Yfirburðarsigur hjá Bergi Telma Tómasson skrifar 24. febrúar 2017 20:00 Afreksknapinn Bergur Jónsson sigraði með yfirburðum mjög spennandi keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Bergur og hin magnaða hryssa hans, Katla frá Ketilsstöðum, voru tíunda parið í braut, áttu frábæra sýningu í forkeppninni og var þá þegar ljóst að erfitt yrði að skáka þeim. Það kom enda í ljós, enginn komst með tærnar þar sem Bergur og Katla höfðu hælana, þau bættu um betur í úrslitum og fóru út með himinháa einkunn 8,63. „Tilfinningin er góð,“ sagði Bergur þegar hann hafði tryggt sér gullið. Gæðingafimi er spuni, frekar ný keppnisgrein í hestaíþróttum sem nýtur vaxandi vinsælda bæði hér heima og erlendis. Þetta er krefjandi keppnisgrein sem reynir á mikla nákvæmni í reiðmennsku en jafnframt fimi, getu, snerpu, ganghæfileika og kraft í hestinum. Gefnar eru einkunnir fyrir gangtegundir og flæði annars vegar og æfingar og fjölhæfni hins vegar, en árangur í gæðingafimi ræðst ekki síst af útfærslu og frumkvæði knapans. Bergur er efstur og jafn að stigum Elinu Holst í einstaklingskeppninni, en bæði eru með 22 stig eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar í mótaröðinni. Meðfylgjandi er myndband af Bergi Jónssyni og Kötlu frá Ketilsstöðum í A-úrslitum, en sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Viðtöl við efstu tvö sætin á mótinu mun birtast á Vísi síðar í dag. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi 2017 í MD Cintamani í hestaíþróttum: 1. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 8.63 2. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - 7.84 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.74 4. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 7.71 5. Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7.61 Hestar Tengdar fréttir Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00 Elin hafði sætaskipti Elin Holst komst aftur á pall í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í keppni í gæðingafimi sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi með hest sinn Frama frá Ketilsstöðum. 24. febrúar 2017 18:00 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Afreksknapinn Bergur Jónsson sigraði með yfirburðum mjög spennandi keppni í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi. Bergur og hin magnaða hryssa hans, Katla frá Ketilsstöðum, voru tíunda parið í braut, áttu frábæra sýningu í forkeppninni og var þá þegar ljóst að erfitt yrði að skáka þeim. Það kom enda í ljós, enginn komst með tærnar þar sem Bergur og Katla höfðu hælana, þau bættu um betur í úrslitum og fóru út með himinháa einkunn 8,63. „Tilfinningin er góð,“ sagði Bergur þegar hann hafði tryggt sér gullið. Gæðingafimi er spuni, frekar ný keppnisgrein í hestaíþróttum sem nýtur vaxandi vinsælda bæði hér heima og erlendis. Þetta er krefjandi keppnisgrein sem reynir á mikla nákvæmni í reiðmennsku en jafnframt fimi, getu, snerpu, ganghæfileika og kraft í hestinum. Gefnar eru einkunnir fyrir gangtegundir og flæði annars vegar og æfingar og fjölhæfni hins vegar, en árangur í gæðingafimi ræðst ekki síst af útfærslu og frumkvæði knapans. Bergur er efstur og jafn að stigum Elinu Holst í einstaklingskeppninni, en bæði eru með 22 stig eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar í mótaröðinni. Meðfylgjandi er myndband af Bergi Jónssyni og Kötlu frá Ketilsstöðum í A-úrslitum, en sýnt var frá keppninni í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Viðtöl við efstu tvö sætin á mótinu mun birtast á Vísi síðar í dag. Niðurstöður A-úrslita í gæðingafimi 2017 í MD Cintamani í hestaíþróttum: 1. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - 8.63 2. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - 7.84 3. Jakob Svavar Sigurðsson - Gloría frá Skúfslæk - 7.74 4. Árni Björn Pálsson - Skíma frá Kvistum - 7.71 5. Sylvía Sigurbjörnsdóttir - Héðinn Skúli frá Oddhóli - 7.61
Hestar Tengdar fréttir Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00 Elin hafði sætaskipti Elin Holst komst aftur á pall í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í keppni í gæðingafimi sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi með hest sinn Frama frá Ketilsstöðum. 24. febrúar 2017 18:00 Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Grindavík og Formúlan brunar í Brasilíu Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ „Það er björt framtíð á Nesinu“ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Kúrekarnir í Dallas syrgja fallinn félaga Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Nær sínu 33. tímabili sem atvinnumaður Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Fúll markvörður reyndi að fela pökkinn eftir sögulegt mark Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Sjá meira
Mikið keppnisskap skilaði þriðja sætinu Jakob Svavar Sigurðsson tryggði sér þriðja sætið í gæðingafimi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á fimmtudagskvöld með Gloríu frá Skúfslæk. 24. febrúar 2017 16:00
Elin hafði sætaskipti Elin Holst komst aftur á pall í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í gærkvöldi og tryggði sér annað sætið í keppni í gæðingafimi sem fram fór í Samskipahöllinni í Kópavogi með hest sinn Frama frá Ketilsstöðum. 24. febrúar 2017 18:00