Netflix ekki keypt neitt af Myndformi Haraldur Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2017 12:00 Netflix samdi við Senu og Sam-félagið áður en efnisveitan opnaði hér í janúar í fyrra. Fréttablaðið/EPA Vísir/EPA „Við höfum ekki selt þeim neitt en það hafa verið einhverjar þreifingar. Þeir vilja ekki borga það sem við viljum og þessar viðræður hafa því ekki gengið,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms, aðspurður hvort fyrirtæki hans hafi tekið upp að nýju viðræður við bandarísku efnisveituna Netflix. Myndform var fyrst stóru íslensku kvikmyndafyrirtækjanna þrigga til að hefja viðræður við Netflix í ágúst 2014. Bandaríska fyrirtækið hafði þá boðað komu sína hingað til lands og opnaði efnisveitu sína hér í janúar í fyrra. Viðræðurnar við Myndform höfðu þá siglt í strand og sagði Gunnar í samtali við DV að fyrirtækið ætti að öllum líkindum eftir að eiga í viðskiptum við Netflix á einhverjum tímapunkti.Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms.„Það hefur ekki enn gerst en við erum að þjónusta íslenska aðila eins og Maraþon NOW og Vodafone Play,“ segir Gunnar. Myndform á sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Lionsgate, Universal og Metro-Goldwyn-Mayer og mikið af talsettu barnaefni. Aftur á móti hefur fyrirtækið ekki alltaf samið um sýningarétt fyrir sjónvarp heldur einungis kvikmyndahúsarétt. Úrvalið sem Netflix býður viðskiptavinum sínum er háð samningum við myndréttarhafa í hverju landi fyrir sig eða erlend framleiðslufyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Sam-félagið, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, selt Netflix talsvert af efni. Jón Diðrik Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Senu, segir núgildandi samning fyrirtækisins við Netflix fara að renna út. „Við gerðum nokkurra ára samning við þá á sínum tíma sem er enn í gangi. Sá samningur fer að klárast og við höfum rætt við þá hvað taki við. Þetta er búið að vera fínt og við munum nú skoða framhaldið," segir Jón Diðrik. Netflix Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira
„Við höfum ekki selt þeim neitt en það hafa verið einhverjar þreifingar. Þeir vilja ekki borga það sem við viljum og þessar viðræður hafa því ekki gengið,“ segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms, aðspurður hvort fyrirtæki hans hafi tekið upp að nýju viðræður við bandarísku efnisveituna Netflix. Myndform var fyrst stóru íslensku kvikmyndafyrirtækjanna þrigga til að hefja viðræður við Netflix í ágúst 2014. Bandaríska fyrirtækið hafði þá boðað komu sína hingað til lands og opnaði efnisveitu sína hér í janúar í fyrra. Viðræðurnar við Myndform höfðu þá siglt í strand og sagði Gunnar í samtali við DV að fyrirtækið ætti að öllum líkindum eftir að eiga í viðskiptum við Netflix á einhverjum tímapunkti.Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Myndforms.„Það hefur ekki enn gerst en við erum að þjónusta íslenska aðila eins og Maraþon NOW og Vodafone Play,“ segir Gunnar. Myndform á sýningarrétt á kvikmyndum bandarísku framleiðslufyrirtækjanna Lionsgate, Universal og Metro-Goldwyn-Mayer og mikið af talsettu barnaefni. Aftur á móti hefur fyrirtækið ekki alltaf samið um sýningarétt fyrir sjónvarp heldur einungis kvikmyndahúsarétt. Úrvalið sem Netflix býður viðskiptavinum sínum er háð samningum við myndréttarhafa í hverju landi fyrir sig eða erlend framleiðslufyrirtæki. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Sam-félagið, sem á og rekur Sambíóin og Samfilm, selt Netflix talsvert af efni. Jón Diðrik Jónsson, eigandi og framkvæmdastjóri Senu, segir núgildandi samning fyrirtækisins við Netflix fara að renna út. „Við gerðum nokkurra ára samning við þá á sínum tíma sem er enn í gangi. Sá samningur fer að klárast og við höfum rætt við þá hvað taki við. Þetta er búið að vera fínt og við munum nú skoða framhaldið," segir Jón Diðrik.
Netflix Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Sjá meira