Flogið að feigðarósi Stjórnarmaðurinn skrifar 12. febrúar 2017 11:00 Hlutabréf í Icelandair hafa haldið áfram að falla í Kauphöllinni í vikunni eftir einn svartasta dag í sögu félagsins. Bréf Icelandair hafa tapað ríflega 60% af virði sínu frá því síðasta vor. Ljóst er af afkomuviðvöruninni sem birt var í síðustu viku að félagið hefur sofið á verðinum í samkeppni við innlenda og erlenda keppinauta. Sú tíð er liðin að eina raunhæfa samkeppnin séu íslensk fjársoltin flugfélög rekin áfram meira af draumum en rekstrarfé. Nú er það ekki bara Wow undir stjórn Skúla Mogensen sem sækir á með sinn nýja flugvélaflota, æ víðfeðmara leiðanet og sístækkandi viðskiptavinahóp, heldur alþjóðlegu flugfélögin líka. Nú virðist sem þrjátíu flugfélög ætli að fljúga til og frá Íslandi á komandi sumri. Þetta mikla framboð og virka samkeppni lætur Icelandair líta fremur illa út. Flugfargjöld lækka með harðnandi samkeppni en Icelandair er með of mikinn fastakostnað til að bera sig þegar tekjur fara þverrandi. Flugvélafloti félagsins er líka kominn til ára sinna, með tilheyrandi hávaða og óþægindum fyrir farþega. Icelandair er fast í einskismannslandi. Það er hvorki fínt flugfélag, né ódýrt. Stjórnendur félagsins virðast líka hafa sofið á verðinum, enda kannski ekki við öðru að búast miðað við samsetningu hluthafahóps sem samanstendur meira og minna af lífeyrissjóðum. Það er enginn raunverulegur eigandi til að skammast í mannskapnum þegar syrtir í álinn. Spurningin er því hvort Icelandair standi nokkuð annað til boða en að taka rækilega til í eigin ranni. Félagið þarf að ákveða sig hvort það ætlar að vera fullþjónustu- eða lággjaldaflugfélag, en nú er eins og reynt sé að fara bil beggja. Einnig þarf að taka til á efnahagsreikningnum. Er þannig einhver ástæða fyrir félagið til að standa í umfangsmiklum hótelrekstri þegar svona stendur á? Með sölu á hóteleignum félagsins mætti kaupa félaginu andrými til að taka til í sínum kjarnarekstri. „Back to basics“, eins og einhver sagði.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn WOW Air Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Hlutabréf í Icelandair hafa haldið áfram að falla í Kauphöllinni í vikunni eftir einn svartasta dag í sögu félagsins. Bréf Icelandair hafa tapað ríflega 60% af virði sínu frá því síðasta vor. Ljóst er af afkomuviðvöruninni sem birt var í síðustu viku að félagið hefur sofið á verðinum í samkeppni við innlenda og erlenda keppinauta. Sú tíð er liðin að eina raunhæfa samkeppnin séu íslensk fjársoltin flugfélög rekin áfram meira af draumum en rekstrarfé. Nú er það ekki bara Wow undir stjórn Skúla Mogensen sem sækir á með sinn nýja flugvélaflota, æ víðfeðmara leiðanet og sístækkandi viðskiptavinahóp, heldur alþjóðlegu flugfélögin líka. Nú virðist sem þrjátíu flugfélög ætli að fljúga til og frá Íslandi á komandi sumri. Þetta mikla framboð og virka samkeppni lætur Icelandair líta fremur illa út. Flugfargjöld lækka með harðnandi samkeppni en Icelandair er með of mikinn fastakostnað til að bera sig þegar tekjur fara þverrandi. Flugvélafloti félagsins er líka kominn til ára sinna, með tilheyrandi hávaða og óþægindum fyrir farþega. Icelandair er fast í einskismannslandi. Það er hvorki fínt flugfélag, né ódýrt. Stjórnendur félagsins virðast líka hafa sofið á verðinum, enda kannski ekki við öðru að búast miðað við samsetningu hluthafahóps sem samanstendur meira og minna af lífeyrissjóðum. Það er enginn raunverulegur eigandi til að skammast í mannskapnum þegar syrtir í álinn. Spurningin er því hvort Icelandair standi nokkuð annað til boða en að taka rækilega til í eigin ranni. Félagið þarf að ákveða sig hvort það ætlar að vera fullþjónustu- eða lággjaldaflugfélag, en nú er eins og reynt sé að fara bil beggja. Einnig þarf að taka til á efnahagsreikningnum. Er þannig einhver ástæða fyrir félagið til að standa í umfangsmiklum hótelrekstri þegar svona stendur á? Með sölu á hóteleignum félagsins mætti kaupa félaginu andrými til að taka til í sínum kjarnarekstri. „Back to basics“, eins og einhver sagði.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn WOW Air Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira