Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2017 10:30 Kim Jong Nam, hálfbróðir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, var myrtur með VX-taugaeitri. Nam var myrtur þann 13. febrúar þegar tvær konur veittust að honum á flugvellinum í Kuala Lumpur. Önnur hélt fyrir augu hans á meðan hin úðaði efninu framan í hann. Morðið náðist á öryggismyndavélar flugvallarins. Kim Jong Nam er talinn hafa verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu. VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist og er skilgreint af Sameinuðu þjóðunum sem gereyðingarvopn. Yfirvöld í Malasíu rannsaka nú hvort að eitrið hafi verið flutt til landsins eða framleitt þar. Sérfræðingar verða fengnir til að afeitra flugvöllinn þar sem VX-taugaeitrið eyðist ekki á skömmum tíma. Leifar af því geta verið til staðar um langt skeið.VX, the banned nerve agent used to kill Kim Jong-Nam, is one of the deadliest chemical agents ever manufactured https://t.co/c19E3R7RL9 pic.twitter.com/dflpfgHI99— AFP news agency (@AFP) February 24, 2017 Samkvæmt Guardian hafa einungis Bandaríkin og Rússland sagst eiga birgðir af VX-taugaeitri. Saddam Hussein var grunaður um að beita því í stríði Írak við íran og óttast var að birgðir af því væru til í Sýrlandi. Yfirvöld í Norður-Kóreu eru talin sitja á stærstu efnavopnabirgðum heimsins og er eitt af sex ríkjum sem hafa ekki skrifað undir samning Sameinuðu þjóðanna um efnavopn. Hann varðar bann við þróun, framleiðslu söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra. Sérfræðingur sem Guardian ræddi við segir ólíklegt að morðingjarnir hefðu úðað hreinu VX-taugaeitri framan í Kim Jong Nam, þar sem gufurnar hefðu einnig gengið af þeim dauðum. Líklegra væri að notast hefði verið við tvo vökva sem myndi VX þegar þeir blandast saman.Sjá einnig: Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Yfirvöld í Norður-Kóreu eru reið yfir því að krufning hafi verið framkvæmd á líki Kim Jong Nam og það hafi ekki strax verið flutt til sendiráðs Norður-Kóreu þar sem til stóð að brenna það. Í frétt á ríkismiðli Norður-Kóreu segir að yfirvöld landsins hafi staðfest að „ríkisborgari Norður-Kóreu“, eins og hann er kallaður, hafi dáið vegna hjartaáfalls. Þá hafi íhaldssamir fréttamiðlar í Suður-Kóreu birt falsfrétt um að eitrað hefði verið fyrir manninum. „Norður-Kórea mun ekki leyfa neinum að skaða ímynd þessa virðulega og sjálfstæða ríkis og kjarnorkuveldis og mun komast að hinu sanna í þessu máli. Ríkið mun fylgjast með viðhorfi Malasíu í framtíðinni,“ segir í fréttinni. Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Kim Jong-nam var óttasleginn og vænisjúkur áður en hann dó Kim Jong-nam var seinustu ár óttasleginn og vænisjúkur, í felum frá einræðisstjórn Norður-Kóreu sem hálfbróðir hans, Kim Jong-un stýrir. 21. febrúar 2017 13:22 Reyndu að brjótast inn í líkhúsið þar sem lík Kim Jong-nam er 22. febrúar 2017 11:12 Leita að sendiráðsstarfsmanni í tengslum við morðið á Kim Jong-nam Yfirvöld í Malasíu hafa óskað eftir aðstoða yfirvalda í Norður-Kóreu við það að hafa uppi á sendiráðsstarfsmanni Norður-Kóreu í Kuala Lumpur í tengslum við morðið á Kim Jong-nam. 22. febrúar 2017 07:30 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37 Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Kim Jong Nam, hálfbróðir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, var myrtur með VX-taugaeitri. Nam var myrtur þann 13. febrúar þegar tvær konur veittust að honum á flugvellinum í Kuala Lumpur. Önnur hélt fyrir augu hans á meðan hin úðaði efninu framan í hann. Morðið náðist á öryggismyndavélar flugvallarins. Kim Jong Nam er talinn hafa verið myrtur af útsendurum Norður-Kóreu. VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist og er skilgreint af Sameinuðu þjóðunum sem gereyðingarvopn. Yfirvöld í Malasíu rannsaka nú hvort að eitrið