er 25 ára gömul. Karnavian segir að hún og önnur kona hafi fengið greitt fyrir að hrekkja menn með því að sannfæra þá um að loka augunum og spreyja þá svo með vatni. „Þetta var gert þrisvar til fjórum sinnum og þær fengu nokkra dollara fyrir. Í spreyinu fyrir seinasta skotspón þeirra, Kim Jong-nam, voru greinilega eiturefni en hún vissi ekki af því að þetta var morð af hálfu erlendra aðila,“ segir Karnavian.Fór til Malasíu til að vinna fyrir sér Kim Jong-nam hneig niður á flugvellinum á mánudag og var fyrst fluttur á heilsugæslustöð flugvallarins. Hann lést svo á leiðinni á sjúkrahús. Fjölskylda konunnar er miður sín vegna málsins og lýsa henni sem móður sem hafði ferðast til Malasíu til að vinna. Síðdegis í gær var 26 ára gamall kærasti konunnar einnig handtekinn og þá er önnur kona líka í haldi lögreglu, grunuð um morðið. Lögreglan leitar enn að fleiri aðilum sem kunna að tengjast morðinu. Yfirlýsing lögreglustjórans í Indónesíu, sem byggð er á upplýsingum sem ekki hafa fengist staðfestar að því er segir á vef Guardian, koma í kjölfar diplómatískrar deilu Norður-Kóreu og Malasíu varðandi það hvað eigi að gera við líkið af Kim Jong-nam. „Yfirvöld í Malasíu gerðu krufningu án okkar leyfis eða vitneskju og við afneitum öllum niðurstöðum slíkrar krufningar,“ sagði í yfirlýsingu sendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Lögreglan í Kuala Lumpur sagði í dag að hún muni aðeins verða við beiðni Norður-Kóreu um að fá líkið ef þess er krafist af ættingja eða þegar komið verður með DNA-sýni. X Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Indónesísk kona sem handtekin var í vikunni, grunuð um að myrða Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, var talið trú um að hún væri að taka þátt í grínþætti í sjónvarpi með því að hrekkja fólk. „Hrekkurinn“ fór úr böndunum þar sem hann endaði með morði á flugvelli í Kuala Lumpur í Malasíu.Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian um málið og er haft eftir lögreglustjóranum í Indónesíu, Tito Karnavian, sem kveðst hafa fengið þessar upplýsingar frá yfirvöldum í Malasíu. Konan heitir Siti Aisyah og er 25 ára gömul. Karnavian segir að hún og önnur kona hafi fengið greitt fyrir að hrekkja menn með því að sannfæra þá um að loka augunum og spreyja þá svo með vatni. „Þetta var gert þrisvar til fjórum sinnum og þær fengu nokkra dollara fyrir. Í spreyinu fyrir seinasta skotspón þeirra, Kim Jong-nam, voru greinilega eiturefni en hún vissi ekki af því að þetta var morð af hálfu erlendra aðila,“ segir Karnavian.Fór til Malasíu til að vinna fyrir sér Kim Jong-nam hneig niður á flugvellinum á mánudag og var fyrst fluttur á heilsugæslustöð flugvallarins. Hann lést svo á leiðinni á sjúkrahús. Fjölskylda konunnar er miður sín vegna málsins og lýsa henni sem móður sem hafði ferðast til Malasíu til að vinna. Síðdegis í gær var 26 ára gamall kærasti konunnar einnig handtekinn og þá er önnur kona líka í haldi lögreglu, grunuð um morðið. Lögreglan leitar enn að fleiri aðilum sem kunna að tengjast morðinu. Yfirlýsing lögreglustjórans í Indónesíu, sem byggð er á upplýsingum sem ekki hafa fengist staðfestar að því er segir á vef Guardian, koma í kjölfar diplómatískrar deilu Norður-Kóreu og Malasíu varðandi það hvað eigi að gera við líkið af Kim Jong-nam. „Yfirvöld í Malasíu gerðu krufningu án okkar leyfis eða vitneskju og við afneitum öllum niðurstöðum slíkrar krufningar,“ sagði í yfirlýsingu sendiherra Norður-Kóreu í Malasíu. Lögreglan í Kuala Lumpur sagði í dag að hún muni aðeins verða við beiðni Norður-Kóreu um að fá líkið ef þess er krafist af ættingja eða þegar komið verður með DNA-sýni. X
Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Önnur kona handtekin vegna morðsins á Kim Jong-nam Krufningu á líkinu er lokið en niðurstöður hennar hafa þó ekki verið gerðar opinberar. 16. febrúar 2017 08:09
Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00