Arna Stefanía fegin að hafa hætt við að hætta: „Ég var alveg komin með upp í kok“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. febrúar 2017 19:30 Fyrir hálfu öðru ári ætlaði Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona í FH að hætta í íþróttum. Um helgina varð hún Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi og framundan eru mörg verkefni hjá þessum efnilega íþróttamanni. „Ég hef einu sinni áður keppt á fullorðinsmóti. Það var á EM í Amsterdam síðasta sumar. Það verður mjög gaman að fá að keppa núna á EM innanhúss. Þetta leggst mjög vel í mig. Formið er gott og ég held að allt sé opið þar. Maður veit svona næstum því hvar maður stendur í Evrópu núna. Ég held að ég sé á nokkuð góðum stað,“ segir Arna Stefanía. Arna Stefanía hefur bætt sig mikið á skömmum tíma. Fyrir keppnistíðina hafði hún best hlaupið á 4,40 sekúndum en á Reykjavíkurleikunum bætti hún Íslandsmet 20-22ja ára þegar hún hljóp á á 53,92 sekúndum. Í byrjun mars keppir hún á Evrópumótinu í Belgrad. Ekki er langt síðan hún ætlaði að hætta í íþróttum. „Sumarið 2014 var ég komin með upp í kok. Ég meiddist og andlega hliðin var alveg farin. Ég hafði ekkert gaman að þessu og mig langaði ekki einu sinni til að koma og horfa á frjálsíþróttamót,“ segir hún. „Ég fór að æfa aðeins með Silju Úlfars og hún kom mér aftur af stað. Sem betur fer náði ég að komast inn til Ragnheiðar en hún hefur skipt mig miklu máli í mínum árangri.“ Hún sér ekki eftir því að hætta við að hætta: „Alls ekki. Stundum er maður þreyttur og nennir ekki á æfingu en ánægjan þegar þú kemur í mark og þú sérð að æfingarnar eru að skila sér er mikil. Sumir lýsa þessu sem vímu og ég get tekið undir það.“ Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Fyrir hálfu öðru ári ætlaði Arna Stefanía Guðmundsdóttir frjálsíþróttakona í FH að hætta í íþróttum. Um helgina varð hún Norðurlandameistari í 400 metra hlaupi og framundan eru mörg verkefni hjá þessum efnilega íþróttamanni. „Ég hef einu sinni áður keppt á fullorðinsmóti. Það var á EM í Amsterdam síðasta sumar. Það verður mjög gaman að fá að keppa núna á EM innanhúss. Þetta leggst mjög vel í mig. Formið er gott og ég held að allt sé opið þar. Maður veit svona næstum því hvar maður stendur í Evrópu núna. Ég held að ég sé á nokkuð góðum stað,“ segir Arna Stefanía. Arna Stefanía hefur bætt sig mikið á skömmum tíma. Fyrir keppnistíðina hafði hún best hlaupið á 4,40 sekúndum en á Reykjavíkurleikunum bætti hún Íslandsmet 20-22ja ára þegar hún hljóp á á 53,92 sekúndum. Í byrjun mars keppir hún á Evrópumótinu í Belgrad. Ekki er langt síðan hún ætlaði að hætta í íþróttum. „Sumarið 2014 var ég komin með upp í kok. Ég meiddist og andlega hliðin var alveg farin. Ég hafði ekkert gaman að þessu og mig langaði ekki einu sinni til að koma og horfa á frjálsíþróttamót,“ segir hún. „Ég fór að æfa aðeins með Silju Úlfars og hún kom mér aftur af stað. Sem betur fer náði ég að komast inn til Ragnheiðar en hún hefur skipt mig miklu máli í mínum árangri.“ Hún sér ekki eftir því að hætta við að hætta: „Alls ekki. Stundum er maður þreyttur og nennir ekki á æfingu en ánægjan þegar þú kemur í mark og þú sérð að æfingarnar eru að skila sér er mikil. Sumir lýsa þessu sem vímu og ég get tekið undir það.“ Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira