Umfjöllun: Afturelding - Valur 25-29 | Valsmenn unnu toppliðið Brynjar Ingi Erluson í N1-höllinni í Mosfellsbæ skrifar 15. febrúar 2017 21:00 Anton Rúnarsson skoraði sex mörk fyrir Val. vísir/stefán Valur vann góðan fjögurra marka sigur á Aftureldingu í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í N1-höllinni við Varmá í Mosfellsbæ. Leiknum lauk með 29-25 sigri Vals en liðið er með 21 stig í fjórða sæti deildarinnar. Það eru níu dagar síðan liðin gerðu 25-25 jafntefli í Valshöllinni við Hlíðarenda en þá voru Valsmenn með fjögurra marka forystu í hálfleik en glutruðu henni niður í þeim síðari. Gestirnir voru ákveðnir í að það myndi ekki eiga sér stað aftur í kvöld en liðið var með forystu allan leikinn en staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Val. Valur var mest sex mörkum yfir í leiknum en virtust gefa eftir þegar um það bil tíu mínútur voru eftir. Afturelding komst á flug og minnkaði muninn niður í tvö mörk. Heimamenn byrjuðu að hiksta þegar munurinn var svo lítill og gekk ekkert upp hjá þeim þrátt fyrir að Davíð Svansson væri að verja eins og berserkur. Valsmenn komust aftur í þægilega stöðu og undir lokin kláruðu þeir Josip Juric og Vignir Stefánsson dæmið til þess að loka leiknum algerlega. Lokatölur því 29-25 fyrir Val sem er áfram í fjórða sætinu með 21 stig. Afturelding gæti tapaði efsta sætinu en liðið er með 25 stig, stigi meira en Haukar sem eiga leik inni. Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Aftureldingar, var að verja vel í byrjun leiks hjá heimamönnum, en lítið gekk hjá honum undir lok síðari. Davíð fékk tækifærið í síðari hálfleiknum og gerði ekki annað en að verja. Hann tók samtals 12 bolta. Hlynur Morthens var með 8 bolta fyrir Val en Sigurður Ingiberg Ólafsson með 4 bolta. Hann kom inn á undir lok fyrri hálfleiks og varði mikilvægt víti frá Árna Braga Eyjólfssyni og hélt sæti sínu megnið af síðari hálfleiknum. Orri Freyr Gíslason var frábær á línunni hjá Val og náði að koma inn sex mörkum á meðan Vignir Stefánsson átti hörkuleik í horninu. Hann setti sex mörk og nokkur af þeim afar mikilvæg. Anton Rúnarsson var þá lykilmaður í sókninni, átti hættulegar sendingar og reyndi á markverði Aftureldingar með föstum skotum. Gunnar Malmquist Þórsson fékk að líta rautt spjald fyrir þriðju brottvísun. Hann fékk tvisvar tvær mínútur fyrir klaufaleg brot og svo þriðju brottvísun fyrir vitlausa skiptingu. Alexander Örn Júlíusson fékk tvær tveggja brottvísanir hjá Val. Valsmenn litu afar vel út í leiknum en Afturelding var að tapa óþarfa boltum og það kostaði liðið. Það hefur ekki enn unnið deildarleik á þessu ári og gæti nú misst toppsætið eftir að hafa átt frábæran fyrri hluta tímabils. Valsmenn undirbúa sig nú af kappi fyrir Svartfjallaland en liðið fer í nótt og mun leika gegn Partizan í Áskorendakeppninni. Afturelding getur á meðan undirbúið sig fyrir úrslitahelgina í Coca-Cola bikarnum. Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Valur vann góðan fjögurra marka sigur á Aftureldingu í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en leikið var í N1-höllinni við Varmá í Mosfellsbæ. Leiknum lauk með 29-25 sigri Vals en liðið er með 21 stig í fjórða sæti deildarinnar. Það eru níu dagar síðan liðin gerðu 25-25 jafntefli í Valshöllinni við Hlíðarenda en þá voru Valsmenn með fjögurra marka forystu í hálfleik en glutruðu henni niður í þeim síðari. Gestirnir voru ákveðnir í að það myndi ekki eiga sér stað aftur í kvöld en liðið var með forystu allan leikinn en staðan í hálfleik var 15-12 fyrir Val. Valur var mest sex mörkum yfir í leiknum en virtust gefa eftir þegar um það bil tíu mínútur voru eftir. Afturelding komst á flug og minnkaði muninn niður í tvö mörk. Heimamenn byrjuðu að hiksta þegar munurinn var svo lítill og gekk ekkert upp hjá þeim þrátt fyrir að Davíð Svansson væri að verja eins og berserkur. Valsmenn komust aftur í þægilega stöðu og undir lokin kláruðu þeir Josip Juric og Vignir Stefánsson dæmið til þess að loka leiknum algerlega. Lokatölur því 29-25 fyrir Val sem er áfram í fjórða sætinu með 21 stig. Afturelding gæti tapaði efsta sætinu en liðið er með 25 stig, stigi meira en Haukar sem eiga leik inni. Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörður Aftureldingar, var að verja vel í byrjun leiks hjá heimamönnum, en lítið gekk hjá honum undir lok síðari. Davíð fékk tækifærið í síðari hálfleiknum og gerði ekki annað en að verja. Hann tók samtals 12 bolta. Hlynur Morthens var með 8 bolta fyrir Val en Sigurður Ingiberg Ólafsson með 4 bolta. Hann kom inn á undir lok fyrri hálfleiks og varði mikilvægt víti frá Árna Braga Eyjólfssyni og hélt sæti sínu megnið af síðari hálfleiknum. Orri Freyr Gíslason var frábær á línunni hjá Val og náði að koma inn sex mörkum á meðan Vignir Stefánsson átti hörkuleik í horninu. Hann setti sex mörk og nokkur af þeim afar mikilvæg. Anton Rúnarsson var þá lykilmaður í sókninni, átti hættulegar sendingar og reyndi á markverði Aftureldingar með föstum skotum. Gunnar Malmquist Þórsson fékk að líta rautt spjald fyrir þriðju brottvísun. Hann fékk tvisvar tvær mínútur fyrir klaufaleg brot og svo þriðju brottvísun fyrir vitlausa skiptingu. Alexander Örn Júlíusson fékk tvær tveggja brottvísanir hjá Val. Valsmenn litu afar vel út í leiknum en Afturelding var að tapa óþarfa boltum og það kostaði liðið. Það hefur ekki enn unnið deildarleik á þessu ári og gæti nú misst toppsætið eftir að hafa átt frábæran fyrri hluta tímabils. Valsmenn undirbúa sig nú af kappi fyrir Svartfjallaland en liðið fer í nótt og mun leika gegn Partizan í Áskorendakeppninni. Afturelding getur á meðan undirbúið sig fyrir úrslitahelgina í Coca-Cola bikarnum.
Olís-deild karla Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira