Bretar óttast verðhækkanir á fiski og frönskum vegna verkfalls sjómanna á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2017 11:01 Fiskur og franskar er gríðarlega vinsæll réttur víða um heim, sérstaklega í Bretlandi. Vísir/AFP Breskir neytendur óttast nú að verð á hinum gríðarvinsæla rétti, fiski og frönskum, geti hækkað vegna lítils framboðs af þorski. Verkfalli sjómanna hér á landi er kennt um. Á nýlegu uppboði á fiskmarkaðinum í Grimsby, helsta innflutningsaðila ferks fisk frá Íslandi í Bretlandi, voru aðeins 514 kassar af ferskum fiski til sölu. Í frétt Sky News er það sagt vera minnsta framboð á ferskum fiski í manna minnum. Það hefur gert það að verkum að verð á þorski hefur hækkað úr 2,80 pundum í þrjú pund fyrir hvert kíló, eða úr 396 krónum í 424 krónur. Verð á ýsu hefur einnig hækkað, úr 2,20 pundum í 3,30 pund fyrir hvert kíló. Óttast er þetta muni leiða til þess að verði á fiski og frönskum muni hækka en í frétt Sky News er greint frá því að meirihluti af þorski sem nýttur sé réttinn sé veiddur við Ísland eða í Barentshafi. Í frétt Sky er rætt við Martyn Boyers, framkvæmdastjóra fiskmarkaðar í Grimsby að ástandið sé mjög alvarlegt en kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi og eru þeir farnir að óttast um lífsviðurværi sitt. „Róðurinn er þungur enda reiðum við okkur á fisk frá Íslandi,“ sagði Boyers sem neyðst hefur til þess að segja hluta starfsfólks síns upp störfum. Á vef Guardian er einnig fjallað um verkfall sjómanna hér á landi og þau áhrif sem það hefur í Bretlandi. Þar segir að norskir framleiðendur hafi hagnast á verkfallinu enda sé verð á norskum þorski í hæstu hæðum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í um níu vikur og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Breskir neytendur óttast nú að verð á hinum gríðarvinsæla rétti, fiski og frönskum, geti hækkað vegna lítils framboðs af þorski. Verkfalli sjómanna hér á landi er kennt um. Á nýlegu uppboði á fiskmarkaðinum í Grimsby, helsta innflutningsaðila ferks fisk frá Íslandi í Bretlandi, voru aðeins 514 kassar af ferskum fiski til sölu. Í frétt Sky News er það sagt vera minnsta framboð á ferskum fiski í manna minnum. Það hefur gert það að verkum að verð á þorski hefur hækkað úr 2,80 pundum í þrjú pund fyrir hvert kíló, eða úr 396 krónum í 424 krónur. Verð á ýsu hefur einnig hækkað, úr 2,20 pundum í 3,30 pund fyrir hvert kíló. Óttast er þetta muni leiða til þess að verði á fiski og frönskum muni hækka en í frétt Sky News er greint frá því að meirihluti af þorski sem nýttur sé réttinn sé veiddur við Ísland eða í Barentshafi. Í frétt Sky er rætt við Martyn Boyers, framkvæmdastjóra fiskmarkaðar í Grimsby að ástandið sé mjög alvarlegt en kaupmenn í Grimsby kaupa jafnan mikið af fiski frá Íslandi og eru þeir farnir að óttast um lífsviðurværi sitt. „Róðurinn er þungur enda reiðum við okkur á fisk frá Íslandi,“ sagði Boyers sem neyðst hefur til þess að segja hluta starfsfólks síns upp störfum. Á vef Guardian er einnig fjallað um verkfall sjómanna hér á landi og þau áhrif sem það hefur í Bretlandi. Þar segir að norskir framleiðendur hafi hagnast á verkfallinu enda sé verð á norskum þorski í hæstu hæðum. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í um níu vikur og sér ekki fyrir endann á þeirri deilu.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00
Fiskkaupmenn í Grimsby segja upp starfsfólki vegna verkfalls íslenskra sjómanna Verkfall íslenskra sjómanna hefur nú staðið yfir í á þriðja mánuð og hafa fiskkaupmenn ytra nú neyðst til að bregðast við fiskskortinum með uppsögnum starfsfólks 9. febrúar 2017 10:18
Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00