Jafet fékk að eiga Bensa bikarinn: Fólk á Íslandi hrætt við það sem það þekkir ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2017 20:45 Jafet Örn Þorsteinsson úr HFK vann Bensabikarinn til eignar á Íslandsmótinu í ólympískum hnefaleikum sem lauk í gærkvöldi en mótið fór fram í hinum nýja Mjölniskastala. Hann stefnir nú á atvinnumennsku. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Jafet Örn keppir í -75 kílógramma flokki og hefur verið afar sigursæll síðustu ár. Svo vel að hann hefur fengið hinn eftirsótta Bensa bikar til eignar, eftir að hafa fengið hann afhentan þrisvar í röð. Bensa bikarinn fær sá hnefaleikakappi sem talið er hafa staðið sig best á Íslandsmótinu í hvert sinn. Í úrslitum lagði Jafet Arnór Má Grímsson, en bardaginn þótti afar jafn. Dómarar voru ekki einhuga, ákvörðunin var klofin eins og sagt er, en Jafet stóð uppi sem sigurvegari. „Arnór er mjög efnilegur strákur og þetta var hörku bardagi alveg eins og í fyrra. Bara mjög skemmtilegt,“ sagði Jafet Örn Þorsteinsson í samtali við Kjartan Atla. Alls var keppt í átta flokkum, sex karlaflokkum og tveimur kvennaflokkum. Jafet segir að hnefaleikar séu vaxandi á Íslandi, en samt telur hann Íslendinga var svolítið fordómafulla í garð íþróttarinnar. „Ísland er mjög eftirá. Þetta var bannað svo lengi hérna og fólk er bara hrætt við það sem það þekkir ekki,“ sagði Jafet Örn. Nú hefur Jafet átt frábæru gengi að fagna í mótum hér á landi, en hver eru næstu skref? „Ég stefni á Norðurlandamót núna og ná svo fyrsta atvinnumannabardaganum í lok árs. Það er ekki alveg komið á hreint hvort það verður í Svíþjóð eða Danmörku,“ sagði Jafet Örn. Box Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira
Jafet Örn Þorsteinsson úr HFK vann Bensabikarinn til eignar á Íslandsmótinu í ólympískum hnefaleikum sem lauk í gærkvöldi en mótið fór fram í hinum nýja Mjölniskastala. Hann stefnir nú á atvinnumennsku. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við hann í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Jafet Örn keppir í -75 kílógramma flokki og hefur verið afar sigursæll síðustu ár. Svo vel að hann hefur fengið hinn eftirsótta Bensa bikar til eignar, eftir að hafa fengið hann afhentan þrisvar í röð. Bensa bikarinn fær sá hnefaleikakappi sem talið er hafa staðið sig best á Íslandsmótinu í hvert sinn. Í úrslitum lagði Jafet Arnór Má Grímsson, en bardaginn þótti afar jafn. Dómarar voru ekki einhuga, ákvörðunin var klofin eins og sagt er, en Jafet stóð uppi sem sigurvegari. „Arnór er mjög efnilegur strákur og þetta var hörku bardagi alveg eins og í fyrra. Bara mjög skemmtilegt,“ sagði Jafet Örn Þorsteinsson í samtali við Kjartan Atla. Alls var keppt í átta flokkum, sex karlaflokkum og tveimur kvennaflokkum. Jafet segir að hnefaleikar séu vaxandi á Íslandi, en samt telur hann Íslendinga var svolítið fordómafulla í garð íþróttarinnar. „Ísland er mjög eftirá. Þetta var bannað svo lengi hérna og fólk er bara hrætt við það sem það þekkir ekki,“ sagði Jafet Örn. Nú hefur Jafet átt frábæru gengi að fagna í mótum hér á landi, en hver eru næstu skref? „Ég stefni á Norðurlandamót núna og ná svo fyrsta atvinnumannabardaganum í lok árs. Það er ekki alveg komið á hreint hvort það verður í Svíþjóð eða Danmörku,“ sagði Jafet Örn.
Box Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Komnir með þrettán stiga forskot „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Valskonur unnu meistarana „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Lárus hættir sem forseti ÍSÍ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Atli Sigurjóns framlengir við KR Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hatar samfélagsmiðla Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Sjá meira