hafi verið flutt til landsins eða framleitt þar. Sérfræðingar verða fengnir til að afeitra flugvöllinn þar sem VX-taugaeitrið eyðist ekki á skömmum tíma. Leifar af því geta verið til staðar um langt skeið.VX, the banned nerve agent used to kill Kim Jong-Nam, is one of the deadliest chemical agents ever manufactured https://t.co/c19E3R7RL9 pic.twitter.com/dflpfgHI99— AFP news agency (@AFP) February 24, 2017 Samkvæmt Guardian hafa einungis Bandaríkin og Rússland sagst eiga birgðir af VX-taugaeitri. Saddam Hussein var grunaður um að beita því í stríði Írak við íran og óttast var að birgðir af því væru til í Sýrlandi. Yfirvöld í Norður-Kóreu eru talin sitja á stærstu efnavopnabirgðum heimsins og er eitt af sex ríkjum sem hafa ekki skrifað undir samning Sameinuðu þjóðanna um efnavopn. Hann varðar bann við þróun, framleiðslu söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra. Sérfræðingur sem Guardian ræddi við segir ólíklegt að morðingjarnir hefðu úðað hreinu VX-taugaeitri framan í Kim Jong Nam, þar sem gufurnar hefðu einnig gengið af þeim dauðum. Líklegra væri að notast hefði verið við tvo vökva sem myndi VX þegar þeir blandast saman.Sjá einnig: Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Yfirvöld í Norður-Kóreu eru reið yfir því að krufning hafi verið framkvæmd á líki Kim Jong Nam og það hafi ekki strax verið flutt til sendiráðs Norður-Kóreu þar sem til stóð að brenna það. Í frétt á ríkismiðli Norður-Kóreu segir að yfirvöld landsins hafi staðfest að „ríkisborgari Norður-Kóreu“, eins og hann er kallaður, hafi dáið vegna hjartaáfalls. Þá hafi íhaldssamir fréttamiðlar í Suður-Kóreu birt falsfrétt um að eitrað hefði verið fyrir manninum. „Norður-Kórea mun ekki leyfa neinum að skaða ímynd þessa virðulega og sjálfstæða ríkis og kjarnorkuveldis og mun komast að hinu sanna í þessu máli. Ríkið mun fylgjast með viðhorfi Malasíu í framtíðinni,“ segir í fréttinni.
Morðið á Kim Jong-nam Tengdar fréttir Kim Jong-nam var óttasleginn og vænisjúkur áður en hann dó Kim Jong-nam var seinustu ár óttasleginn og vænisjúkur, í felum frá einræðisstjórn Norður-Kóreu sem hálfbróðir hans, Kim Jong-un stýrir. 21. febrúar 2017 13:22 Reyndu að brjótast inn í líkhúsið þar sem lík Kim Jong-nam er 22. febrúar 2017 11:12 Leita að sendiráðsstarfsmanni í tengslum við morðið á Kim Jong-nam Yfirvöld í Malasíu hafa óskað eftir aðstoða yfirvalda í Norður-Kóreu við það að hafa uppi á sendiráðsstarfsmanni Norður-Kóreu í Kuala Lumpur í tengslum við morðið á Kim Jong-nam. 22. febrúar 2017 07:30 Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00 Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37 Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Kim Jong-nam var óttasleginn og vænisjúkur áður en hann dó Kim Jong-nam var seinustu ár óttasleginn og vænisjúkur, í felum frá einræðisstjórn Norður-Kóreu sem hálfbróðir hans, Kim Jong-un stýrir. 21. febrúar 2017 13:22
Leita að sendiráðsstarfsmanni í tengslum við morðið á Kim Jong-nam Yfirvöld í Malasíu hafa óskað eftir aðstoða yfirvalda í Norður-Kóreu við það að hafa uppi á sendiráðsstarfsmanni Norður-Kóreu í Kuala Lumpur í tengslum við morðið á Kim Jong-nam. 22. febrúar 2017 07:30
Uppreisnargjarni glaumgosinn Kim Jong-nam Kim Jong-nam var vafalaust ætlað leiðtogahlutverki í Norður-Kóreu. Hann var hins vegar ráðinn af dögum af útsendurum Norður-Kóreustjórnar fyrr í vikunni. 17. febrúar 2017 13:00
Segja yfirvöld í Malasíu bera ábyrgð á dauða Kim Jong-nam Í frétt á KCNA, ríkisfjölmiðli Norður-Kóreu segir að Malasía beri ábyrgð á dauða norður-kóresk ríkisborgara. 23. febrúar 2017 08:37
Lögreglan telur stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa skipulagt morðið Fjórir Norður-Kóreumenn flúðu frá Malasíu daginn sem fregnir bárust af því að hálfbróðir leiðtogans Kim Jong Un hafi verið myrtur í landinu. 19. febrúar 2017 11:22