Milljarðahagnaður WOW air á liðnu ári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 09:51 Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air. Vísir/Vilhelm Hagnaður flugfélagsins WOW air á síðasta ári nam 4,3 milljörðum króna að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. „Rekstarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og tekjuskatt (EBITDA) var 5,6 milljarðar króna og jókst um 3,2 milljarða milli ára. Rekstarhagnaður félagsins árið 2016 var 3,7 milljarðar króna samanborið við 1,5 milljarð árið 2015. Hagnaður ársins 2016 eftir tekjukatt var 4,3 milljarðar króna,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins en hana má sjá í heild sinni hér að neðan:Tekjur WOW air árið 2016 námu 36,7 milljörðum króna sem er 111% aukning miðað við árið á undan en þá námu þær 17 milljörðum króna. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og tekjuskatt (EBITDA) var 5,6 milljarðar króna og jókst um 3,2 milljarða milli ára. Rekstarhagnaður félagsins árið 2016 var 3,7 milljarðar króna samanborið við 1,5 milljarð árið 2015. Hagnaður ársins 2016 eftir tekjukatt var 4,3 milljarðar króna.Á síðasta ári bætti félagið sjö þotum við flotann og var með tólf þotur í rekstri í lok ársins; tvær Airbus A320, þrjár Airbus A330 breiðþotur og sjö Airbus A321. Fjórar af þessum þotum eru í eigu félagsins. Í ár mun WOW air bæta við sig fimm glænýjum Airbus þotum og verður þá floti félagsins orðinn 17 þotur.Árið 2016 flutti WOW air 1.668.773 farþega en það er 130% fjölgun farþega frá árinu áður. Í ár gerir félagið ráð fyrir því að fljúga með um 3 milljónir farþega. Heildarsætanýting árið 2016 var 88% en árinu áður var heildarsætanýtingin 86%. Á árinu flaug félagið til yfir þrjátíu áfangastaða beggja vegna Atlansthafsins.Fjölda áfangastaða WOW air í Norður-Ameríku fjölgaði úr tveimur í sjö á síðasta ári. Síðastliðið vor hóf félagið áætlunarflug til vesturstrandar Bandaríkjanna; til Los Angeles og San Francisco. Síðan flug hófst til vesturstrandarinnar hefur fjöldi farþega frá borgunum tveimur aukist um 340%. Einnig hóf félagið flug allan ársins hring til kanadísku borganna Toronto og Montréal en síðan þá hefur fjöldi ferðamanna frá Kanada aukist um 78% á milli ára. New York bættist svo við leiðarkerfið í lok nóvember á síðasta ári.Á síðasta ári störfuðu um 720 manns hjá WOW air sem er 157% starfsmannaaukning frá árinu áður en árið 2015 störfuðu 280 manns hjá félaginu. Í ár, 2017 er gert ráð fyrir að starfsmannafjöldi félagsins verði um 1100 manns.„Árið 2016 var magnað í alla staði og ekki hægt annað en að vera ánægður með þennan frábæra árangur. Við fórum af stað með háleit markmið um mikla stækkun á öllum sviðum og það er búið að vera óheyrilega gaman að vinna með öllu okkar frábæra starfsfólki við að ná tilsettum markmiðum og gott betur. Þetta er þeirra sigur. Að sama skapi er ljóst að samkeppnin til og frá Íslandi sem og yfir hafið hefur aldrei verið meiri. Við höfum aldrei verið jafn vel í stakk búin að takast á við þessar áskoranir og munum halda áfram að lækka fargjöld öllum til hagsbóta“, segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.Lykiltölur• Tekjur ársins 2016 námu rúmlega 36,7 milljörðum króna, samanborið við 17 milljarða króna frá árinu áður.• EBITDAR hagnaður ársins 2016 nam 10,5 milljörðum eða 28,5% af tekjum.• EBITDA hagnaður ársins 2016 nam 5,6 milljörðum eða 15,2% af tekjum.• EBIT hagnaður ársins 2016 nam 3,7 milljörðum eða 10,0% af tekjum.• Hagnaður WOW air eftir tekjuskatt nam 4,3 milljörðum eða 11,8% af tekjum. WOW Air Tengdar fréttir Farþegafjöldi WOW air jókst um 237% í janúar WOW air flutti 170 þúsund farþega til og frá Íslandi í janúar eða um 237% fleiri farþega en í janúar í fyrra. 7. febrúar 2017 11:59 WOW air býður „me, me, me“ kynslóðina velkomna um borð WOW air vísaði í gær í orð Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra samkeppnisaðilans Icelandair Group, í tísti á Twitter þar sem "me, me, me“ kynslóðin er boðin velkomin um borð í vélar flugfélagsins. 9. febrúar 2017 10:12 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Hagnaður flugfélagsins WOW air á síðasta ári nam 4,3 milljörðum króna að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu. Tekjur flugfélagsins jukust gríðarlega á milli ára, eða um 111 prósent, en tekjurnar í fyrra námu alls 36,7 milljörðum króna. Árið 2015 voru þær 17 milljarðar króna. „Rekstarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og tekjuskatt (EBITDA) var 5,6 milljarðar króna og jókst um 3,2 milljarða milli ára. Rekstarhagnaður félagsins árið 2016 var 3,7 milljarðar króna samanborið við 1,5 milljarð árið 2015. Hagnaður ársins 2016 eftir tekjukatt var 4,3 milljarðar króna,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins en hana má sjá í heild sinni hér að neðan:Tekjur WOW air árið 2016 námu 36,7 milljörðum króna sem er 111% aukning miðað við árið á undan en þá námu þær 17 milljörðum króna. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsgjöld og tekjuskatt (EBITDA) var 5,6 milljarðar króna og jókst um 3,2 milljarða milli ára. Rekstarhagnaður félagsins árið 2016 var 3,7 milljarðar króna samanborið við 1,5 milljarð árið 2015. Hagnaður ársins 2016 eftir tekjukatt var 4,3 milljarðar króna.Á síðasta ári bætti félagið sjö þotum við flotann og var með tólf þotur í rekstri í lok ársins; tvær Airbus A320, þrjár Airbus A330 breiðþotur og sjö Airbus A321. Fjórar af þessum þotum eru í eigu félagsins. Í ár mun WOW air bæta við sig fimm glænýjum Airbus þotum og verður þá floti félagsins orðinn 17 þotur.Árið 2016 flutti WOW air 1.668.773 farþega en það er 130% fjölgun farþega frá árinu áður. Í ár gerir félagið ráð fyrir því að fljúga með um 3 milljónir farþega. Heildarsætanýting árið 2016 var 88% en árinu áður var heildarsætanýtingin 86%. Á árinu flaug félagið til yfir þrjátíu áfangastaða beggja vegna Atlansthafsins.Fjölda áfangastaða WOW air í Norður-Ameríku fjölgaði úr tveimur í sjö á síðasta ári. Síðastliðið vor hóf félagið áætlunarflug til vesturstrandar Bandaríkjanna; til Los Angeles og San Francisco. Síðan flug hófst til vesturstrandarinnar hefur fjöldi farþega frá borgunum tveimur aukist um 340%. Einnig hóf félagið flug allan ársins hring til kanadísku borganna Toronto og Montréal en síðan þá hefur fjöldi ferðamanna frá Kanada aukist um 78% á milli ára. New York bættist svo við leiðarkerfið í lok nóvember á síðasta ári.Á síðasta ári störfuðu um 720 manns hjá WOW air sem er 157% starfsmannaaukning frá árinu áður en árið 2015 störfuðu 280 manns hjá félaginu. Í ár, 2017 er gert ráð fyrir að starfsmannafjöldi félagsins verði um 1100 manns.„Árið 2016 var magnað í alla staði og ekki hægt annað en að vera ánægður með þennan frábæra árangur. Við fórum af stað með háleit markmið um mikla stækkun á öllum sviðum og það er búið að vera óheyrilega gaman að vinna með öllu okkar frábæra starfsfólki við að ná tilsettum markmiðum og gott betur. Þetta er þeirra sigur. Að sama skapi er ljóst að samkeppnin til og frá Íslandi sem og yfir hafið hefur aldrei verið meiri. Við höfum aldrei verið jafn vel í stakk búin að takast á við þessar áskoranir og munum halda áfram að lækka fargjöld öllum til hagsbóta“, segir Skúli Mogensen forstjóri og stofnandi WOW air.Lykiltölur• Tekjur ársins 2016 námu rúmlega 36,7 milljörðum króna, samanborið við 17 milljarða króna frá árinu áður.• EBITDAR hagnaður ársins 2016 nam 10,5 milljörðum eða 28,5% af tekjum.• EBITDA hagnaður ársins 2016 nam 5,6 milljörðum eða 15,2% af tekjum.• EBIT hagnaður ársins 2016 nam 3,7 milljörðum eða 10,0% af tekjum.• Hagnaður WOW air eftir tekjuskatt nam 4,3 milljörðum eða 11,8% af tekjum.
WOW Air Tengdar fréttir Farþegafjöldi WOW air jókst um 237% í janúar WOW air flutti 170 þúsund farþega til og frá Íslandi í janúar eða um 237% fleiri farþega en í janúar í fyrra. 7. febrúar 2017 11:59 WOW air býður „me, me, me“ kynslóðina velkomna um borð WOW air vísaði í gær í orð Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra samkeppnisaðilans Icelandair Group, í tísti á Twitter þar sem "me, me, me“ kynslóðin er boðin velkomin um borð í vélar flugfélagsins. 9. febrúar 2017 10:12 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Farþegafjöldi WOW air jókst um 237% í janúar WOW air flutti 170 þúsund farþega til og frá Íslandi í janúar eða um 237% fleiri farþega en í janúar í fyrra. 7. febrúar 2017 11:59
WOW air býður „me, me, me“ kynslóðina velkomna um borð WOW air vísaði í gær í orð Björgólfs Jóhannssonar, forstjóra samkeppnisaðilans Icelandair Group, í tísti á Twitter þar sem "me, me, me“ kynslóðin er boðin velkomin um borð í vélar flugfélagsins. 9. febrúar 2017 10:12