Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum: „Menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra“ Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 13. febrúar 2017 20:05 Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum og lögðu í dag fram nýtt tilboð í kjaradeilunni. Formaður sjómannasambandsins, Valmundur Valmundsson, segir þetta lokatilboð sjómanna til lausnar deilunni. Menn geti ekki slegið meira af. Tveir mánuðir eru á morgun frá því sjómannaverkfallið skall á, með tilheyrandi áhrifum á sjómenn, útgerðina og samfélagið allt. Ríkissáttasemjari hefur ekki séð ástæðu til að boða til fundar í deilunni en samninganefnd sjómannasambandsins kom saman á fundi á skrfistofu sambandsins í dag til að ræða næstu skref.Var einhver niðurstaða á þessum fundi?„Já það var nú svona niðurstaða að við ætluðum að leggja fram ákveðið tilboð fyrir SFS, frá okkar samninganefnd, þar sem við teljum að við séum að koma til móts við þær fullyrðingar um að við séum ósveigjanlegir.“ „Við erum að slá af aðeins í kröfunni um olíunni og nálgast þá með öðrum hætti sem ég get ekki farið út í hér.“ Samkomulag hefur þegar náðst í deilunni um þrjú atriði. Hins vegar hefur ekki náðst saman varðandi kröfur sjómanna um þáttötku þeirra í olíukostnaði og sjómannaafsláttinn. Olíuviðmið er nú 70 prósent en sjómenn hafa gert kröfu um að hækka það í 73 prósent. Núna liggur hins vegar fyrir að þessar kröfur hafa sjómenn lækkað. Valmundur vill ekki gefa upp um það hver krafan er nú. „Við teljum að nú séum við búnir að gera okkar til þess að reyna að leysa þessa deilu og ef það tekst ekki núna, þá er deilan ennþá í hnút.“Þú sagðir áðan að þetta væri lokatilboð sjómanna, hvað þýðir það?„Það þýðir bara að að menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra heldur en þetta tilboð hljómar upp á, menn geta ekki slakað meira til.“ Hann segir að tilboðið verði sent til Samtaka fyritækja í sjávarútvegi í dag.Áttu von á því að SFS taki þessu tilboði vel?„Já ég ætla rétt að vona að menn geri það, þetta er sá afsláttur sem við erum tilbúnir að veita og annað ekki.“ Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Sjómenn hafa slegið af kröfum sínum og lögðu í dag fram nýtt tilboð í kjaradeilunni. Formaður sjómannasambandsins, Valmundur Valmundsson, segir þetta lokatilboð sjómanna til lausnar deilunni. Menn geti ekki slegið meira af. Tveir mánuðir eru á morgun frá því sjómannaverkfallið skall á, með tilheyrandi áhrifum á sjómenn, útgerðina og samfélagið allt. Ríkissáttasemjari hefur ekki séð ástæðu til að boða til fundar í deilunni en samninganefnd sjómannasambandsins kom saman á fundi á skrfistofu sambandsins í dag til að ræða næstu skref.Var einhver niðurstaða á þessum fundi?„Já það var nú svona niðurstaða að við ætluðum að leggja fram ákveðið tilboð fyrir SFS, frá okkar samninganefnd, þar sem við teljum að við séum að koma til móts við þær fullyrðingar um að við séum ósveigjanlegir.“ „Við erum að slá af aðeins í kröfunni um olíunni og nálgast þá með öðrum hætti sem ég get ekki farið út í hér.“ Samkomulag hefur þegar náðst í deilunni um þrjú atriði. Hins vegar hefur ekki náðst saman varðandi kröfur sjómanna um þáttötku þeirra í olíukostnaði og sjómannaafsláttinn. Olíuviðmið er nú 70 prósent en sjómenn hafa gert kröfu um að hækka það í 73 prósent. Núna liggur hins vegar fyrir að þessar kröfur hafa sjómenn lækkað. Valmundur vill ekki gefa upp um það hver krafan er nú. „Við teljum að nú séum við búnir að gera okkar til þess að reyna að leysa þessa deilu og ef það tekst ekki núna, þá er deilan ennþá í hnút.“Þú sagðir áðan að þetta væri lokatilboð sjómanna, hvað þýðir það?„Það þýðir bara að að menn eru ekki tilbúnir að ganga lengra heldur en þetta tilboð hljómar upp á, menn geta ekki slakað meira til.“ Hann segir að tilboðið verði sent til Samtaka fyritækja í sjávarútvegi í dag.Áttu von á því að SFS taki þessu tilboði vel?„Já ég ætla rétt að vona að menn geri það, þetta er sá afsláttur sem við erum tilbúnir að veita og annað ekki.“
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira