„Það eru þung spor að setja þessa elsku á sölu eftir alla þá vinnu og ást sem ég setti í hana, en vissulega eru góðir hlutir í vændum á móti. Hjálpið mér að finna gott fólk á Hringbraut 119,“ segir Sóli í stöðufærslu á Facebook.
Um er að ræða 87 fermetra þriggja herbergja íbúð sem stendur í fjölbýlishúsi í hinu sögufræga JL-húsi.
Með íbúðinni fylgir einkastæði í bílageymslu og er kaupverðið 39.9 milljónir króna. Fasteignamatið er rúmlega þrjátíu milljónir. Sólmundur er í sambandi með Viktoríu Hermannsdóttur, fréttakona á RÚV, og hafa þau hingað til ekki verið í sambúð.
Hér að neðan má sjá myndir innan úr íbúðinni.






