Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 26-18 | Bikarmeistararnir fóru örugglega í Höllina Guðmundur Marinó Ingvarsson í Valshöllinni skrifar 10. febrúar 2017 21:15 Ólafur Ægir Ólafsson skoraði fimm mörk. vísir/anton Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta með öruggum sigri á Stjörnunni á heimvelli í kvöld 26-18. Valur gaf tóninn með fjórum fyrstu mörkum leiksins og þó Stjarnan hafi minnkað muninn með góðum hraðaupphlaupum í byrjun leiks þá voru Valsmenn mun sterkari í leiknum. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-10 og náði leikurinn í raun aldrei að vera spennandi. Sóknarleikur Stjörnunnar náði sér aldrei á strik. Liðið átti lengi framan af í miklum vandræðum með að skapa sér færi og svo þegar færin komu voru markverðir Vals, Hlynur Morthens í fyrri hálfleik og Sigurður Ingiberg Ólafsson í seinni hálfleik liðinu erfiðir. Sigurður varði sérstaklega vel og tók mikilvæg dauðafæri þegar Stjarnan fékk tækifæri til að koma sér almennilega inn í leikinn í seinni hálfleik. Valsmenn eiga bikar að verja og kunna vel við sig í þessari keppni. Stjarnan sem lék vel í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir áramót átti aftur á móti í miklum vandræðum í leiknum. Stjarnan lék fína vörn í byrjun seinni hálfleiks en náði ekki að fylgja því eftir hinum megin á vellinum og fyrir vikið landaði Valur öruggum sigri. Vörn og markavarsla hjá Val voru frábær og breiddin mikil í sóknarleiknum. Guðlaugur: Frábært að vera kominn í Höllina„Frábær varnarleikur og góð markvarsla allan leikinn leggur grunninn að þessu og við höldum aga mest allan leikinn sóknarlega,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfara Vals eftir sigurinn í kvöld. „Þeir eru með gríðarlega öfluga hraðaupphlaupsmenn og um leið og við töpuðum boltunum þá refsuðu þeir okkur. Þeir héldu sér inni í leiknum þannig. „Þegar við fækkuðum töpuðu boltunum þá náðum við að byggja upp forskot.“ Það var aðeins í upphafi seinni hálfleiks sem sóknin hjá Val hikstaði en Stjarnan náði ekki að nýta sér það sem skildi. „Allt liðið á hrós skilið fyrir varnarleikinn og markmennirnir klapp á bakið. Við vorum í veseni þegar við vorum að flýta okkur of mikið. Þegar boltinn fékk að ganga og við vorum þolinmóðir fengum við alltaf góð færi,“ sagði Guðlaugur. Valur á bikar að verja og ætlar sér stóra hluti í Laugardalshöllinni síðustu helgina í febrúar. „Þarna vilja allir vera. Það er frábært að vera kominn þangað. Nú er bara að taka næsta leik og fara í úrslitaleikinn. Það er markmiðið.“ Einar: Þýðir ekkert að grafa sig undir parketið„Ég myndi kannski ekki taka svo djúpt í árinni að sóknin hafi verið hörmung en hún hefur verið betri,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar. „Við erum að skjóta illa og skotnýtingin er léleg. Við vorum að skapa okkur oft á tíðum góð færi en þeir voru góðir í markinu hjá Val. Mjög góðir.“ Það var sérstaklega framan af leiknum sem Stjarnan átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi. „Já, við vorum í vandræðum framan af fyrri hálfleik. Svo var það sérstaklega í upphafi seinni hálfleik sem við náðum að opna þá vel en þá voru markmennirnir að vera. „Markmennirnir hjá Val hittu á góðan dag og að sama skapi vorum við ekki alveg nógu stinnir sóknarlega,“ sagði Einar. Stjarnan náði ekki að taka tvo góða leiki í deildinni með sér inni í leikinn í kvöld en Einar sér enga ástæðu til að mála skrattann á veggina. „Við vorum að spila á móti mjög góðu liði. Það er ekkert himinn og jörð að farast þó við töpum einum leik. Auðvitað vildum við vera áfram í þessari keppni og allt það en það er bara áfram gakk og næsti leikur. Það þýðir ekkert að grafa sig undir parketið eftir þetta.“ Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í handbolta með öruggum sigri á Stjörnunni á heimvelli í kvöld 26-18. Valur gaf tóninn með fjórum fyrstu mörkum leiksins og þó Stjarnan hafi minnkað muninn með góðum hraðaupphlaupum í byrjun leiks þá voru Valsmenn mun sterkari í leiknum. Valur var fjórum mörkum yfir í hálfleik 14-10 og náði leikurinn í raun aldrei að vera spennandi. Sóknarleikur Stjörnunnar náði sér aldrei á strik. Liðið átti lengi framan af í miklum vandræðum með að skapa sér færi og svo þegar færin komu voru markverðir Vals, Hlynur Morthens í fyrri hálfleik og Sigurður Ingiberg Ólafsson í seinni hálfleik liðinu erfiðir. Sigurður varði sérstaklega vel og tók mikilvæg dauðafæri þegar Stjarnan fékk tækifæri til að koma sér almennilega inn í leikinn í seinni hálfleik. Valsmenn eiga bikar að verja og kunna vel við sig í þessari keppni. Stjarnan sem lék vel í fyrstu tveimur leikjum sínum eftir áramót átti aftur á móti í miklum vandræðum í leiknum. Stjarnan lék fína vörn í byrjun seinni hálfleiks en náði ekki að fylgja því eftir hinum megin á vellinum og fyrir vikið landaði Valur öruggum sigri. Vörn og markavarsla hjá Val voru frábær og breiddin mikil í sóknarleiknum. Guðlaugur: Frábært að vera kominn í Höllina„Frábær varnarleikur og góð markvarsla allan leikinn leggur grunninn að þessu og við höldum aga mest allan leikinn sóknarlega,“ sagði Guðlaugur Arnarsson annar þjálfara Vals eftir sigurinn í kvöld. „Þeir eru með gríðarlega öfluga hraðaupphlaupsmenn og um leið og við töpuðum boltunum þá refsuðu þeir okkur. Þeir héldu sér inni í leiknum þannig. „Þegar við fækkuðum töpuðu boltunum þá náðum við að byggja upp forskot.“ Það var aðeins í upphafi seinni hálfleiks sem sóknin hjá Val hikstaði en Stjarnan náði ekki að nýta sér það sem skildi. „Allt liðið á hrós skilið fyrir varnarleikinn og markmennirnir klapp á bakið. Við vorum í veseni þegar við vorum að flýta okkur of mikið. Þegar boltinn fékk að ganga og við vorum þolinmóðir fengum við alltaf góð færi,“ sagði Guðlaugur. Valur á bikar að verja og ætlar sér stóra hluti í Laugardalshöllinni síðustu helgina í febrúar. „Þarna vilja allir vera. Það er frábært að vera kominn þangað. Nú er bara að taka næsta leik og fara í úrslitaleikinn. Það er markmiðið.“ Einar: Þýðir ekkert að grafa sig undir parketið„Ég myndi kannski ekki taka svo djúpt í árinni að sóknin hafi verið hörmung en hún hefur verið betri,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Stjörnunnar. „Við erum að skjóta illa og skotnýtingin er léleg. Við vorum að skapa okkur oft á tíðum góð færi en þeir voru góðir í markinu hjá Val. Mjög góðir.“ Það var sérstaklega framan af leiknum sem Stjarnan átti í miklum vandræðum með að skapa sér færi. „Já, við vorum í vandræðum framan af fyrri hálfleik. Svo var það sérstaklega í upphafi seinni hálfleik sem við náðum að opna þá vel en þá voru markmennirnir að vera. „Markmennirnir hjá Val hittu á góðan dag og að sama skapi vorum við ekki alveg nógu stinnir sóknarlega,“ sagði Einar. Stjarnan náði ekki að taka tvo góða leiki í deildinni með sér inni í leikinn í kvöld en Einar sér enga ástæðu til að mála skrattann á veggina. „Við vorum að spila á móti mjög góðu liði. Það er ekkert himinn og jörð að farast þó við töpum einum leik. Auðvitað vildum við vera áfram í þessari keppni og allt það en það er bara áfram gakk og næsti leikur. Það þýðir ekkert að grafa sig undir parketið eftir þetta.“
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira