Sjómannasamband Íslands mun gera Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi tilboð einhvern tímann í dag sem forsvarsmenn Sjómannasambandsins vonast til að muni leysa kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.
Greint var fyrst frá tilboðinu á vef Ríkisútvarpsins en þar segir Valmundur að um sé að ræða lokahnykk í málinu, ekki verði komist lengra.
„Við erum að reyna að leysa deiluna, annað hvort gengur það eða ekki,“ segir Valmundur í samtali við Vísi um tilboðið.
Hann segist ekki geta tjáð sig um tilboðið á þessu stigi málsins og þá hvort það sé hagstætt sjómönnum. „Það kemur í ljós með tíð og tíma. Það er trúnaður á þessu og við getum ekki greint frá því hvað þetta er.“

