Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - FH 20-19 | Valsmenn áfram eftir dramatískan sigur Stefán Árni Pálsson í Laugardalshöll skrifar 24. febrúar 2017 14:22 Valur vann frábæran sigur, 20-19, á FH í undanúrslitum Coca Cola bikars karla í handleik. Leikurinn var æsispennandi alveg til loka og réðust úrslitin á loka andartaka leiksins. FH fékk möguleika á því að jafna leikinn en liðið náði varla skoti á marki.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valsmenn byrjuðu þennan leik betur og þá sérstaklega varnarlega en liðið gaf enginn færi á sér og voru FH-ingar í stökustu vandræðum. Sóknarleikur FH var hræðilegur fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og ekki var sóknarleikur Vals uppá marga fiska. Vörn vinnur leiki og það sást heldur betur í fyrri hálfleiknum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 9-6 fyrir Val. FH skoraði aðeins sex mörk á þrjátíu mínútum. Lið sem skorar sex mörk í einum hálfleik á aldrei skilið að vinna en það kom annað FH-lið út í þann síðari. Þegar 13 mínútur voru liðnar af þeim síðar var staðan 14-12 fyrir Val og FH strax búið að skora þessi sex mörk. Gríðarlegt jafnræði var á liðunum út leikinn og þegar um sjö mínútur voru eftir var staðan 18-18. FH hafði þá tekið í gegn sóknarleik sinn og allt annað sjá til liðsins. Næstu mínútur voru heldur betur spennandi og var jafnt á öllum tölum. Þegar undir ein mínúta var eftir af leiknum var staðan 20-19 fyrir Val og Valur með boltann. Liðið mistókst að skora mark og FH brunaði í sóknina með sjö menn í sókn. Liðið náðu aftur á móti varla skoti á markið, vörn Valsmanna var stórbrotin undir lokin. Valur mætir því Haukum eða Aftureldingu á morgun. Óðinn Þór Ríkharðsson var flottur í liði FH og skoraði sex mörk. Anton Rúnarsson skoraði fimm fyrir Val. Orri: Alltaf krafa á bikar í Val„Þetta var mikill varnarsigur hjá okkur í dag,“ segir Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, eftir leikinn. „Mér fannst við reyndar bara frekar lélegir síðasta korterið og þeir komust alltof mikið inn í leikinn. Við keyrðum tempóið vel upp í fyrri hálfleiknum og náðum ekki að halda því áfram í þeim síðari.“ Orri segir að það hafi í raun verið eðlilegt að FH hafi náð þessu áhlaupi, þeir hafi verið orðnir það þreyttir. FH skoraði bara sex mörk í fyrri hálfleiknum og Valsmenn stálu boltanum hvað eftir frá FH-ingum í opnum leik. „Við fengum samt á okkur of mörg mörk í seinni hálfleiknum en heilt yfir er ég rosalega sáttur með okkar leik varnarlega. Við viljum alltaf vera aggresívir og reynum alltaf að stela boltanum af anstæðingum okkar.“ Orri segir að það sé alltaf krafa á titil í Val. „Mér fannst við vera frekar mikið talaðir niður fyrir þennan leik og það hjálpaði okkur,“ segir Orri og bætir við að hann eigi sér ekki óskamótherja. Óðinn: Það gat enginn neitt hjá okkur„Við höfum verið á fínu skriði fyrir þennan leik en í dag getur enginn neitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður FH, sem var þeirra besti í dag. „Ég á eftir að sjá þennan fyrri hálfleik betur en þeir ná að hægja á leiknum og við fundum okkur ekki. Fyrir leikinn fannst mér spennustigið vera flott hjá okkur en það var það greinilega ekki.“ Óðinn fékk eitt algjört dauðafæri í leiknum þegar enginn markvörður var í marki Vals. „Bubbi kom bara hlaupandi og var einhvern veginn í markinu og ekki í markinu og ég vissi bara ekki alveg hvað ég átti að gera,“ segir Óðinn sem reyndi að vippa boltanum í netið og Hlynur Morthens náði að koma höndunum í boltann, í raun ótrúlegt atvik. „Ég átti tvö færi í seinni hálfleiknum og ég tek bara þetta tap á mig.“ FH gat jafnað metin í loka sókninni og var liðið þá sjö á móti sex. „Við fórum svo rosalega illa með þessa sókn og náum í raun ekki að gera neitt. Það þorði enginn að taka af skarið.“ Guðlaugur: Erum að spila hrikalega flottan varnarleik„Þessi leikur vannst á frábærri vörn og gríðarlegum karakter,“ segir Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Þessi vörn er í raun bara áframhald á því það sem við vorum að sýna um síðustu helgi út í Svartfjallalandi. Í síðari hálfleik vantaði kannski aðeins upp á hlaupagetuna en fyrst og fremst var þetta liðsheildin sem skóp þennan sigur.“ Hann segir að liðið þurfi vissulega að skerpa á sóknarleiknum fyrir morgundaginn. „Við eigum meira inni sóknarlega og heildin þarf að spila aðeins betur þar. Við vorum aðeins og þungir þar. Fyrst og fremst var þetta mikill karakter sigur hjá okkur.“ Guðlaugur hefur enga óskamótherja. „Nei mér er alveg sama hvaða liði við mætum á morgun. Það eru bæði frábær lið.“ Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Valur vann frábæran sigur, 20-19, á FH í undanúrslitum Coca Cola bikars karla í handleik. Leikurinn var æsispennandi alveg til loka og réðust úrslitin á loka andartaka leiksins. FH fékk möguleika á því að jafna leikinn en liðið náði varla skoti á marki.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Laugardalshöllinni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Valsmenn byrjuðu þennan leik betur og þá sérstaklega varnarlega en liðið gaf enginn færi á sér og voru FH-ingar í stökustu vandræðum. Sóknarleikur FH var hræðilegur fyrstu þrjátíu mínútur leiksins og ekki var sóknarleikur Vals uppá marga fiska. Vörn vinnur leiki og það sást heldur betur í fyrri hálfleiknum. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 9-6 fyrir Val. FH skoraði aðeins sex mörk á þrjátíu mínútum. Lið sem skorar sex mörk í einum hálfleik á aldrei skilið að vinna en það kom annað FH-lið út í þann síðari. Þegar 13 mínútur voru liðnar af þeim síðar var staðan 14-12 fyrir Val og FH strax búið að skora þessi sex mörk. Gríðarlegt jafnræði var á liðunum út leikinn og þegar um sjö mínútur voru eftir var staðan 18-18. FH hafði þá tekið í gegn sóknarleik sinn og allt annað sjá til liðsins. Næstu mínútur voru heldur betur spennandi og var jafnt á öllum tölum. Þegar undir ein mínúta var eftir af leiknum var staðan 20-19 fyrir Val og Valur með boltann. Liðið mistókst að skora mark og FH brunaði í sóknina með sjö menn í sókn. Liðið náðu aftur á móti varla skoti á markið, vörn Valsmanna var stórbrotin undir lokin. Valur mætir því Haukum eða Aftureldingu á morgun. Óðinn Þór Ríkharðsson var flottur í liði FH og skoraði sex mörk. Anton Rúnarsson skoraði fimm fyrir Val. Orri: Alltaf krafa á bikar í Val„Þetta var mikill varnarsigur hjá okkur í dag,“ segir Orri Freyr Gíslason, fyrirliði Vals, eftir leikinn. „Mér fannst við reyndar bara frekar lélegir síðasta korterið og þeir komust alltof mikið inn í leikinn. Við keyrðum tempóið vel upp í fyrri hálfleiknum og náðum ekki að halda því áfram í þeim síðari.“ Orri segir að það hafi í raun verið eðlilegt að FH hafi náð þessu áhlaupi, þeir hafi verið orðnir það þreyttir. FH skoraði bara sex mörk í fyrri hálfleiknum og Valsmenn stálu boltanum hvað eftir frá FH-ingum í opnum leik. „Við fengum samt á okkur of mörg mörk í seinni hálfleiknum en heilt yfir er ég rosalega sáttur með okkar leik varnarlega. Við viljum alltaf vera aggresívir og reynum alltaf að stela boltanum af anstæðingum okkar.“ Orri segir að það sé alltaf krafa á titil í Val. „Mér fannst við vera frekar mikið talaðir niður fyrir þennan leik og það hjálpaði okkur,“ segir Orri og bætir við að hann eigi sér ekki óskamótherja. Óðinn: Það gat enginn neitt hjá okkur„Við höfum verið á fínu skriði fyrir þennan leik en í dag getur enginn neitt,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson, leikmaður FH, sem var þeirra besti í dag. „Ég á eftir að sjá þennan fyrri hálfleik betur en þeir ná að hægja á leiknum og við fundum okkur ekki. Fyrir leikinn fannst mér spennustigið vera flott hjá okkur en það var það greinilega ekki.“ Óðinn fékk eitt algjört dauðafæri í leiknum þegar enginn markvörður var í marki Vals. „Bubbi kom bara hlaupandi og var einhvern veginn í markinu og ekki í markinu og ég vissi bara ekki alveg hvað ég átti að gera,“ segir Óðinn sem reyndi að vippa boltanum í netið og Hlynur Morthens náði að koma höndunum í boltann, í raun ótrúlegt atvik. „Ég átti tvö færi í seinni hálfleiknum og ég tek bara þetta tap á mig.“ FH gat jafnað metin í loka sókninni og var liðið þá sjö á móti sex. „Við fórum svo rosalega illa með þessa sókn og náum í raun ekki að gera neitt. Það þorði enginn að taka af skarið.“ Guðlaugur: Erum að spila hrikalega flottan varnarleik„Þessi leikur vannst á frábærri vörn og gríðarlegum karakter,“ segir Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Þessi vörn er í raun bara áframhald á því það sem við vorum að sýna um síðustu helgi út í Svartfjallalandi. Í síðari hálfleik vantaði kannski aðeins upp á hlaupagetuna en fyrst og fremst var þetta liðsheildin sem skóp þennan sigur.“ Hann segir að liðið þurfi vissulega að skerpa á sóknarleiknum fyrir morgundaginn. „Við eigum meira inni sóknarlega og heildin þarf að spila aðeins betur þar. Við vorum aðeins og þungir þar. Fyrst og fremst var þetta mikill karakter sigur hjá okkur.“ Guðlaugur hefur enga óskamótherja. „Nei mér er alveg sama hvaða liði við mætum á morgun. Það eru bæði frábær lið.“
Olís-deild karla Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira