Forstjóri Nissan stígur úr forstjórastóli Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2017 09:44 Carlos Ghosn. Carlos Ghosn, er gegnt hefur forstjórastarfi bílaframleiðandans Nissan í tvo áratugi mun stíga úr forstjórastóli þann 1. apríl, eða eftir aðeins 6 daga. Carlos Ghosn hefur þó einnig gegnt forstjórastarfi hjá Renault og nýlega einnig Mitsubishi og mun halda því áfram. Renault-Nissan keypti á síðasta ári 34% hlut í Mitsubishi og við það tók Carlos Ghosn við stjórnartaumunum þar og var með því orðinn forstjóri þriggja þekktra bílaframleiðenda. Ghosn mun áfram gegna stjórnarformennsku í Nissan, svo segja má að hann hafi langt í frá stigið til hliðar í rekstri þessara þriggja bílaframleiðenda, heldur mun hann einungis gefa því stjórnunarteymi, sem hann hefur á tveimur áratugum sett saman hjá Nissan, lausan tauminn við rekstur þess. Með þessari breytingu getur Ghosn betur einbeitt sér að vanda Mitsubishi og samnýtingu þekkingar þar við hin tvö bílafyrirtækin. Það verður Hiroto Saikawa sem var aðstoðarforstjóri Ghosn sem sest í forstjórastól Nissan. Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent
Carlos Ghosn, er gegnt hefur forstjórastarfi bílaframleiðandans Nissan í tvo áratugi mun stíga úr forstjórastóli þann 1. apríl, eða eftir aðeins 6 daga. Carlos Ghosn hefur þó einnig gegnt forstjórastarfi hjá Renault og nýlega einnig Mitsubishi og mun halda því áfram. Renault-Nissan keypti á síðasta ári 34% hlut í Mitsubishi og við það tók Carlos Ghosn við stjórnartaumunum þar og var með því orðinn forstjóri þriggja þekktra bílaframleiðenda. Ghosn mun áfram gegna stjórnarformennsku í Nissan, svo segja má að hann hafi langt í frá stigið til hliðar í rekstri þessara þriggja bílaframleiðenda, heldur mun hann einungis gefa því stjórnunarteymi, sem hann hefur á tveimur áratugum sett saman hjá Nissan, lausan tauminn við rekstur þess. Með þessari breytingu getur Ghosn betur einbeitt sér að vanda Mitsubishi og samnýtingu þekkingar þar við hin tvö bílafyrirtækin. Það verður Hiroto Saikawa sem var aðstoðarforstjóri Ghosn sem sest í forstjórastól Nissan.
Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent