Björn: Menn höfðu ekki kjarkinn þegar á reyndi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2017 19:51 Björn Einarsson tapaði formannsslagnum á 71. ársþingi KSÍ sem fram fór í Vestmanneyjum í dag. Guðni Bergsson fékk 83 atkvæði eða sautján fleiri atkvæði en Björn sem stóð uppi með 66 atkvæði. „Ég átti von á því að niðurstaðan yrði öðruvísi. Ég stefndi að því allan tímann að verða formaður því maður fer ekki út í svona nema til að vinna. Maður vill alltaf vinna þegar maður fer út í baráttu. Þetta kom mér mjög á óvart og ég er vonsvikinn,“ sagði Björn Einarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir að ársþinginu lauk.Fannst honum stuðningurinn við hann dvína þegar leið á framboðið? „Ég fann fyrir miklum meðbyr og svo jafnaðist baráttan. Þetta voru mjög ólík sýn á málin. Ég stóð fyrir mjög skýrum breytingum sem að ég tel að KSÍ þurfi mjög mikið á að halda. Það þarf að styrkja reksturinn, fá meira gegnsæi, meira traust og meiri trúverðugleika. KSÍ stendur á þannig grunni að þetta eru nauðsynleg skref fyrir KSÍ og ég hvet nýja forystu til að stíga þessi skref sem ég var að tala fyrir,“ sagði Björn.Var fólkið á þinginu sammála því að það þurfi að fara í þær breytingar sem hann var að tala um? „Ég var með mjög skýra framsetningu og uppsetningu allan tímann á mínu framboði og sló aldrei af þeirri hugmyndafræði. Ég var tilbúinn að standa og falla með þeirri hugmyndafræði því ég er svo viss um að þetta séu virkilega hugmyndirnar sem þurfa að ná inn til KSÍ núna,“ sagði Björn.En hvað þarf helst að gerast? „Það er mjög mikilvægt að fara yfir ímyndina og öðlast þetta gagnsæi, traust og trúveruleika sem sambandið verður að hafa. Það má segja að menn voru ekki tilbúnir í þessar breytingar og menn höfðu ekki kjarkinn þegar á reyndi. Niðurstaðan sýndi það í dag,“ sagði Björn. Björn er formaður Víkings og hefur áður verið formaður knattspyrnudeildar Víkings. Mun hann áfram hafa afskipti af íþróttum og þá knattspyrnu sérstaklega? „Já, að sjálfsögðu. Víkingur er mitt félag og það er hluti af hjartanu. Það er það sem rekur mann áfram alla daga. Núna eru mínir kraftar hundrað prósent í Víkingi og að sjálfsögðu í minni góðu og skemmtilegu vinnu,“ sagði Björn en hann er framkvæmdastjóri TVG-Zimsen á Íslandi. Sér hann fyrir sér að gefa kost á sér til annarra trúnaðarstarfa innan KSÍ? „Nei,“ sagði Björn sem ætlar heldur ekki að gefa aftur kost á sér þegar kosið verður um formann KSÍ í framtíðinni. Það má sjá allt viðtalið við Björn Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan. KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjaranefnd mun ekki ákveða laun formanns KSÍ Tillaga sem lá fyrir ársþingi KSÍ um að kjaranefnd myndi ákvarða laun foramnns KSÍ hefur verið felld. 11. febrúar 2017 13:40 Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48 Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57 Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag. 11. febrúar 2017 19:09 Guðni: Sýnist að staðan sé góð Guðni Bergsson segir að formannsslagurinn hafi að mestu verið málefnalegur. 11. febrúar 2017 10:40 Svona var ársþing KSÍ Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 18:30 Heimir: Frambjóðendur hefðu getað sett sig betur inn í suma hluti Heimir Hallgrímsson var ánægður með þá umræðu sem skapaðist í tengslum við formannskjör KSÍ í aðdraganda ársþings sambandsins. 11. febrúar 2017 12:22 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Björn Einarsson tapaði formannsslagnum á 71. ársþingi KSÍ sem fram fór í Vestmanneyjum í dag. Guðni Bergsson fékk 83 atkvæði eða sautján fleiri atkvæði en Björn sem stóð uppi með 66 atkvæði. „Ég átti von á því að niðurstaðan yrði öðruvísi. Ég stefndi að því allan tímann að verða formaður því maður fer ekki út í svona nema til að vinna. Maður vill alltaf vinna þegar maður fer út í baráttu. Þetta kom mér mjög á óvart og ég er vonsvikinn,“ sagði Björn Einarsson í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir að ársþinginu lauk.Fannst honum stuðningurinn við hann dvína þegar leið á framboðið? „Ég fann fyrir miklum meðbyr og svo jafnaðist baráttan. Þetta voru mjög ólík sýn á málin. Ég stóð fyrir mjög skýrum breytingum sem að ég tel að KSÍ þurfi mjög mikið á að halda. Það þarf að styrkja reksturinn, fá meira gegnsæi, meira traust og meiri trúverðugleika. KSÍ stendur á þannig grunni að þetta eru nauðsynleg skref fyrir KSÍ og ég hvet nýja forystu til að stíga þessi skref sem ég var að tala fyrir,“ sagði Björn.Var fólkið á þinginu sammála því að það þurfi að fara í þær breytingar sem hann var að tala um? „Ég var með mjög skýra framsetningu og uppsetningu allan tímann á mínu framboði og sló aldrei af þeirri hugmyndafræði. Ég var tilbúinn að standa og falla með þeirri hugmyndafræði því ég er svo viss um að þetta séu virkilega hugmyndirnar sem þurfa að ná inn til KSÍ núna,“ sagði Björn.En hvað þarf helst að gerast? „Það er mjög mikilvægt að fara yfir ímyndina og öðlast þetta gagnsæi, traust og trúveruleika sem sambandið verður að hafa. Það má segja að menn voru ekki tilbúnir í þessar breytingar og menn höfðu ekki kjarkinn þegar á reyndi. Niðurstaðan sýndi það í dag,“ sagði Björn. Björn er formaður Víkings og hefur áður verið formaður knattspyrnudeildar Víkings. Mun hann áfram hafa afskipti af íþróttum og þá knattspyrnu sérstaklega? „Já, að sjálfsögðu. Víkingur er mitt félag og það er hluti af hjartanu. Það er það sem rekur mann áfram alla daga. Núna eru mínir kraftar hundrað prósent í Víkingi og að sjálfsögðu í minni góðu og skemmtilegu vinnu,“ sagði Björn en hann er framkvæmdastjóri TVG-Zimsen á Íslandi. Sér hann fyrir sér að gefa kost á sér til annarra trúnaðarstarfa innan KSÍ? „Nei,“ sagði Björn sem ætlar heldur ekki að gefa aftur kost á sér þegar kosið verður um formann KSÍ í framtíðinni. Það má sjá allt viðtalið við Björn Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
KSÍ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kjaranefnd mun ekki ákveða laun formanns KSÍ Tillaga sem lá fyrir ársþingi KSÍ um að kjaranefnd myndi ákvarða laun foramnns KSÍ hefur verið felld. 11. febrúar 2017 13:40 Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48 Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57 Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45 Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag. 11. febrúar 2017 19:09 Guðni: Sýnist að staðan sé góð Guðni Bergsson segir að formannsslagurinn hafi að mestu verið málefnalegur. 11. febrúar 2017 10:40 Svona var ársþing KSÍ Ársþingi KSÍ í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 18:30 Heimir: Frambjóðendur hefðu getað sett sig betur inn í suma hluti Heimir Hallgrímsson var ánægður með þá umræðu sem skapaðist í tengslum við formannskjör KSÍ í aðdraganda ársþings sambandsins. 11. febrúar 2017 12:22 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Golf Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Sjá meira
Kjaranefnd mun ekki ákveða laun formanns KSÍ Tillaga sem lá fyrir ársþingi KSÍ um að kjaranefnd myndi ákvarða laun foramnns KSÍ hefur verið felld. 11. febrúar 2017 13:40
Guðni: Enn meiri pólitík en maður átti von á Nýkjörinn formaður KSÍ segist þakklátur og fullur auðmýktar. 11. febrúar 2017 18:48
Þvertekur fyrir að skyndileg breyting ÍH á þingfulltrúa hafi með atkvæðaveiðar að gera Upphaflegi fulltrúi ÍH fór í fýluferð til Eyja en sæti hans tók þingfulltrú með náin tengsl við FH. 11. febrúar 2017 13:57
Guðni Bergsson er nýr formaður KSÍ Æsispennandi formannskosningu á ársþingi Knattspyrnusambands Íslands í Vestmannaeyjum er lokið. 11. febrúar 2017 16:45
Maggi Gylfa kjörinn í aðalstjórn KSÍ Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Guðrún Inga Sívertsen og Vignir Már Þormóðsson voru öll kosin í aðalstjórn KSÍ á 71. ársþingi Knattspyrnusambandsins í Vestmannaeyjum í dag. 11. febrúar 2017 19:09
Guðni: Sýnist að staðan sé góð Guðni Bergsson segir að formannsslagurinn hafi að mestu verið málefnalegur. 11. febrúar 2017 10:40
Heimir: Frambjóðendur hefðu getað sett sig betur inn í suma hluti Heimir Hallgrímsson var ánægður með þá umræðu sem skapaðist í tengslum við formannskjör KSÍ í aðdraganda ársþings sambandsins. 11. febrúar 2017 12:22
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast