Fyrrverandi ríkisskattstjóri: Ljótur leikur SFS að benda á ríkið Sveinn Arnarsson skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Flotinn er bundinn við landfestar og milljarðar tapast daglega vegna verkfallsins. vísir/vilhelm Deila sjómanna og útgerðarmanna er í hnút. Náðst hafa samningar þeirra á milli og drög að samningi liggja á borðinu tilbúin til undirritunar. Það eina sem þarf að mati deiluaðila er að hið opinbera breyti lögum til að dagpeningar sjómanna verði gerðir skattfrjálsir. „Við höfum í meginatriðum náð saman og drög að samningi eru klár,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Hins vegar þarf ríkið að liðka til fyrir samningsgerðinni um að veita sjómönnum skattfrjálsa dagpeninga eins og allar aðrar stéttir búa við. Við erum ekki að biðja um neina ölmusu. Þetta er réttlætismál.“Bryndís Hlöðversdóttirríkissáttasemjari.Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, gagnrýnir þennan málflutning. Segir hann alla búa við sömu kjör, sjómenn sem aðra, og að krafa sjómanna nú sé að biðja um sérmeðferð frá ríkinu. „Sjómenn búa við nákvæmlega sömu kjör og aðrar stéttir. Þær kröfur sem þeir gera til hins opinbera eru því sérmeðferð,“ segir Indriði. „Og það er ljótur leikur SFS að benda á ríkið í þeim efnum, það verður bara að segjast.“ Forystumenn sjómanna og SFS mættu til fundar við sjávarútvegsráðherra í fyrradag. Þar kom skýrt fram að ekki yrðu gerðar neinar lagabreytingar til að liðka fyrir samningum og að sjómenn myndu ekki fá neina sérmeðferð stjórnvalda. Því slitnaði upp úr viðræðum og enn hefur ekki verið boðað til nýs fundar. „Ég hef komið fram með þá tillögu að við skoðum þessi mál heildstætt og held áfram að leita að lausnum. Það er hins vegar ljóst að það er á ábyrgð deiluaðila að samningar náist,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.Indriði H. Þorláksson hagfræðingurBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir fundi miðvikudagsins hafa þokað málum í réttan farveg en enn þurfi að leysa úr einu máli til að samningar geti náðst. Hún sagði fjölmiðlabann enn í gildi og gæti hún því ekki farið út í efnisatriði. Það væri ekki tímabært af hennar hálfu að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilunni. „Það er ekki hægt að leggja fram miðlunartillögu þegar ágreiningsefni snýr að þriðja aðila sem á ekki sæti við samningaborðið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómannadeilan: Viðbrögð ráðherra gætu leitt til viðræðuslita Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. 16. febrúar 2017 18:30 Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Deila sjómanna og útgerðarmanna er í hnút. Náðst hafa samningar þeirra á milli og drög að samningi liggja á borðinu tilbúin til undirritunar. Það eina sem þarf að mati deiluaðila er að hið opinbera breyti lögum til að dagpeningar sjómanna verði gerðir skattfrjálsir. „Við höfum í meginatriðum náð saman og drög að samningi eru klár,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Hins vegar þarf ríkið að liðka til fyrir samningsgerðinni um að veita sjómönnum skattfrjálsa dagpeninga eins og allar aðrar stéttir búa við. Við erum ekki að biðja um neina ölmusu. Þetta er réttlætismál.“Bryndís Hlöðversdóttirríkissáttasemjari.Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri, gagnrýnir þennan málflutning. Segir hann alla búa við sömu kjör, sjómenn sem aðra, og að krafa sjómanna nú sé að biðja um sérmeðferð frá ríkinu. „Sjómenn búa við nákvæmlega sömu kjör og aðrar stéttir. Þær kröfur sem þeir gera til hins opinbera eru því sérmeðferð,“ segir Indriði. „Og það er ljótur leikur SFS að benda á ríkið í þeim efnum, það verður bara að segjast.“ Forystumenn sjómanna og SFS mættu til fundar við sjávarútvegsráðherra í fyrradag. Þar kom skýrt fram að ekki yrðu gerðar neinar lagabreytingar til að liðka fyrir samningum og að sjómenn myndu ekki fá neina sérmeðferð stjórnvalda. Því slitnaði upp úr viðræðum og enn hefur ekki verið boðað til nýs fundar. „Ég hef komið fram með þá tillögu að við skoðum þessi mál heildstætt og held áfram að leita að lausnum. Það er hins vegar ljóst að það er á ábyrgð deiluaðila að samningar náist,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra.Indriði H. Þorláksson hagfræðingurBryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari segir fundi miðvikudagsins hafa þokað málum í réttan farveg en enn þurfi að leysa úr einu máli til að samningar geti náðst. Hún sagði fjölmiðlabann enn í gildi og gæti hún því ekki farið út í efnisatriði. Það væri ekki tímabært af hennar hálfu að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilunni. „Það er ekki hægt að leggja fram miðlunartillögu þegar ágreiningsefni snýr að þriðja aðila sem á ekki sæti við samningaborðið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómannadeilan: Viðbrögð ráðherra gætu leitt til viðræðuslita Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. 16. febrúar 2017 18:30 Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47 Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17 „Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Sjómannadeilan: Viðbrögð ráðherra gætu leitt til viðræðuslita Varaformaður Sjómannasambandsins segir viðbrögð sjávarútvegsráðherra við kröfu um að gera fæðispeninga sjómanna skattfrjálsa geta leitt til þess að viðræðum verði slitið. Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir tregðu sjávarútvegs- og fjármálaráðherra koma í veg fyrir að deilan leysist. 16. febrúar 2017 18:30
Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsforingi á Akranesi og einn samningamanna sjómanna, sendir neyðarkall til Alþingismanna. 16. febrúar 2017 07:47
Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08
Stjórnvöld þurfi að finna lausn helst strax í dag Aðeins eitt mál stendur eftir í sjómannadeilunni. 16. febrúar 2017 11:17
„Eigum bara að segja já“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill að stjórnvöld bregðist við kröfu stjómanna. 17. febrúar 2017 08:11