ISIS felldi sjötíu í Pakistan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Fjölmargir liggja særðir á spítala. Nordicphotos/AFP Sjálfsmorðsárásarmaður réðst á musteri í suðurhluta Pakistans í gær og myrti að minnsta kosti sjötíu. Musterið sem um ræðir er musteri súfíska dýrlingsins Lal Shahbaz Qalandar og er í bænum Sehwan í Sindh-héraði. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) lýstu yfir ábyrgð á árásinni í gær. Fleiri sprengjuárásir hafa verið gerðar undanfarna viku og hafa pakistanskir talibanar lýst yfir ábyrgð á flestum þeirra. BBC greinir frá því að 250 hið minnsta hafi særst í árásinni. Flesta þeirra hafi þurft að senda á spítala í borgunum Jamshoro og Hyderabad sem eru í nokkurri fjarlægð frá Sehwan. „Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum. En við megum ekki leyfa þessum árásum að sundra okkur og hræða. Við verðum að standa sameinuð í baráttunni fyrir pakistönskum gildum og almennri mannúð,“ segir í tilkynningu sem forsætisráðherrann, Nawaz Sharif, sendi frá sér í gær. Á meðal árása undanfarna viku voru tvær sprengjuárásir í norðvesturhluta landsins á miðvikudag þar sem sjö manns féllu og sjálfsmorðsárás á mánudag þar sem þrettán létu lífið. Súfismi er afbrigði af íslam. BBC greinir frá því að skæruliðahópar súnnímúslima í Pakistan fyrirlíti súfista og telji þá villutrúarmenn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Sjálfsmorðsárásarmaður réðst á musteri í suðurhluta Pakistans í gær og myrti að minnsta kosti sjötíu. Musterið sem um ræðir er musteri súfíska dýrlingsins Lal Shahbaz Qalandar og er í bænum Sehwan í Sindh-héraði. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) lýstu yfir ábyrgð á árásinni í gær. Fleiri sprengjuárásir hafa verið gerðar undanfarna viku og hafa pakistanskir talibanar lýst yfir ábyrgð á flestum þeirra. BBC greinir frá því að 250 hið minnsta hafi særst í árásinni. Flesta þeirra hafi þurft að senda á spítala í borgunum Jamshoro og Hyderabad sem eru í nokkurri fjarlægð frá Sehwan. „Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum. En við megum ekki leyfa þessum árásum að sundra okkur og hræða. Við verðum að standa sameinuð í baráttunni fyrir pakistönskum gildum og almennri mannúð,“ segir í tilkynningu sem forsætisráðherrann, Nawaz Sharif, sendi frá sér í gær. Á meðal árása undanfarna viku voru tvær sprengjuárásir í norðvesturhluta landsins á miðvikudag þar sem sjö manns féllu og sjálfsmorðsárás á mánudag þar sem þrettán létu lífið. Súfismi er afbrigði af íslam. BBC greinir frá því að skæruliðahópar súnnímúslima í Pakistan fyrirlíti súfista og telji þá villutrúarmenn.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira