Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 26-18 | Bikarmeistararnir fóru örugglega í Höllina Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshöllinni skrifar 10. febrúar 2017 21:15 Ólafur Ægir Ólafsson skoraði fimm mörk. vísir/anton Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta með öruggum sigri á Stjörnunni á heimvelli í kvöld 26-18. Valur gaf tóninn með fjórum fyrstu mörkum leiksins og þó Stjarnan hafi minnkað muninn með góðum hraðaupphlaupum í byrjun leiks þá voru Valsmenn mun sterkari í leiknum. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-10 og náði leikurinn í raun aldrei að vera spennandi. Sóknarleikur Stjörnunnar náði sér aldrei á strik. Liðið átti lengi framan af í miklum vandræðum með að skapa sér færi og svo þegar færin komu voru markverðir Vals, Hlynur Morthens í fyrri hálfleik og Sigurður Ingiberg Ólafsson í seinni hálfleik liðinu erfiðir. Sigurður varði sérstaklega vel og tók mikilvæg dauðafæri þegar Stjarnan fékk tækifæri til að koma sér almennilega inn í leikinn í seinni hálfleik. Valsmenn eiga bikar að verja og kunna vel við sig í þessari keppni. Stjarnan sem lék vel í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir áramót átti aftur á móti í miklum vandræðum í leiknum. Stjarnan lék fína vörn í byrjun seinni hálfleiks en náði ekki að fylgja því eftir hinum megin á vellinum og fyrir vikið landaði Valur öruggum sigri. Vörn og markavarsla hjá Val voru frábær og breiddin mikil í sóknarleiknum. Guðlaugur: Frábært að vera kominn í Höllina„Frábær varnarleikur og góð markvarsla allan leikinn leggur grunninn að þessu og við höldum aga mest allan leikinn sóknarlega,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfara Vals eftir sigurinn í kvöld. „Þeir eru með gríðarlega öfluga hraðaupphlaupsmenn og um leið og við töpuðum boltunum þá refsuðu þeir okkur. Þeir héldu sér inni í leiknum þannig. „Þegar við fækkuðum töpuðu boltunum þá náðum við að byggja upp forskot.“ Það var aðeins í upphafi seinni hálfleiks sem sóknin hjá Val hikstaði en Stjarnan náði ekki að nýta sér það sem skildi. „Allt liðið á hrós skilið fyrir varnarleikinn og markmennirnir klapp á bakið. Við vorum í veseni þegar við vorum að flýta okkur of mikið. Þegar boltinn fékk að ganga og við vorum þolinmóðir fengum við alltaf góð færi,“ sagði Guðlaugur. Valur á bikar að verja og ætlar sér stóra hluti í Laugardalshöllinni síðustu helgina í febrúar. „Þarna vilja allir vera. Það er frábært að vera kominn þangað. Nú er bara að taka næsta leik og fara í úrslitaleikinn. Það er markmiðið.“ Einar: Þýðir ekkert að grafa sig undir parketið„Ég myndi kannski ekki taka svo djúpt í árinni að sóknin hafi verið hörmung en hún hefur verið betri,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar. „Við erum að skjóta illa og skotnýtingin er léleg. Við vorum að skapa okkur oft á tíðum góð færi en þeir voru góðir í markinu hjá Val. Mjög góðir.“ Það var sérstaklega framan af leiknum sem Stjarnan átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi. „Já, við vorum í vandræðum framan af fyrri hálfleik. Svo var það sérstaklega í upphafi seinni hálfleik sem við náðum að opna þá vel en þá voru markmennirnir að vera. „Markmennirnir hjá Val hittu á góðan dag og að sama skapi vorum við ekki alveg nógu stinnir sóknarlega,“ sagði Einar. Stjarnan náði ekki að taka tvo góða leiki í deildinni með sér inni í leikinn í kvöld en Einar sér enga ástæðu til að mála skrattann á veggina. „Við vorum að spila á móti mjög góðu liði. Það er ekkert himinn og jörð að farast þó við töpum einum leik. Auðvitað vildum við vera áfram í þessari keppni og allt það en það er bara áfram gakk og næsti leikur. Það þýðir ekkert að grafa sig undir parketið eftir þetta.“ Olís-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta með öruggum sigri á Stjörnunni á heimvelli í kvöld 26-18. Valur gaf tóninn með fjórum fyrstu mörkum leiksins og þó Stjarnan hafi minnkað muninn með góðum hraðaupphlaupum í byrjun leiks þá voru Valsmenn mun sterkari í leiknum. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-10 og náði leikurinn í raun aldrei að vera spennandi. Sóknarleikur Stjörnunnar náði sér aldrei á strik. Liðið átti lengi framan af í miklum vandræðum með að skapa sér færi og svo þegar færin komu voru markverðir Vals, Hlynur Morthens í fyrri hálfleik og Sigurður Ingiberg Ólafsson í seinni hálfleik liðinu erfiðir. Sigurður varði sérstaklega vel og tók mikilvæg dauðafæri þegar Stjarnan fékk tækifæri til að koma sér almennilega inn í leikinn í seinni hálfleik. Valsmenn eiga bikar að verja og kunna vel við sig í þessari keppni. Stjarnan sem lék vel í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir áramót átti aftur á móti í miklum vandræðum í leiknum. Stjarnan lék fína vörn í byrjun seinni hálfleiks en náði ekki að fylgja því eftir hinum megin á vellinum og fyrir vikið landaði Valur öruggum sigri. Vörn og markavarsla hjá Val voru frábær og breiddin mikil í sóknarleiknum. Guðlaugur: Frábært að vera kominn í Höllina„Frábær varnarleikur og góð markvarsla allan leikinn leggur grunninn að þessu og við höldum aga mest allan leikinn sóknarlega,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfara Vals eftir sigurinn í kvöld. „Þeir eru með gríðarlega öfluga hraðaupphlaupsmenn og um leið og við töpuðum boltunum þá refsuðu þeir okkur. Þeir héldu sér inni í leiknum þannig. „Þegar við fækkuðum töpuðu boltunum þá náðum við að byggja upp forskot.“ Það var aðeins í upphafi seinni hálfleiks sem sóknin hjá Val hikstaði en Stjarnan náði ekki að nýta sér það sem skildi. „Allt liðið á hrós skilið fyrir varnarleikinn og markmennirnir klapp á bakið. Við vorum í veseni þegar við vorum að flýta okkur of mikið. Þegar boltinn fékk að ganga og við vorum þolinmóðir fengum við alltaf góð færi,“ sagði Guðlaugur. Valur á bikar að verja og ætlar sér stóra hluti í Laugardalshöllinni síðustu helgina í febrúar. „Þarna vilja allir vera. Það er frábært að vera kominn þangað. Nú er bara að taka næsta leik og fara í úrslitaleikinn. Það er markmiðið.“ Einar: Þýðir ekkert að grafa sig undir parketið„Ég myndi kannski ekki taka svo djúpt í árinni að sóknin hafi verið hörmung en hún hefur verið betri,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar. „Við erum að skjóta illa og skotnýtingin er léleg. Við vorum að skapa okkur oft á tíðum góð færi en þeir voru góðir í markinu hjá Val. Mjög góðir.“ Það var sérstaklega framan af leiknum sem Stjarnan átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi. „Já, við vorum í vandræðum framan af fyrri hálfleik. Svo var það sérstaklega í upphafi seinni hálfleik sem við náðum að opna þá vel en þá voru markmennirnir að vera. „Markmennirnir hjá Val hittu á góðan dag og að sama skapi vorum við ekki alveg nógu stinnir sóknarlega,“ sagði Einar. Stjarnan náði ekki að taka tvo góða leiki í deildinni með sér inni í leikinn í kvöld en Einar sér enga ástæðu til að mála skrattann á veggina. „Við vorum að spila á móti mjög góðu liði. Það er ekkert himinn og jörð að farast þó við töpum einum leik. Auðvitað vildum við vera áfram í þessari keppni og allt það en það er bara áfram gakk og næsti leikur. Það þýðir ekkert að grafa sig undir parketið eftir þetta.“
Olís-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti