Kansas með tónleika í Hörpu í sumar Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2017 10:15 Sveitin á marga aðdáendur hér á landi. Hin eina sanna Kansas stígur á stokk í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 4. júní en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sena Live. Um er að ræða hvítasunnudag þannig að það er frídagur daginn eftir. Sveitin á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi og hefur hún fyrir löngu sannað sig sem ein helsta klassíska rokkhljómsveit Bandaríkjanna. Til að mynda hafa smáskífurnar Carry on Wayward Son og Dust in the Wind báðar fengið gull og selst í yfir milljón eintökum. Enn í dag eru bæði þessi lög gríðarlega vinsæl, það fyrrnefnda er í topp fimm á lista mest spiluðu laga rokkútvarpsstöðva og sú síðarnefnda hefur verið spiluð í útvarpi yfir 3.000.000 sinnum. Þau eru einnig risastór á mest notuðu efnisveitum samtímans, svo sem Spotify og YouTube. 2016 var merkilegt ár fyrir Kansas en þá gáfu þeir út sína fimmtándu breiðskífu, The Prelude Implicit. Átta af þeim fimmtán skífum sem þeir hafa gert hafa fengið gullviðurkenningu og þar af eru þrjár þeirra sexfaldar platínumplötur. Nýja platan er víðáttumikil og framsækin og er fyrsta stúdíóplata sveitarinnar í heil 16 ár. Kansas er í dag álitin vera ein af hornsteinshljómsveitum klassíska rokksins og á undanförnum árum hefur hún náð að heilla fjölmarga nýja hlustendur gegnum tölvuleiki eins og Rock Band og Guitar Hero og sjónvarpsþætti á borð við Supernatural og South Park svo og kvikmyndum eins og Old School og Anchorman.Miðasala hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 10 á Harpa.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram miðvikudaginn 1. mars kl. 10, en þá fá þeir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, heilum degi áður en almenn sala hefst. Athugið; takmarkað magn miða er í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag. Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hin eina sanna Kansas stígur á stokk í Eldborg, Hörpu, sunnudaginn 4. júní en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sena Live. Um er að ræða hvítasunnudag þannig að það er frídagur daginn eftir. Sveitin á glæsilegan feril að baki sem spannar yfir fjóra áratugi og hefur hún fyrir löngu sannað sig sem ein helsta klassíska rokkhljómsveit Bandaríkjanna. Til að mynda hafa smáskífurnar Carry on Wayward Son og Dust in the Wind báðar fengið gull og selst í yfir milljón eintökum. Enn í dag eru bæði þessi lög gríðarlega vinsæl, það fyrrnefnda er í topp fimm á lista mest spiluðu laga rokkútvarpsstöðva og sú síðarnefnda hefur verið spiluð í útvarpi yfir 3.000.000 sinnum. Þau eru einnig risastór á mest notuðu efnisveitum samtímans, svo sem Spotify og YouTube. 2016 var merkilegt ár fyrir Kansas en þá gáfu þeir út sína fimmtándu breiðskífu, The Prelude Implicit. Átta af þeim fimmtán skífum sem þeir hafa gert hafa fengið gullviðurkenningu og þar af eru þrjár þeirra sexfaldar platínumplötur. Nýja platan er víðáttumikil og framsækin og er fyrsta stúdíóplata sveitarinnar í heil 16 ár. Kansas er í dag álitin vera ein af hornsteinshljómsveitum klassíska rokksins og á undanförnum árum hefur hún náð að heilla fjölmarga nýja hlustendur gegnum tölvuleiki eins og Rock Band og Guitar Hero og sjónvarpsþætti á borð við Supernatural og South Park svo og kvikmyndum eins og Old School og Anchorman.Miðasala hefst fimmtudaginn 2. mars kl. 10 á Harpa.is. Póstlistaforsala Senu Live fer fram miðvikudaginn 1. mars kl. 10, en þá fá þeir sem eru skráðir á póstlista Senu Live sendan póst með tengli sem gerir þeim kleift að kaupa miða samstundis, heilum degi áður en almenn sala hefst. Athugið; takmarkað magn miða er í boði í póstlistaforsölunni og henni lýkur í síðasta lagi kl. 22 sama dag.
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp