Óskarinn áfram á Hlíðarenda Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. febrúar 2017 06:00 Anton Rúnarsson og Orri Freyr Gíslason lyfta Coca Cola-bikarnum eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik. Valsmenn vörðu þar með bikarmeistaratitilinn en þeir hafa alls tíu sinnum orðið bikarmeistarar, oftast allra liða. vísir/andri marinó Það væri kannski rétt að endurnefna bikarinn sem keppt er um í Coca Cola-bikar karla Óskarinn. Enginn þjálfari hefur nefnilega unnið bikarinn jafn oft og Óskar Bjarni Óskarsson sem stýrði Val í fimmta sinn til sigurs í bikarkeppninni á laugardaginn. Valur vann þá fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 22-26. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 14 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg,“ sagði Óskar Bjarni sem stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir rýra uppskeru í úrslitakeppni Íslandsmótsins en í bikarkeppninni er enginn betri. Óskar Bjarni er eflaust montinn af öllum bikartitlunum fimm en þessi síðasti hlýtur að vera ansi sérstakur.Mikið álag á Valsmönnum Bikarúrslitaleikurinn á laugardaginn var fimmti leikur Vals á 11 dögum. Þeir unnu Aftureldingu í Olís-deildinni miðvikudaginn 15. febrúar, fóru svo til Svartfjallalands og slógu RK Partizan 1949 út í Áskorendabikar Evrópu, komu svo heim og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Valsmenn virtust að þrotum komnir í seinni hálfleiknum gegn FH en fundu samt kraft til að landa sigrinum. Gegn FH héldu Valsmenn hreinu síðustu sex mínúturnar og gegn Aftureldingu fengu þeir aðeins eitt mark á sig á síðustu sex mínútunum leiksins. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru magnaðir í miðri Valsvörninni og hinn síungi Hlynur Morthens varði mikilvæga bolta á lokakaflanum. Anton Rúnarsson stýrði sóknarleik Vals af festu í bikarúrslitaleiknum. Undir lok hans breytti Afturelding yfir í framliggjandi vörn sem gafst svo vel gegn Haukum. Anton segist hafa verið undir það búinn. „Mér fannst við leysa það mjög vel. Ég var alveg viðbúinn því að þeir myndu spila þetta og við vorum alveg klárir fyrir þetta,“ sagði Anton sem skoraði sex mörk í leiknum.Góð sending frá Króatíu Besti sóknarmaður Vals í leiknum var hins vegar króatíska skyttan Josip Juric Grgic sem kom til félagsins fyrir tímabilið. Josip valdi svo sannarlega rétta tímann til að eiga sinn besta leik í treyju Vals. Hann skoraði 10 mörk í leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Tvö þeirra komu á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Að sjálfsögðu kom ég hingað til að vinna titla. Það er kannski djarft að segja það en við undirbúum okkur fyrir það,“ sagði hinn 21 árs gamli Josip sem ítrekaði mikilvægi liðsheildarinnar. „Ég skoraði kannski 10 mörk en þetta var liðssigur. Þetta er sigur okkar allra. Það skiptir ekki máli hver skorar.“ Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Það væri kannski rétt að endurnefna bikarinn sem keppt er um í Coca Cola-bikar karla Óskarinn. Enginn þjálfari hefur nefnilega unnið bikarinn jafn oft og Óskar Bjarni Óskarsson sem stýrði Val í fimmta sinn til sigurs í bikarkeppninni á laugardaginn. Valur vann þá fjögurra marka sigur á Aftureldingu, 22-26. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 14 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg,“ sagði Óskar Bjarni sem stýrir Valsliðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir rýra uppskeru í úrslitakeppni Íslandsmótsins en í bikarkeppninni er enginn betri. Óskar Bjarni er eflaust montinn af öllum bikartitlunum fimm en þessi síðasti hlýtur að vera ansi sérstakur.Mikið álag á Valsmönnum Bikarúrslitaleikurinn á laugardaginn var fimmti leikur Vals á 11 dögum. Þeir unnu Aftureldingu í Olís-deildinni miðvikudaginn 15. febrúar, fóru svo til Svartfjallalands og slógu RK Partizan 1949 út í Áskorendabikar Evrópu, komu svo heim og tryggðu sér bikarmeistaratitilinn. Valsmenn virtust að þrotum komnir í seinni hálfleiknum gegn FH en fundu samt kraft til að landa sigrinum. Gegn FH héldu Valsmenn hreinu síðustu sex mínúturnar og gegn Aftureldingu fengu þeir aðeins eitt mark á sig á síðustu sex mínútunum leiksins. Bræðurnir Orri Freyr og Ýmir Örn Gíslasynir voru magnaðir í miðri Valsvörninni og hinn síungi Hlynur Morthens varði mikilvæga bolta á lokakaflanum. Anton Rúnarsson stýrði sóknarleik Vals af festu í bikarúrslitaleiknum. Undir lok hans breytti Afturelding yfir í framliggjandi vörn sem gafst svo vel gegn Haukum. Anton segist hafa verið undir það búinn. „Mér fannst við leysa það mjög vel. Ég var alveg viðbúinn því að þeir myndu spila þetta og við vorum alveg klárir fyrir þetta,“ sagði Anton sem skoraði sex mörk í leiknum.Góð sending frá Króatíu Besti sóknarmaður Vals í leiknum var hins vegar króatíska skyttan Josip Juric Grgic sem kom til félagsins fyrir tímabilið. Josip valdi svo sannarlega rétta tímann til að eiga sinn besta leik í treyju Vals. Hann skoraði 10 mörk í leiknum, þar af sjö í seinni hálfleik. Tvö þeirra komu á síðustu fjórum mínútum leiksins. „Að sjálfsögðu kom ég hingað til að vinna titla. Það er kannski djarft að segja það en við undirbúum okkur fyrir það,“ sagði hinn 21 árs gamli Josip sem ítrekaði mikilvægi liðsheildarinnar. „Ég skoraði kannski 10 mörk en þetta var liðssigur. Þetta er sigur okkar allra. Það skiptir ekki máli hver skorar.“
Olís-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira