Arna Stefanía fegin að hafa hætt við að hætta: „Ég var alveg komin með upp í kok“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2017 19:30 Fyrir hálfu öðru ári ætlaði Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona í FH að hætta í íþróttum. Um helgina varð hún Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi og framundan eru mörg verkefni hjá þessum efnilega íþróttamanni. „Ég hef einu sinni áður keppt á fullorðinsmóti. Það var á EM í Amsterdam síðasta sumar. Það verður mjög gaman að fá að keppa núna á EM innanhúss. Þetta leggst mjög vel í mig. Formið er gott og ég held að allt sé opið þar. Maður veit svona næstum því hvar maður stendur í Evrópu núna. Ég held að ég sé á nokkuð góðum stað,“ segir Arna Stefanía. Arna Stefanía hefur bætt sig mikið á skömmum tíma. Fyrir keppnistíðina hafði hún best hlaupið á 4,40 sekúndum en á Reykjavíkurleikunum bætti hún Íslandsmet 20-22ja ára þegar hún hljóp á á 53,92 sekúndum. Í byrjun mars keppir hún á Evrópumótinu í Belgrad. Ekki er langt síðan hún ætlaði að hætta í íþróttum. „Sumarið 2014 var ég komin með upp í kok. Ég meiddist og andlega hliðin var alveg farin. Ég hafði ekkert gaman að þessu og mig langaði ekki einu sinni til að koma og horfa á frjálsíþróttamót,“ segir hún. „Ég fór að æfa aðeins með Silju Úlfars og hún kom mér aftur af stað. Sem betur fer náði ég að komast inn til Ragnheiðar en hún hefur skipt mig miklu máli í mínum árangri.“ Hún sér ekki eftir því að hætta við að hætta: „Alls ekki. Stundum er maður þreyttur og nennir ekki á æfingu en ánægjan þegar þú kemur í mark og þú sérð að æfingarnar eru að skila sér er mikil. Sumir lýsa þessu sem vímu og ég get tekið undir það.“ Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Fyrir hálfu öðru ári ætlaði Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona í FH að hætta í íþróttum. Um helgina varð hún Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi og framundan eru mörg verkefni hjá þessum efnilega íþróttamanni. „Ég hef einu sinni áður keppt á fullorðinsmóti. Það var á EM í Amsterdam síðasta sumar. Það verður mjög gaman að fá að keppa núna á EM innanhúss. Þetta leggst mjög vel í mig. Formið er gott og ég held að allt sé opið þar. Maður veit svona næstum því hvar maður stendur í Evrópu núna. Ég held að ég sé á nokkuð góðum stað,“ segir Arna Stefanía. Arna Stefanía hefur bætt sig mikið á skömmum tíma. Fyrir keppnistíðina hafði hún best hlaupið á 4,40 sekúndum en á Reykjavíkurleikunum bætti hún Íslandsmet 20-22ja ára þegar hún hljóp á á 53,92 sekúndum. Í byrjun mars keppir hún á Evrópumótinu í Belgrad. Ekki er langt síðan hún ætlaði að hætta í íþróttum. „Sumarið 2014 var ég komin með upp í kok. Ég meiddist og andlega hliðin var alveg farin. Ég hafði ekkert gaman að þessu og mig langaði ekki einu sinni til að koma og horfa á frjálsíþróttamót,“ segir hún. „Ég fór að æfa aðeins með Silju Úlfars og hún kom mér aftur af stað. Sem betur fer náði ég að komast inn til Ragnheiðar en hún hefur skipt mig miklu máli í mínum árangri.“ Hún sér ekki eftir því að hætta við að hætta: „Alls ekki. Stundum er maður þreyttur og nennir ekki á æfingu en ánægjan þegar þú kemur í mark og þú sérð að æfingarnar eru að skila sér er mikil. Sumir lýsa þessu sem vímu og ég get tekið undir það.“ Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Sjá meira