Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 25-35 | FH valtaði yfir Stjörnuna Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2017 20:45 Ólafur Gústafsson, leikmaður Stjörnunnar. vísir/anton FH vann auðveldan sigur á Stjörnunni, 35-25, í Olís-deild karla í handknattleik í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Gestirnir í FH byrjuðu leikinn töluvert betur og var sóknarleikur Stjörnunnar vægast sagt ryðgaður til að byrja með. Þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af leiknum hafði FH þriggja marka forustu, 8-5, og Ólafur Gústafsson eini leikmaður Stjörnunnar með lífsmarki. Sóknarleikur heimamanna gekk oft illa en aðal hausverkurinn var döpur vörn og markvarsla. Eftir 30 mínútna leik var staðan 17-12 fyrir FH og ekki til útflutninga að fá á sig 17 mörk í hálfleik. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með fimm mörk eftir fyrri hálfleikinn og Jóhann Birgir Ingvarsson var einnig með fimm mörk fyrir FH rétt eins og Óðinn Þór Ríkharðsson. Fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleiknum. Í upphafi síðari hálfleiksins skoraði FH fyrstu fjögur mörk leiksins og breyttu stöðunni allt í einu í 21-12 og gerðu í raun útum leikinn á þeim kafla. Það leið síðan ekki langur tíma þar til að munurinn var orðinn tíu mörk, 24-14. Stjörnumenn áttu einfaldlega aldrei séns í þessum leik og er skemmst frá því að segja að FH vann auðveldan sigur, 35-25. FH er því komið upp í annað sæti deildarinnar með 24 stig, einu stigi á eftir Aftureldingu. Stjarnan er enn í sjöunda með 15 stig. Jóhann Birgir Ingvarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu báðir 10 mörk fyrir FH í kvöld. Halldór: Bjóst ekki við svona stórum sigri„Ég bjóst nú ekki við svona stórum sigri fyrirfram, sérstaklega þar sem Stjarnan hefur verið að spila vel í síðustu deildarleikjum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum bara mjög þéttir og mjög góðir varnarlega í kvöld. Það skilaði sér í mörgum góðum hraðaupphlaupum og svo vorum við agaðir sóknarlega. Ég er bara mjög sáttur með þennan tíu marka sigur.“ FH gerði í raun útum þennan leik í upphafi síðari hálfleiksins. „Sú byrjun var frábær hjá okkur en það er samt svo stutt í þessu. Smá óöryggi og þá eru þeir komnir aftur inn í leikinn.“ Halldór segir að hópurinn hjá FH sé mjög breiður og það hafi sýnt sig í kvöld. „Við teljum okkur vera með fína breidd og sumir vilja alltaf bara tala um sömu leikmennina en þetta er heilt lið sem vinnur saman.“ Einar: Þetta var vonandi bara slys sem kemur ekki aftur fyrir„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, en ég geld að þetta byrji fyrst og fremst í hausnum á okkur. Hugafarið hjá okkur var ekki gott,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel núna í pásunni og laga andlega þáttinn. Þá fyrst getum við byrjað að vinna í þáttum eins og vörn, sókn og markvörslu.“ Hann segir að nánast allar tímasetningar hafi verið rangar í varnarfærslu liðsins í kvöld. „Við erum hægir á fótum og töpum stöðum maður á mann í nánast hvert einasta skipti. Þetta er mjög óvanalegt hvað okkur varðar. Fyrir þennan leik vorum við búnir að fá á okkur fæst mörk í deildinni.“ Einar vonar að leikurinn í kvöld hafi bara verið slys og komi ekki fyrir aftur. „Við þurfum núna að setjast niður og vinna í þessum saman, það þýðir ekkert að vera með nein læti fyrir þessu.“ Olís-deild karla Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Sjá meira
FH vann auðveldan sigur á Stjörnunni, 35-25, í Olís-deild karla í handknattleik í TM-höllinni í Garðabæ í kvöld. Gestirnir í FH byrjuðu leikinn töluvert betur og var sóknarleikur Stjörnunnar vægast sagt ryðgaður til að byrja með. Þegar rúmlega tíu mínútur voru liðnar af leiknum hafði FH þriggja marka forustu, 8-5, og Ólafur Gústafsson eini leikmaður Stjörnunnar með lífsmarki. Sóknarleikur heimamanna gekk oft illa en aðal hausverkurinn var döpur vörn og markvarsla. Eftir 30 mínútna leik var staðan 17-12 fyrir FH og ekki til útflutninga að fá á sig 17 mörk í hálfleik. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur í liði Stjörnunnar með fimm mörk eftir fyrri hálfleikinn og Jóhann Birgir Ingvarsson var einnig með fimm mörk fyrir FH rétt eins og Óðinn Þór Ríkharðsson. Fimm mörkum munaði á liðunum í hálfleiknum. Í upphafi síðari hálfleiksins skoraði FH fyrstu fjögur mörk leiksins og breyttu stöðunni allt í einu í 21-12 og gerðu í raun útum leikinn á þeim kafla. Það leið síðan ekki langur tíma þar til að munurinn var orðinn tíu mörk, 24-14. Stjörnumenn áttu einfaldlega aldrei séns í þessum leik og er skemmst frá því að segja að FH vann auðveldan sigur, 35-25. FH er því komið upp í annað sæti deildarinnar með 24 stig, einu stigi á eftir Aftureldingu. Stjarnan er enn í sjöunda með 15 stig. Jóhann Birgir Ingvarsson og Óðinn Þór Ríkharðsson skoruðu báðir 10 mörk fyrir FH í kvöld. Halldór: Bjóst ekki við svona stórum sigri„Ég bjóst nú ekki við svona stórum sigri fyrirfram, sérstaklega þar sem Stjarnan hefur verið að spila vel í síðustu deildarleikjum,“ segir Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við vorum bara mjög þéttir og mjög góðir varnarlega í kvöld. Það skilaði sér í mörgum góðum hraðaupphlaupum og svo vorum við agaðir sóknarlega. Ég er bara mjög sáttur með þennan tíu marka sigur.“ FH gerði í raun útum þennan leik í upphafi síðari hálfleiksins. „Sú byrjun var frábær hjá okkur en það er samt svo stutt í þessu. Smá óöryggi og þá eru þeir komnir aftur inn í leikinn.“ Halldór segir að hópurinn hjá FH sé mjög breiður og það hafi sýnt sig í kvöld. „Við teljum okkur vera með fína breidd og sumir vilja alltaf bara tala um sömu leikmennina en þetta er heilt lið sem vinnur saman.“ Einar: Þetta var vonandi bara slys sem kemur ekki aftur fyrir„Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja, en ég geld að þetta byrji fyrst og fremst í hausnum á okkur. Hugafarið hjá okkur var ekki gott,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Það er eitthvað sem við þurfum að skoða vel núna í pásunni og laga andlega þáttinn. Þá fyrst getum við byrjað að vinna í þáttum eins og vörn, sókn og markvörslu.“ Hann segir að nánast allar tímasetningar hafi verið rangar í varnarfærslu liðsins í kvöld. „Við erum hægir á fótum og töpum stöðum maður á mann í nánast hvert einasta skipti. Þetta er mjög óvanalegt hvað okkur varðar. Fyrir þennan leik vorum við búnir að fá á okkur fæst mörk í deildinni.“ Einar vonar að leikurinn í kvöld hafi bara verið slys og komi ekki fyrir aftur. „Við þurfum núna að setjast niður og vinna í þessum saman, það þýðir ekkert að vera með nein læti fyrir þessu.“
Olís-deild karla Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjáðu myndirnar: Ísland á eitt af fjórum bestu landsliðum Evrópu Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti