Lewis Hamilton varð annar fljótasti ökumaður dagsins á Mercedes bílnum. Hann ók 66 hringi en Raikkonen 108. Liðsfélagi Hamilton, Valtteri Bottas varð sjöundi fljótasti ökumaðurinn í dag en ók 102 hringi. Mercedes bíllinn fór því 168 hringi í dag.

Vandræði McLaren liðsins minnkuðu aðeins í dag. Bíllinn komst 40 hringi undir stjórn Stoffel Vandoorne. Lance Stroll á Williams bílnum var hægastur og ók skemmst í dag. Hann snéri bílnum snemma á æfingunni og bíllinn skemmdist við snúninginn og Stroll gat ekki ekið meira í dag.