Vilhjálmur: Viljum að sjómenn fái að sitja við sama borð og aðrir Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. febrúar 2017 07:47 Frá fundi deiluaðila hjá Ríkissáttarsemjara á dögunum.. Vilhjálmur er annar frá vinstri. Vísir/Stefán Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og einn samningamanna sjómanna, segir að drög að nýjum kjarasamningi hafi legið fyrir seint í gærkvöld á fundi sjómanna og útvegsmanna hjá sáttasemjara. Vilyrði frá sjávarútvegsráðherra hafi verið það sem eftir hafi verið, og því hafi sjómenn ekki getað klárað nýjan samning. „Það er þyngra en tárum taki eftir rúmlega tveggja mánaða verkfall og eina af erfiðustu vinnudeilum Íslandssögunnar skuli sjávarútvegsráðherra ekki hafa verið tilbúinn að liðka fyrir þessu réttlætismáli fyrir íslenska sjómenn. Ef ráðherrann hefði verið tilbúinn til þess hefði verið hægt að leggja kjarasamninginn í dóm sjómanna og ef hann yrði samþykktur væri flotinn kominn til veiða innan nokkra daga,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni. Sem fyrr segir lauk samningafundi sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi seint í gærkvöld, eða í kringum miðnætti, án niðurstöðu. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og eru samningaumleitanir því komnar í biðstöðu. Vilhjálmur sendir neyðarkall til Alþingismanna að koma þessu máli í gegn þannig að sjómenn sitji við sama borð annað launafólk, hvað fæðiskostnað varðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra ræddi við deilendur í gærkvöldi og sagði meðal annars að hratt yrði farið í að skoða fæðis- og dagpeninga á almennum vinnumarkaði með tilliti til skattaívilnana. „Við höfum lagt okkur gríðarlega fram við að klára þessa erfiðu deilu því við gerum okkur svo sannarlega grein fyrir okkar ábyrgð við að ná að klára samning þannig að hægt sé að kjósa um hann og koma tannhjólum sjávarútvegsins um hinar dreifðu byggðir landssins af stað á nýjan leik íslensku þjóðarbúi til heilla! Það verður hins vegar ekki gert ef þetta réttlætismál nær ekki í gegn,“ segir Vilhjálmur. Færsluna í heild má finna hér fyrir neðan. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, og einn samningamanna sjómanna, segir að drög að nýjum kjarasamningi hafi legið fyrir seint í gærkvöld á fundi sjómanna og útvegsmanna hjá sáttasemjara. Vilyrði frá sjávarútvegsráðherra hafi verið það sem eftir hafi verið, og því hafi sjómenn ekki getað klárað nýjan samning. „Það er þyngra en tárum taki eftir rúmlega tveggja mánaða verkfall og eina af erfiðustu vinnudeilum Íslandssögunnar skuli sjávarútvegsráðherra ekki hafa verið tilbúinn að liðka fyrir þessu réttlætismáli fyrir íslenska sjómenn. Ef ráðherrann hefði verið tilbúinn til þess hefði verið hægt að leggja kjarasamninginn í dóm sjómanna og ef hann yrði samþykktur væri flotinn kominn til veiða innan nokkra daga,“ segir Vilhjálmur á Facebook-síðu sinni. Sem fyrr segir lauk samningafundi sjómanna og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi seint í gærkvöld, eða í kringum miðnætti, án niðurstöðu. Nýr fundur hefur ekki verið boðaður í deilunni og eru samningaumleitanir því komnar í biðstöðu. Vilhjálmur sendir neyðarkall til Alþingismanna að koma þessu máli í gegn þannig að sjómenn sitji við sama borð annað launafólk, hvað fæðiskostnað varðar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra ræddi við deilendur í gærkvöldi og sagði meðal annars að hratt yrði farið í að skoða fæðis- og dagpeninga á almennum vinnumarkaði með tilliti til skattaívilnana. „Við höfum lagt okkur gríðarlega fram við að klára þessa erfiðu deilu því við gerum okkur svo sannarlega grein fyrir okkar ábyrgð við að ná að klára samning þannig að hægt sé að kjósa um hann og koma tannhjólum sjávarútvegsins um hinar dreifðu byggðir landssins af stað á nýjan leik íslensku þjóðarbúi til heilla! Það verður hins vegar ekki gert ef þetta réttlætismál nær ekki í gegn,“ segir Vilhjálmur. Færsluna í heild má finna hér fyrir neðan.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08 Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00 Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Lagði til að gerð yrði heildstæð greining á skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga Samkvæmt heimildum Vísis miðar greiningin að því að tryggja áfram einfalda og sanngjarna framkvæmd og jafnræði á milli launþega varðandi skattaumhverfi dagpeninga og fæðispeninga. 16. febrúar 2017 00:08
Sjómenn og útgerðarmenn funduðu með sjávarútvegsráðherra Útgerðarmenn og sjómenn fóru til fundar í sjávarútvegsráðuneytinu á ellefta tímanum í kvöld. 15. febrúar 2017 23:00
Sjávarútvegsráðherra: Ekki þannig að menn stilli ríkinu upp við vegg á lokametrunum og segi „Komið með milljarðana“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra, kveðst fyrst og fremst fara til fundar við sjómenn og útgerðarmenn í Karphúsinu í kvöld til þess að hlusta á deiluaðila. Rætt var við Þorgerði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hún var nýlent á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa verið á Ísafirði. 15. febrúar 2017 18:54