Með betlistafinn Stjórnarmaðurinn skrifar 26. febrúar 2017 11:00 Áhugavert hefur verið að fylgjast með væringum á fjölmiðlamarkaði þar sem hinir flekklausu keppast við að slá sjálfa sig til riddara. Varla hefur landssöfnun Frjálsrar fjölmiðlunar farið fram hjá nokkrum manni, en þar biðlar reynsluboltinn Gunnar Smári Egilsson til almennings um stuðning í baráttunni gegn ofríki auðjöfra á fjölmiðlamarkaðnum. Ekki virðast þó allir auðjöfrar jafnir í augum Gunnars Smára því hann treystir sjálfum sér, óskeikulum, til að halda í hlutleysið þrátt fyrir aðkomu þekktra efnamanna að blaðinu hans. Frá Kjarnanum heyrist svo gamalkunnugt stef um að þar á bæ hafi landi og þjóð verið unnið mikið gagn með merkri umfjöllun. Þá er upplýst að hluthafar séu frábært fólk. Öðru gegni hins vegar um eigendur annarra miðla sem ýmist séu í höndum samfélagslegra útlaga eða sjálfrar útgerðarinnar. Svo er klykkt út með því að allur almenningur eigi að taka sér stöðu með þeim góðu og óskeikulu gegn hinum vondu – með fjárframlögum, líkt og um góðgerðarfélag sé að ræða. Merkilegt er hvernig þessum miklu blaðamönnum tekst að starfa í tómarúmi án afskipta eigenda. Aðra telja þeir ekki þrífast án slíkra afskipta. Hvernig má skýra það? Eru bakhjarlar Fréttatímans og Kjarnans góðgjarnir englar sem lúta öðrum lögmálum en fúlmennin sem halda allri umfjöllun á spori hagsmunanna – berja marga tugi blaðamanna til hlýðni? Engu er líkara en þetta fólk ætli að byggja framtíð sína á því að ata aðra miðla auri. Þeir taka sér stöðu sem handhafar sannleikans í krossferð gegn þeim sem þeir segja afbaka og ljúga. Þeir búa til heimsmynd sem þeim hentar og hika ekki við að sverta æru kollega sinna. Hvað getur það annars talist annað en atvinnurógur að saka fólk sínkt og heilagt um að vera viljalaust verkfæri eigenda og auðjöfra? Kannski væri vænlegra til árangurs að beina sjónum að hvíta fílnum í herberginu – hlut Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þar eru miklar tekjur sem annars rynnu í vasa annarra fjölmiðla og gætu styrkt rekstrargrundvöll þeirra. Þeir gætu þá sótt á þau mið á jafnréttisgrundvelli. Nei, þau velja að ata kollega sína auri um leið og þau upphefja sjálf sig og biðla til auðtrúa fólks um ölmusu. Það er óheiðarlegt viðskiptamódel og ekki vænlegt til árangurs.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira
Áhugavert hefur verið að fylgjast með væringum á fjölmiðlamarkaði þar sem hinir flekklausu keppast við að slá sjálfa sig til riddara. Varla hefur landssöfnun Frjálsrar fjölmiðlunar farið fram hjá nokkrum manni, en þar biðlar reynsluboltinn Gunnar Smári Egilsson til almennings um stuðning í baráttunni gegn ofríki auðjöfra á fjölmiðlamarkaðnum. Ekki virðast þó allir auðjöfrar jafnir í augum Gunnars Smára því hann treystir sjálfum sér, óskeikulum, til að halda í hlutleysið þrátt fyrir aðkomu þekktra efnamanna að blaðinu hans. Frá Kjarnanum heyrist svo gamalkunnugt stef um að þar á bæ hafi landi og þjóð verið unnið mikið gagn með merkri umfjöllun. Þá er upplýst að hluthafar séu frábært fólk. Öðru gegni hins vegar um eigendur annarra miðla sem ýmist séu í höndum samfélagslegra útlaga eða sjálfrar útgerðarinnar. Svo er klykkt út með því að allur almenningur eigi að taka sér stöðu með þeim góðu og óskeikulu gegn hinum vondu – með fjárframlögum, líkt og um góðgerðarfélag sé að ræða. Merkilegt er hvernig þessum miklu blaðamönnum tekst að starfa í tómarúmi án afskipta eigenda. Aðra telja þeir ekki þrífast án slíkra afskipta. Hvernig má skýra það? Eru bakhjarlar Fréttatímans og Kjarnans góðgjarnir englar sem lúta öðrum lögmálum en fúlmennin sem halda allri umfjöllun á spori hagsmunanna – berja marga tugi blaðamanna til hlýðni? Engu er líkara en þetta fólk ætli að byggja framtíð sína á því að ata aðra miðla auri. Þeir taka sér stöðu sem handhafar sannleikans í krossferð gegn þeim sem þeir segja afbaka og ljúga. Þeir búa til heimsmynd sem þeim hentar og hika ekki við að sverta æru kollega sinna. Hvað getur það annars talist annað en atvinnurógur að saka fólk sínkt og heilagt um að vera viljalaust verkfæri eigenda og auðjöfra? Kannski væri vænlegra til árangurs að beina sjónum að hvíta fílnum í herberginu – hlut Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði. Þar eru miklar tekjur sem annars rynnu í vasa annarra fjölmiðla og gætu styrkt rekstrargrundvöll þeirra. Þeir gætu þá sótt á þau mið á jafnréttisgrundvelli. Nei, þau velja að ata kollega sína auri um leið og þau upphefja sjálf sig og biðla til auðtrúa fólks um ölmusu. Það er óheiðarlegt viðskiptamódel og ekki vænlegt til árangurs.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Sjá meira