Fram tapaði öðrum leiknum í röð í Olís-deild kvenna þegar liðið beið lægri hlut fyrir Haukum, 26-23, á útivelli í dag.
Ramune Pekarskyte skoraði 10 mörk fyrir Hauka sem fóru upp í 3. sæti deildarinnar með sigrinum. Fram er enn á toppnum en nú með jafnmörg stig og Stjarnan.
Haukar voru með frumkvæðið allan leikinn og leiddu jafnan með 2-4 mörkum. Staðan í hálfleik var 16-12.
Fram minnkaði muninn í eitt mark, 20-19, þegar 12 mínútur voru til leiksloka en nær komust Safamýrarstúlkur ekki. Lokatölur 26-23, Haukum í vil.
Ramune var markahæst í liði Hauka með 10 mörk. Guðrún Erla Bjarnadóttir kom næst með fjögur mörk. Þá átti Elín Jóna Þosteinsdóttir frábæran leik í marki Hauka og varði yfir 20 skot.
Steinunn Björnsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Fram.
Mörk Hauka:
Ramune Pekarskyte 10/1, Guðrún Erla Bjarnadóttir 4/2, Erla Eiríksdóttir 3, Maria Ines Da Silva 3, María Karlsdóttir 2, Ragnheiður Ragnarsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 2.
Mörk Fram:
Steinunn Björnsdóttir 5, Ragnheiður Júlíusdóttir 4, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3/1, Rebekka Rut Skúladóttir 2, Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir 1, Elísabet Gunnarsdóttir 1.
