Svart laxeldi Bubbi Morthens skrifar 27. febrúar 2017 08:00 Hallgerður Hauksdóttir, formaður stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, segir í viðtali við Fréttatímann að sambandið hafi orðið talsverðar áhyggjur af auknu laxeldi á Íslandi. Hún segir að það sé ekki eðlilegt að svo stór hluti eldisdýra deyi í dýraeldi almennt séð en að annað eigi við um þauleldi eins og laxeldi. Þauleldi er það eldi þegar þrengsli dýranna, sem eru ræktuð, eru talsverð, eldið þarf að fara í mat á umhverfisáhrifum og þegar „velferð dýra er fórnað fyrir hámörkun nytja“, eins og Hallgerður segir. „Ég hef orðið verulegar áhyggjur af þessu. Það eru afföll í þauleldi vegna mikilla þrengsla eða sjúkdóma. Annars á ekkert við að tala um eðlileg afföll í dýraeldi.“ Þá er þetta byrjað. Fiskar sleppa úr eldiskvíum um gat á botni silungaeldiskvía í Dýrafirði. Og þegar spurt er hversu mikið slapp þá er svarið: Við vitum það ekki. Það virðist hafa gerst líka í fyrra að regnbogasilungur hafi sloppið en enginn vill kannast við það úr eldisiðnaðinum. Það kom í ljós síðastliðið sumar þegar menn fóru að mokveiða regnbogasilung við hafnarbakkann. Stangveiðimenn í ám fyrir vestan fóru líka að fá regnbogasilung á fluguna. Þetta mun líka gerast í laxeldinu, þar gera menn einfaldlega ráð fyrir því í öllum útreikningum að lax sleppi. Eldi á ófrjóum laxi er ekki á frumstigi eins og sumir vilja halda fram, það hefur þegar verið stundað í Noregi og þar eru menn að tala um að það sé það sem koma skal. Ég held að ef einhver sem vill græða og hefur það eitt að leiðarljósi spyrði Bændasamtökin hvort þau væru ekki til í að hjálpa honum að flytja inn sauðfé frá Nýja-Sjálandi, nautgripi frá Texas og hross frá Arabíu og hafa þetta allt í girðingu á hálendinu gegn loforði um að ekkert þessara dýra myndi blandast við íslenska kynið, þá fengi sá bara eitt svar: ALDREI. Allt eftirlit í skötulíki Íslenskur lax hefur þróast í árþúsundir. Hann var hér löngu áður en fyrstu mennirnir námu land. Eldismenn vita af fenginni reynslu í Noregi, því þaðan koma þeir flestir sem eiga eldið á Íslandi, að þetta gullgrafaraævintýri þeirra mun eyðileggja íslenska laxastofninn alveg eins og hefur gerst í heimalandi þeirra. Hér er allt eftirlit í skötulíki sem sýnir sig best þegar þeir sem eiga að fylgjast með sínum eigin kvíum vita ekki að það er búið að vera gat á botninum á kvínni í langan tíma. Matvælastofnun sem á að hafa eftirlit með eldinu er ekki að standa sig. Í raun er það fyrirtæki búið að sýna að þar á bæ virðast menn telja það vera sitt helsta hlutverk að stimpla sig inn og út og forðast allt vesen, eins og kom fram í Brúneggjamálinu. Matvælastofnun verður að taka sig taki og taka á þessum málum. Laxeldi á Íslandi, sem og silungseldi, er stjórnlaus iðnaður. Þar ríkir villta vesturs stemning. Þar eru menn sem ætla sér að græða á sofandahætti stjórnvalda, koma hingað til lands og kaupa hvern fjörðinn eftir annan með það eitt markmið að græða á því að eyðileggja íslenska náttúru. Síðan geta menn íhugað hvers vegna Alþjóðaheilbrigðistofnun Evrópu varar fólk við að eta of mikið af eldislaxi. Það er af því að hann er of mengaður, fullur af sýklalyfjum, þungmálmum og litarefnum og sérstaklega varasamur fyrir börn og ófrískar konur. Haft beint eftir þeim háu herrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Mest lesið Halldór 11.01.2025 Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, segir í viðtali við Fréttatímann að sambandið hafi orðið talsverðar áhyggjur af auknu laxeldi á Íslandi. Hún segir að það sé ekki eðlilegt að svo stór hluti eldisdýra deyi í dýraeldi almennt séð en að annað eigi við um þauleldi eins og laxeldi. Þauleldi er það eldi þegar þrengsli dýranna, sem eru ræktuð, eru talsverð, eldið þarf að fara í mat á umhverfisáhrifum og þegar „velferð dýra er fórnað fyrir hámörkun nytja“, eins og Hallgerður segir. „Ég hef orðið verulegar áhyggjur af þessu. Það eru afföll í þauleldi vegna mikilla þrengsla eða sjúkdóma. Annars á ekkert við að tala um eðlileg afföll í dýraeldi.“ Þá er þetta byrjað. Fiskar sleppa úr eldiskvíum um gat á botni silungaeldiskvía í Dýrafirði. Og þegar spurt er hversu mikið slapp þá er svarið: Við vitum það ekki. Það virðist hafa gerst líka í fyrra að regnbogasilungur hafi sloppið en enginn vill kannast við það úr eldisiðnaðinum. Það kom í ljós síðastliðið sumar þegar menn fóru að mokveiða regnbogasilung við hafnarbakkann. Stangveiðimenn í ám fyrir vestan fóru líka að fá regnbogasilung á fluguna. Þetta mun líka gerast í laxeldinu, þar gera menn einfaldlega ráð fyrir því í öllum útreikningum að lax sleppi. Eldi á ófrjóum laxi er ekki á frumstigi eins og sumir vilja halda fram, það hefur þegar verið stundað í Noregi og þar eru menn að tala um að það sé það sem koma skal. Ég held að ef einhver sem vill græða og hefur það eitt að leiðarljósi spyrði Bændasamtökin hvort þau væru ekki til í að hjálpa honum að flytja inn sauðfé frá Nýja-Sjálandi, nautgripi frá Texas og hross frá Arabíu og hafa þetta allt í girðingu á hálendinu gegn loforði um að ekkert þessara dýra myndi blandast við íslenska kynið, þá fengi sá bara eitt svar: ALDREI. Allt eftirlit í skötulíki Íslenskur lax hefur þróast í árþúsundir. Hann var hér löngu áður en fyrstu mennirnir námu land. Eldismenn vita af fenginni reynslu í Noregi, því þaðan koma þeir flestir sem eiga eldið á Íslandi, að þetta gullgrafaraævintýri þeirra mun eyðileggja íslenska laxastofninn alveg eins og hefur gerst í heimalandi þeirra. Hér er allt eftirlit í skötulíki sem sýnir sig best þegar þeir sem eiga að fylgjast með sínum eigin kvíum vita ekki að það er búið að vera gat á botninum á kvínni í langan tíma. Matvælastofnun sem á að hafa eftirlit með eldinu er ekki að standa sig. Í raun er það fyrirtæki búið að sýna að þar á bæ virðast menn telja það vera sitt helsta hlutverk að stimpla sig inn og út og forðast allt vesen, eins og kom fram í Brúneggjamálinu. Matvælastofnun verður að taka sig taki og taka á þessum málum. Laxeldi á Íslandi, sem og silungseldi, er stjórnlaus iðnaður. Þar ríkir villta vesturs stemning. Þar eru menn sem ætla sér að græða á sofandahætti stjórnvalda, koma hingað til lands og kaupa hvern fjörðinn eftir annan með það eitt markmið að græða á því að eyðileggja íslenska náttúru. Síðan geta menn íhugað hvers vegna Alþjóðaheilbrigðistofnun Evrópu varar fólk við að eta of mikið af eldislaxi. Það er af því að hann er of mengaður, fullur af sýklalyfjum, þungmálmum og litarefnum og sérstaklega varasamur fyrir börn og ófrískar konur. Haft beint eftir þeim háu herrum.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun